Húsvörðurinn í Háskólabíói segist einungis hafa verið að vinna vinnuna sína sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2016 00:00 Viðbrögðin komu á óvart, segir Þorvaldur Hilmar Kolbeins. vísir/stefán Þorvaldur Hilmar Kolbeins, húsvörður í Háskólabíói, segist furðu lostinn yfir allri þeirri athygli sem hann hefur fengið í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, og víðar síðastliðinn sólarhring. Kona sem tapaði öðru heyrnartæki sínu í kvikmyndahúsinu í síðustu viku setti inn færslu á Facebook þar sem hún þakkaði Þorvaldi fyrir að hafa leitað uppi tækin – og raunar ekki hætt leitinni fyrr en tækið var fundið. Þorvaldur segist einungis hafa verið að vinna vinnuna sína. „Hún var náttúrulega alveg í uppnámi konan, hún var nýbúin að kaupa þetta skilst mér. Þetta kostar 200 þúsund krónur fyrir hvort eyra,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi.Bíóferðin næstum því sú langdýrasta Konan, Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, segir á síðu sinni að litlu hefði munað að bíóferðin hefði orðið sú dýrasta sem hún hefði farið í. Það hafi verið skjótum viðbrögðum og hjálpsemi húsvarðarins að þakka að svo hafi ekki farið. „Húsvörðurinn kom okkur til hjálpar og bauðst til að fara í alla ruslapoka sem voru fylltir þann daginn en þeir voru staðsettir í stórum gám fyrir utan. Við ætluðum nú ekki að láta manninn hafa svona mikið fyrir þessu en hann tók ekki í mál að gefast upp svo við skelltum okkur í sorpvinnu með tilheyrandi óþverrans lykt og allt það,“ segir Jóhanna á Facebook-síðu sinni. Þorvaldi segist ekki þykja þetta mikið tilkomumál. „Það var bara svo heppilegt að það var nýbúið að tæma ruslagáminn þannig að við rifum pokana bara upp, vorum svo sem ekki lengi að því, 20 til 30 mínútur kannski. En ég sagði við hana að þarna hefðum við haft um tíu þúsund krónur í kaup á mínútuna við að leita að tækinu,“ segir hann.Bíógestir ganga illa um Aðspurður segir Þorvaldur það algengt að hlutir týnist í byggingunni, enda fari margt fólk þar í gegn daglega. Hins vegar hafi þetta líklega verið með dýrari hlutum sem hafi týnst. „Sem betur fer skila sér flestir hlutir, sumir þó ekki, sem er leiðinlegt. En við höfum verið að fá til okkar í óskilamuni tölvur og allavega græjur frá nemendum háskólans.“ Hann tekur það fram að gengið sé illa um húsið. „Íslendingar ganga svo illa um að það er oft með ólíkindum að koma inn í salinn, sérstaklega þegar það eru frumsýningar og annað. Það er öllu hent á gólfið. Fólkið sem þrífur hér kemur oft með mjög mikið af óskilamunum til baka, en svona litlir hlutir eins og heyrnartækið fara bara með poppinu þegar það er sópað upp. Þetta er auðvitað bara tilfelli þar sem hún missir á gólfið, en ég er ekki að gera samanburð þarna á milli,“ segir Þorvaldur. „Þetta er stærsti og flottasti skemmtistaður fyrir vestan læk,“ segir Þorvaldur glaður í bragði og hvetur í leiðinni fólk til að ganga betur um og henda í ruslaföturnar. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Þorvaldur Hilmar Kolbeins, húsvörður í Háskólabíói, segist furðu lostinn yfir allri þeirri athygli sem hann hefur fengið í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, og víðar síðastliðinn sólarhring. Kona sem tapaði öðru heyrnartæki sínu í kvikmyndahúsinu í síðustu viku setti inn færslu á Facebook þar sem hún þakkaði Þorvaldi fyrir að hafa leitað uppi tækin – og raunar ekki hætt leitinni fyrr en tækið var fundið. Þorvaldur segist einungis hafa verið að vinna vinnuna sína. „Hún var náttúrulega alveg í uppnámi konan, hún var nýbúin að kaupa þetta skilst mér. Þetta kostar 200 þúsund krónur fyrir hvort eyra,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi.Bíóferðin næstum því sú langdýrasta Konan, Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, segir á síðu sinni að litlu hefði munað að bíóferðin hefði orðið sú dýrasta sem hún hefði farið í. Það hafi verið skjótum viðbrögðum og hjálpsemi húsvarðarins að þakka að svo hafi ekki farið. „Húsvörðurinn kom okkur til hjálpar og bauðst til að fara í alla ruslapoka sem voru fylltir þann daginn en þeir voru staðsettir í stórum gám fyrir utan. Við ætluðum nú ekki að láta manninn hafa svona mikið fyrir þessu en hann tók ekki í mál að gefast upp svo við skelltum okkur í sorpvinnu með tilheyrandi óþverrans lykt og allt það,“ segir Jóhanna á Facebook-síðu sinni. Þorvaldi segist ekki þykja þetta mikið tilkomumál. „Það var bara svo heppilegt að það var nýbúið að tæma ruslagáminn þannig að við rifum pokana bara upp, vorum svo sem ekki lengi að því, 20 til 30 mínútur kannski. En ég sagði við hana að þarna hefðum við haft um tíu þúsund krónur í kaup á mínútuna við að leita að tækinu,“ segir hann.Bíógestir ganga illa um Aðspurður segir Þorvaldur það algengt að hlutir týnist í byggingunni, enda fari margt fólk þar í gegn daglega. Hins vegar hafi þetta líklega verið með dýrari hlutum sem hafi týnst. „Sem betur fer skila sér flestir hlutir, sumir þó ekki, sem er leiðinlegt. En við höfum verið að fá til okkar í óskilamuni tölvur og allavega græjur frá nemendum háskólans.“ Hann tekur það fram að gengið sé illa um húsið. „Íslendingar ganga svo illa um að það er oft með ólíkindum að koma inn í salinn, sérstaklega þegar það eru frumsýningar og annað. Það er öllu hent á gólfið. Fólkið sem þrífur hér kemur oft með mjög mikið af óskilamunum til baka, en svona litlir hlutir eins og heyrnartækið fara bara með poppinu þegar það er sópað upp. Þetta er auðvitað bara tilfelli þar sem hún missir á gólfið, en ég er ekki að gera samanburð þarna á milli,“ segir Þorvaldur. „Þetta er stærsti og flottasti skemmtistaður fyrir vestan læk,“ segir Þorvaldur glaður í bragði og hvetur í leiðinni fólk til að ganga betur um og henda í ruslaföturnar.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira