Lögga hætti og rannsókn á vinnuslysi fjórtán ára barns dagaði uppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2016 14:19 Slysið varð á fiskvinnslustöð í Vestmannaeyjum. Vísir/GVA Lögreglan í Vestmannaeyjum felldi í mars síðastliðnum niður mál á hendur fiskvinnslustöðinni Godthaab í Nöf í bænum sem gerst hafði uppvíst að brotum á vinnuverndarlöggjöfinni. Fjórtán ára drengur var látinn vinna við hættulega vél, á tólf tíma vöktum og í næturvinnu en drengurinn lenti í vinnuslysi á vaktinni þar sem hann missti fingur og framan af öðrum fingri og hlaut varanlega örorku. Mál sem varða brot á vinnuverndarlöggjöfinni fyrnast á tveimur árum. Slysið varð þann 24. júlí sumarið 2011 þegar drengurinn festi hægri hönd sína í marningsvél. Samstarfsmaður hans náði að stöðva vélina áður en verr fór. Var hann fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum og í framhaldinu til rannsókna á Landspítalann í Reykjavík.Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.Getur haft alvarlegar afleiðingar Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir grafalvarlegt að svona mál dagi uppi. Hann þekki ekki hvernig mál þessa drengs fór nákvæmlega en þetta geti haft varanlegan vanda í för með sér fyrir drenginn þegar kemur að honum að sækja sinn bótarétt vegna slyssins. „Hin hliðin er svo auðvitað að brotaaðilinn kemst upp með þetta án þess að þurfa að bera af því nokkurn skaða.“ Í harðrorði tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands segir að brot á vinnuverndarlöggjöfinni virðast hafa lítið vægi hjá lögregluembættum landsins, jafnvel þó um vítaverð brot gegn barni sé að ræða eins og í þessu tilfelli. Fiskvinnslufyrirtækið hafi brotið gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð um vinnu barna og unglinga. Einar Bjarnason, skrifstofustjóri hjá Godhaab í Nöf, segir málið hafa verið leyst þannig hjá fyrirtækinu að tryggingafélag þeirra hafi tekið við því. Drengurinn sé enn að störfum hjá fiskvinnslunni. „Þetta var bara leyst eins farsællega og hægt var, að því er við best vitum. Þetta var hörmulegur atburður og fékk á mjög marga.“Úr fiskvinnslu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/EgillLöggan hætti og rannsókn dagaði uppi Slysið var rannsakað fram til ársins 2012 þegar starfsmaðurinn sem sá um málið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum hætti störfum. Þar með stöðvaðist framgangur málsins að því er fram kemur í tilkynningu ASÍ. „Þar sem refsingar vegna brota á vinnuverndarlöggjöfinni varða eingöngu sektum þá fyrnast slík mál á aðeins tveimur árum. Af þessum sökum felldi lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum málið niður með bréfi dagsettu 9. mars 2016. Eftir situr einstaklingur sem varð fyrir vinnuslysi þar sem hann starfaði við aðstæður sem voru vítaverðar þegar barn á í hlut.“ ASÍ segir þetta mál alls ekkert einsdæmi. Kærur Vinnueftirlits ríkisins lendi gjarnan neðarlega á forangslista lögreglu, m.a. vegna þess hversu vægar refsingarnar eru. „Til að koma í veg fyrir að þetta gerist þarf því að herða refsirammann og kveða á um að brot á vinnuverndarlöggjöfinni varði a.m.k. sektum eða 2 ára fangelsisvist, en við það lengist fyrningarfrestur slíkra mála í 5 ár.“Fréttin var uppfærð klukkan 14:47 með viðtali við skrifstofustjóra Godthaab í Nöf. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum felldi í mars síðastliðnum niður mál á hendur fiskvinnslustöðinni Godthaab í Nöf í bænum sem gerst hafði uppvíst að brotum á vinnuverndarlöggjöfinni. Fjórtán ára drengur var látinn vinna við hættulega vél, á tólf tíma vöktum og í næturvinnu en drengurinn lenti í vinnuslysi á vaktinni þar sem hann missti fingur og framan af öðrum fingri og hlaut varanlega örorku. Mál sem varða brot á vinnuverndarlöggjöfinni fyrnast á tveimur árum. Slysið varð þann 24. júlí sumarið 2011 þegar drengurinn festi hægri hönd sína í marningsvél. Samstarfsmaður hans náði að stöðva vélina áður en verr fór. Var hann fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum og í framhaldinu til rannsókna á Landspítalann í Reykjavík.Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.Getur haft alvarlegar afleiðingar Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir grafalvarlegt að svona mál dagi uppi. Hann þekki ekki hvernig mál þessa drengs fór nákvæmlega en þetta geti haft varanlegan vanda í för með sér fyrir drenginn þegar kemur að honum að sækja sinn bótarétt vegna slyssins. „Hin hliðin er svo auðvitað að brotaaðilinn kemst upp með þetta án þess að þurfa að bera af því nokkurn skaða.“ Í harðrorði tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands segir að brot á vinnuverndarlöggjöfinni virðast hafa lítið vægi hjá lögregluembættum landsins, jafnvel þó um vítaverð brot gegn barni sé að ræða eins og í þessu tilfelli. Fiskvinnslufyrirtækið hafi brotið gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð um vinnu barna og unglinga. Einar Bjarnason, skrifstofustjóri hjá Godhaab í Nöf, segir málið hafa verið leyst þannig hjá fyrirtækinu að tryggingafélag þeirra hafi tekið við því. Drengurinn sé enn að störfum hjá fiskvinnslunni. „Þetta var bara leyst eins farsællega og hægt var, að því er við best vitum. Þetta var hörmulegur atburður og fékk á mjög marga.“Úr fiskvinnslu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/EgillLöggan hætti og rannsókn dagaði uppi Slysið var rannsakað fram til ársins 2012 þegar starfsmaðurinn sem sá um málið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum hætti störfum. Þar með stöðvaðist framgangur málsins að því er fram kemur í tilkynningu ASÍ. „Þar sem refsingar vegna brota á vinnuverndarlöggjöfinni varða eingöngu sektum þá fyrnast slík mál á aðeins tveimur árum. Af þessum sökum felldi lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum málið niður með bréfi dagsettu 9. mars 2016. Eftir situr einstaklingur sem varð fyrir vinnuslysi þar sem hann starfaði við aðstæður sem voru vítaverðar þegar barn á í hlut.“ ASÍ segir þetta mál alls ekkert einsdæmi. Kærur Vinnueftirlits ríkisins lendi gjarnan neðarlega á forangslista lögreglu, m.a. vegna þess hversu vægar refsingarnar eru. „Til að koma í veg fyrir að þetta gerist þarf því að herða refsirammann og kveða á um að brot á vinnuverndarlöggjöfinni varði a.m.k. sektum eða 2 ára fangelsisvist, en við það lengist fyrningarfrestur slíkra mála í 5 ár.“Fréttin var uppfærð klukkan 14:47 með viðtali við skrifstofustjóra Godthaab í Nöf.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira