Innlent

Tveir handteknir eftir húsleit lögreglu á Nýbýlavegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tveir menn voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sérsveitar í dag.
Tveir menn voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sérsveitar í dag. Vísir/GVA
Fíkniefnadeild lögreglunnar, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, fór í húsleit í húsnæði við Nýbýlaveg í Kópavogi í dag.

Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglu að sögn Runólfs Þórhallssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar. Hann vildi ekki gefa upp hvað fannst í húsleitinni eða hvað þeir handteknu eru grunaðir um, annað en brot á lögum um ávana-og fíknefni.

Aðspurður hvers vegna menn úr sérsveitinni hafi verið kallaðir til segir Runólfur að það hafi verið gert öryggisins vegna. Ekkert hafi verið staðfest um mögulegan vopnaburð þeirra handteknu en Runólfur segir það alvanalegt að sérsveitin komi með þegar fíkniefnadeildin fari í húsleit.

Innan við 10 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni, að sérsveitarmönnum meðtöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×