Innlent

Leituðu 11 ára drengs sem hljóp upp í hólana við Djúpavog

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi var kölluð út í dag eftir að tilkynnt var að 11 ára erlends drengs með einhverfu væri saknað. Drengurinn var ferð með forráðamönnum sínum en hafði hlaupið frá þeim og upp í hóla ofan við Djúpavog, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

Þar sem nokkuð langt er fyrir aðrar bjargir að komast á Djúpavog var ákveðið að kalla strax eftir liðsafla frá fleiri björgunarsveitum á Austurlandi.

Það reyndist þó ekki þörf á aðstoð þeirra þar sem fljótlega sást til drengsins á ferð ofan við bæinn. Tók það björgunarmenn nokkra stund að komast að honum þar sem hann var ekki til í að láta ná í sig en hann var heill á húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×