Innlent

Þriggja bíla árekstur undir Hafnarfjalli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einhverjir voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borgarnesi.
Einhverjir voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borgarnesi. vísir/pjetur
Þriggja bíla árekstur varð um sexleytið í dag undir Hafnarfjalli en samkvæmt upplýsingum frá slökkvliðinu í Borgarnesi urðu ekki alvarleg slys á fólki.

Einhverjir voru þó fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borgarnesi en ekki fengust upplýsingar um hversu margir hefðu þurft á aðhlynningu að halda né hversu margir voru í bílunum þegar áreksturinn varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×