Lífið

Settu af stað hreinsunarátak í Árbænum

Efri röð: Fjóla, Freyja Dís og Hekla. Neðri röð: Ásgerður og Erna.
Efri röð: Fjóla, Freyja Dís og Hekla. Neðri röð: Ásgerður og Erna. Vísir/Stefán
Þær Freyja Dís, Hekla Soffía, Erna Þórey, Þorgerður og Fjóla Ösp eru á aldrinum níu til ellefu ára og eiga heima í Árbæjarhverfi. Einn daginn eftir að snjórinn hvarf fylltust þær eldmóði og fóru í hreinsunarátak þar.

Hvernig kom það til? Okkur fannst svo mikið rusl fyrir framan húsin þannig að við ákváðum að fara að tína það.



Hvaða áhöld notuðuð þið? Bara poka og hanska.



Hreinsuðuð þið stórt svæði? Við tíndum rusl frá Hraunbænum og alveg að Dísarási.

Var mikill munur að sjá hverfið á eftir? Já, en okkur fannst samt að það þyrfti að hreinsa það betur svo við ákváðum að gera miða í tölvunni til að biðja fleiri að tína rusl. Svo hengdum við miðana á ljósastaura og svoleiðis.





Sýnishorn af miðunum sem stelpurnar festu á staura.
Hvað settuð þið upp miða á mörgum stöðum? Svona 20.

Hvernig gekk að festa þá? Bara vel, það voru samt unglingar sem tóku einhverja niður.

En tóku einhverjir ábendingar ykkar til greina? Já, nokkrir, hefðum samt viljað fá fleiri.

Sjáið þið fyrir ykkur að fara einhvern tíma í svona átak aftur? Já, við ætlum að gera þetta aftur næsta ár og bara á hverju vori.

Eruð þið mikið úti við? Já, oft, förum í útileiki og svona.

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×