Húsvörðurinn í Háskólabíói segist einungis hafa verið að vinna vinnuna sína sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2016 00:00 Viðbrögðin komu á óvart, segir Þorvaldur Hilmar Kolbeins. vísir/stefán Þorvaldur Hilmar Kolbeins, húsvörður í Háskólabíói, segist furðu lostinn yfir allri þeirri athygli sem hann hefur fengið í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, og víðar síðastliðinn sólarhring. Kona sem tapaði öðru heyrnartæki sínu í kvikmyndahúsinu í síðustu viku setti inn færslu á Facebook þar sem hún þakkaði Þorvaldi fyrir að hafa leitað uppi tækin – og raunar ekki hætt leitinni fyrr en tækið var fundið. Þorvaldur segist einungis hafa verið að vinna vinnuna sína. „Hún var náttúrulega alveg í uppnámi konan, hún var nýbúin að kaupa þetta skilst mér. Þetta kostar 200 þúsund krónur fyrir hvort eyra,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi.Bíóferðin næstum því sú langdýrasta Konan, Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, segir á síðu sinni að litlu hefði munað að bíóferðin hefði orðið sú dýrasta sem hún hefði farið í. Það hafi verið skjótum viðbrögðum og hjálpsemi húsvarðarins að þakka að svo hafi ekki farið. „Húsvörðurinn kom okkur til hjálpar og bauðst til að fara í alla ruslapoka sem voru fylltir þann daginn en þeir voru staðsettir í stórum gám fyrir utan. Við ætluðum nú ekki að láta manninn hafa svona mikið fyrir þessu en hann tók ekki í mál að gefast upp svo við skelltum okkur í sorpvinnu með tilheyrandi óþverrans lykt og allt það,“ segir Jóhanna á Facebook-síðu sinni. Þorvaldi segist ekki þykja þetta mikið tilkomumál. „Það var bara svo heppilegt að það var nýbúið að tæma ruslagáminn þannig að við rifum pokana bara upp, vorum svo sem ekki lengi að því, 20 til 30 mínútur kannski. En ég sagði við hana að þarna hefðum við haft um tíu þúsund krónur í kaup á mínútuna við að leita að tækinu,“ segir hann.Bíógestir ganga illa um Aðspurður segir Þorvaldur það algengt að hlutir týnist í byggingunni, enda fari margt fólk þar í gegn daglega. Hins vegar hafi þetta líklega verið með dýrari hlutum sem hafi týnst. „Sem betur fer skila sér flestir hlutir, sumir þó ekki, sem er leiðinlegt. En við höfum verið að fá til okkar í óskilamuni tölvur og allavega græjur frá nemendum háskólans.“ Hann tekur það fram að gengið sé illa um húsið. „Íslendingar ganga svo illa um að það er oft með ólíkindum að koma inn í salinn, sérstaklega þegar það eru frumsýningar og annað. Það er öllu hent á gólfið. Fólkið sem þrífur hér kemur oft með mjög mikið af óskilamunum til baka, en svona litlir hlutir eins og heyrnartækið fara bara með poppinu þegar það er sópað upp. Þetta er auðvitað bara tilfelli þar sem hún missir á gólfið, en ég er ekki að gera samanburð þarna á milli,“ segir Þorvaldur. „Þetta er stærsti og flottasti skemmtistaður fyrir vestan læk,“ segir Þorvaldur glaður í bragði og hvetur í leiðinni fólk til að ganga betur um og henda í ruslaföturnar. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Þorvaldur Hilmar Kolbeins, húsvörður í Háskólabíói, segist furðu lostinn yfir allri þeirri athygli sem hann hefur fengið í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, og víðar síðastliðinn sólarhring. Kona sem tapaði öðru heyrnartæki sínu í kvikmyndahúsinu í síðustu viku setti inn færslu á Facebook þar sem hún þakkaði Þorvaldi fyrir að hafa leitað uppi tækin – og raunar ekki hætt leitinni fyrr en tækið var fundið. Þorvaldur segist einungis hafa verið að vinna vinnuna sína. „Hún var náttúrulega alveg í uppnámi konan, hún var nýbúin að kaupa þetta skilst mér. Þetta kostar 200 þúsund krónur fyrir hvort eyra,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi.Bíóferðin næstum því sú langdýrasta Konan, Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, segir á síðu sinni að litlu hefði munað að bíóferðin hefði orðið sú dýrasta sem hún hefði farið í. Það hafi verið skjótum viðbrögðum og hjálpsemi húsvarðarins að þakka að svo hafi ekki farið. „Húsvörðurinn kom okkur til hjálpar og bauðst til að fara í alla ruslapoka sem voru fylltir þann daginn en þeir voru staðsettir í stórum gám fyrir utan. Við ætluðum nú ekki að láta manninn hafa svona mikið fyrir þessu en hann tók ekki í mál að gefast upp svo við skelltum okkur í sorpvinnu með tilheyrandi óþverrans lykt og allt það,“ segir Jóhanna á Facebook-síðu sinni. Þorvaldi segist ekki þykja þetta mikið tilkomumál. „Það var bara svo heppilegt að það var nýbúið að tæma ruslagáminn þannig að við rifum pokana bara upp, vorum svo sem ekki lengi að því, 20 til 30 mínútur kannski. En ég sagði við hana að þarna hefðum við haft um tíu þúsund krónur í kaup á mínútuna við að leita að tækinu,“ segir hann.Bíógestir ganga illa um Aðspurður segir Þorvaldur það algengt að hlutir týnist í byggingunni, enda fari margt fólk þar í gegn daglega. Hins vegar hafi þetta líklega verið með dýrari hlutum sem hafi týnst. „Sem betur fer skila sér flestir hlutir, sumir þó ekki, sem er leiðinlegt. En við höfum verið að fá til okkar í óskilamuni tölvur og allavega græjur frá nemendum háskólans.“ Hann tekur það fram að gengið sé illa um húsið. „Íslendingar ganga svo illa um að það er oft með ólíkindum að koma inn í salinn, sérstaklega þegar það eru frumsýningar og annað. Það er öllu hent á gólfið. Fólkið sem þrífur hér kemur oft með mjög mikið af óskilamunum til baka, en svona litlir hlutir eins og heyrnartækið fara bara með poppinu þegar það er sópað upp. Þetta er auðvitað bara tilfelli þar sem hún missir á gólfið, en ég er ekki að gera samanburð þarna á milli,“ segir Þorvaldur. „Þetta er stærsti og flottasti skemmtistaður fyrir vestan læk,“ segir Þorvaldur glaður í bragði og hvetur í leiðinni fólk til að ganga betur um og henda í ruslaföturnar.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira