Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða í opinni dagskrá í kvöld á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þá verður fréttatíminn í beinni útsendingu hér á Vísi sem fyrr. 

Í fréttum kvöldsins kennir ýmissa grasa. Rætt verður um aflandsfélög, um forsetaframboð, kosningarnar sem formaður þingflokks Framsóknar segir ekkert liggja á og íslensk trapp.

Breski hagfræðingurinn John Kay, sem er staddur hér á landi, segir að hægt sé að gera mikið til þess að uppræta starfsemi aflandsfélaga í skattaskjólum án aðkomu ríkja á borð við Lúxemborg, Panama og Bresku Jómfrúreyja. Flókið regluverk fjármálaheimsins hafi gefið skattaundanskotum í gegnum aflandsfélög byr undir báða vængi. Rætt verður við Kay í fréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing sem er að íhuga forsetaframboð. Guðni gagnrýnir Ólaf Ragnar Grímsson fyrir látalæti og segir að þó hann hafi staðið sig vel í embætti forseta Íslands sé ekki þar með sagt að hann eigi að gegna því endalaust. Sjálfur er Guðni ekki búinn að ákveða hvort hann hyggist sjálfur bjóða sig fram.
 

Í tímanum verður jafnframt rætt við 
Ásmund Einar Daðason formann þingflokks Framsóknarflokksins en hann segir mikilvægt að tryggja fé til gerðar Dýrafjarðarganga áður en gengið verði til kosninga í haust og segir að í rauni liggi ekkert á kosningunum sem hafa þ ó verið boðaðar hinn 22. október næstkomandi. Ný rannsókn á hvítabjörnum sýnir að það er í eðli þeirra að synda gríðarlega langar vegalengdir og verður fjallað um hana í tímanum. Sund er mun líklegri skýring á komum þeirra hingað til lands, vegna nálægðar við Grænland, en ferðalög á hafís.

Við fjöllum líka um íslenskt rapp 
en dugnaður og fjölbreytileiki einkenna íslenskt rapp um þessar mundir að mati umsjónarmanna nýrra sjónvarpsþátta um íslensku rappsenuna sem fara  í loftið á Stöð 2 í kvöld.
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×