Sport

Freydís Halla þrefaldur Íslandsmeistari á skíðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freydís Halla Einarsdóttir.
Freydís Halla Einarsdóttir. Mynd/Skíðasamband Íslands
Freydís Halla Einarsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson urðu í dag Íslandsmeistarar í stórsvigi á Skíðamóti Íslands en keppt var í Skálafelli.

Freydís Halla Einarsdóttir varð því þrefaldur Íslandsmeistari um helgina, því hún fékk gull í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni.  Hún vann svigið fyrr í dag.

Alpatvíkeppnin er samanlagður árangur í svigi og stórsvigi. María Guðmundsdóttir endaði í öðru sæti eftir að hafa verið í því þriðja eftir fyrri ferðina, en hún náði silfrinu með góðri seinni ferð.

Í karlaflokki sigraði Einar Kristinn Kristgeirsson en þetta var fjórða Íslandsmeistaratitill Einars í röð í stórsvigi.

Einar var einungis 43/100 úr sekúndu á undan Sturla Snæ eftir fyrri ferð en gerði engin mistök í seinni ferðinni á meðan að Sturla Snær náði ekki að ljúka seinni ferðinni.

Einar Kristinn endaði því með að vinna með þægilegum mun eða 2,07 sekúndum á undan Magnúsi Finnssyni.

Eftir erfiða byrjun á mótahaldi í alpagreinum var dagurinn í dag virkilega góður og gekk mótahald vel. Í ljósi frestunar á fyrstu tveimur keppnisdögunum var ákveðið að fella niður keppni í samhliðasvigi þetta árið á Skíðamóti Íslands.

Úrslit í stórsvigi kvenna

1. Freydís Halla Einarsdóttir

2. María Guðmundsdóttir

3. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir

Úrslit í stórsvigi karla

1. Einar Kristinn Kristgeirsson

2. Magnús Finnsson

3. Kristinn Logi Auðunsson

Einar Kristinn Kristgeirsson.Mynd/Skíðasamband Íslands

Tengdar fréttir

Elsa Guðrín og Sævar Íslandsmeistarar í hefðbundinni göngu

Sævar Birgisson og Elsa Guðrún Jónsdóttir sigruðu og urðu Íslandsmeistarar í göngu með hefðbundinni aðferð. Segja má að sigurinn hafi aldrei verið í hættu hjá hvorugu þeirra en þau sýndu bæði mikla yfirburði í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×