Rifist um stólana á Kaffistofu Samhjálpar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. mars 2016 19:15 Starfsfólk Kaffistofu Samhjálpar segir ásókn þangað hafa margfaldast á undanförnum mánuðum og að starfsemin sé nú komin að þolmörkum. Verkefnastjóri þar gagnrýnir úrræðaleysi stjórnvalda en um áttatíu prósent þeirra sem leita á Kaffistofuna eru útlendingar. Kaffistofan býður upp á morgunhressingu og heitan mat í hádeginu en aldrei hafa fleiri leitað þangað. Ljóst er að brýn þörf er á húsnæði fyrir heimilislausa eftir að Dagsetrið lokaði í ágúst en Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, sagði í viðtali í Morgunblaðinu í dag að ástandið væri mjög slæmt. Bjarni Alfreðsson verkefnastjóri Kaffistofunnar tekur í sama streng. „Það eru fleiri sem bíða þegar við opnum og það er setið á hverju einasta borði allan daginn. Þegar það kemur að heita matnum þá er bara röð hérna út úr dyrum og rifist um stólana eins og í hádeginu í gær. Bara á mánudaginn komu 212 manns í heita matinn. Það er fyrir utan einhverja hundrað sem komu í kaffi og hitt. Þannig þetta hafa verið vel á fjórða hundrað manns á mánudaginn,“ segir Bjarni en pláss er fyrir um áttatíu sitjandi í húsnæðinu. Þá segir hann fólk koma í verra ástandi en fyrr sem geri starfsfólki erfitt fyrir. „Atvikin hafa verið þannig að það var maður skorinn hér á háls í eitt skipti. Sem betur fer var það ekki alvarlegt, það var settur hnífur á hálsinn á honum, en það bjargaðist. Þá vöknuðum við upp við vondan draum. Ég veit ekki hversu oft sjúkrabíll og lögregla hafa verið kölluð hér á undanförnum vikum, oft á dag stundum.“ Bjarni segir það sameiginlega ábyrgð ríkis og borgar að heimilislausir hafi húsaskjól yfir daginn. Finna verði lausn á húsnæðisvandanum. „Þessir einstaklingar þetta eru ekki bara Reykvíkingar. Þetta kemur úr öllum bæjarfélögum, og öllum heiminum orðið. Þess vegna finnst mér ekki að Reykjavíkurborg eigi að vera ein ábyrg fyrir þessu. Eins og þetta er núna þá held ég að Íslendingarnir séu um tuttugu prósent. Það séu áttatíu prósent erlendir sem koma hingað,“ segor Bjarni. Starfsfólk Kaffistofunnar sjái ekki fram á aðra lausn en að stytta opnunartímann og byrja að vísa fólki frá. „Við byrjum náttúrlega á að stytta opnunartímann og flokka úr, sem er óskaplega leiðinlegt að þurfa að gera í eldhúsi sem er gefið út fyrir að líkna og hjálpa,“ segir Bjarni. Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Starfsfólk Kaffistofu Samhjálpar segir ásókn þangað hafa margfaldast á undanförnum mánuðum og að starfsemin sé nú komin að þolmörkum. Verkefnastjóri þar gagnrýnir úrræðaleysi stjórnvalda en um áttatíu prósent þeirra sem leita á Kaffistofuna eru útlendingar. Kaffistofan býður upp á morgunhressingu og heitan mat í hádeginu en aldrei hafa fleiri leitað þangað. Ljóst er að brýn þörf er á húsnæði fyrir heimilislausa eftir að Dagsetrið lokaði í ágúst en Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, sagði í viðtali í Morgunblaðinu í dag að ástandið væri mjög slæmt. Bjarni Alfreðsson verkefnastjóri Kaffistofunnar tekur í sama streng. „Það eru fleiri sem bíða þegar við opnum og það er setið á hverju einasta borði allan daginn. Þegar það kemur að heita matnum þá er bara röð hérna út úr dyrum og rifist um stólana eins og í hádeginu í gær. Bara á mánudaginn komu 212 manns í heita matinn. Það er fyrir utan einhverja hundrað sem komu í kaffi og hitt. Þannig þetta hafa verið vel á fjórða hundrað manns á mánudaginn,“ segir Bjarni en pláss er fyrir um áttatíu sitjandi í húsnæðinu. Þá segir hann fólk koma í verra ástandi en fyrr sem geri starfsfólki erfitt fyrir. „Atvikin hafa verið þannig að það var maður skorinn hér á háls í eitt skipti. Sem betur fer var það ekki alvarlegt, það var settur hnífur á hálsinn á honum, en það bjargaðist. Þá vöknuðum við upp við vondan draum. Ég veit ekki hversu oft sjúkrabíll og lögregla hafa verið kölluð hér á undanförnum vikum, oft á dag stundum.“ Bjarni segir það sameiginlega ábyrgð ríkis og borgar að heimilislausir hafi húsaskjól yfir daginn. Finna verði lausn á húsnæðisvandanum. „Þessir einstaklingar þetta eru ekki bara Reykvíkingar. Þetta kemur úr öllum bæjarfélögum, og öllum heiminum orðið. Þess vegna finnst mér ekki að Reykjavíkurborg eigi að vera ein ábyrg fyrir þessu. Eins og þetta er núna þá held ég að Íslendingarnir séu um tuttugu prósent. Það séu áttatíu prósent erlendir sem koma hingað,“ segor Bjarni. Starfsfólk Kaffistofunnar sjái ekki fram á aðra lausn en að stytta opnunartímann og byrja að vísa fólki frá. „Við byrjum náttúrlega á að stytta opnunartímann og flokka úr, sem er óskaplega leiðinlegt að þurfa að gera í eldhúsi sem er gefið út fyrir að líkna og hjálpa,“ segir Bjarni.
Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira