340 þúsund króna útgjöld á rúmu ári Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. mars 2016 20:45 Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á Íslandi hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og greiða sjúklingar nú 20 prósent af öllum heilbrigðisútgjöldum. Kona sem nýlega gekk í gegnum krabbameinsmeðferð greiddi þrjúhundruð og fjörtíu þúsund krónur á rúmu ári vegna meðferðarinnar. Í skýrslu ASÍ um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu sem kom út í dag kemur fram að heilbrigðisútgjöld heilmila hafi vaxið mun hraðar en útgjöld hins opinbera undanfarna áratugi. Auknum beinum útgjöldum sjúklinga fylgir sú hætta að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa, en samkvæmt nýjum tölum Eurostat hafa um þrjú prósent Íslendinga ekki sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en innan við 0,5 prósent á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslunni eru tekin raunveruleg dæmi um kostnaðarþátttöku sjúklinga á síðustu árum sem hleypur í mörgum tilfellum á hundruð þúsunda. Það þekkir Ingveldur Geirsdóttir af eigin raun en hún greindist með brjóstakrabbamein síðla árs 2014. „Þegar ég tók saman nú nýverið það sem ég er búin að greiða á tæpu einu og hálfu ári, nánast bara árið 2015, það eru 340 þúsund. Eingöngu sú þjónusta sem ég þurfti að sækja á Landspítalann. Það eru læknisheimsóknir, rannsóknir og sjúkraþjálfun. Þegar maður fór að taka þetta saman þá kom upphæðin á óvart. Maður er alin upp við það að hér sé ókeypis heilbrigðisþjónusta, eða svona nánast, en svo kemur í ljós að svo er ekki,“ segir Ingveldur. Ekkert raunverulegt þak er á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins og því eru fjárhagsáhyggjur oft fylgifiskur alvarlegra veikinda. Ingveldur segir það ekki í lagi. Nauðsynlegt sé að setja þak á kostnað sjúklinga. „Ég er ekki búin. Ég er ennþá í eftirliti og á eftir að fara í brjóstauppbyggingu sem er heljarinnar aðgerð og það er ýmislegt annað sem á eftir að koma inn í. Ég gerði ráð fyrir að þurfa að borga eitthvað, sem er alveg eðlilegt, en ekki svona mikið. Þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein á eftir mér eiga ekki að þurfa að greiða þessa upphæð,“ segir Ingveldur Geirsdóttir. Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á Íslandi hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og greiða sjúklingar nú 20 prósent af öllum heilbrigðisútgjöldum. Kona sem nýlega gekk í gegnum krabbameinsmeðferð greiddi þrjúhundruð og fjörtíu þúsund krónur á rúmu ári vegna meðferðarinnar. Í skýrslu ASÍ um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu sem kom út í dag kemur fram að heilbrigðisútgjöld heilmila hafi vaxið mun hraðar en útgjöld hins opinbera undanfarna áratugi. Auknum beinum útgjöldum sjúklinga fylgir sú hætta að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa, en samkvæmt nýjum tölum Eurostat hafa um þrjú prósent Íslendinga ekki sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en innan við 0,5 prósent á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslunni eru tekin raunveruleg dæmi um kostnaðarþátttöku sjúklinga á síðustu árum sem hleypur í mörgum tilfellum á hundruð þúsunda. Það þekkir Ingveldur Geirsdóttir af eigin raun en hún greindist með brjóstakrabbamein síðla árs 2014. „Þegar ég tók saman nú nýverið það sem ég er búin að greiða á tæpu einu og hálfu ári, nánast bara árið 2015, það eru 340 þúsund. Eingöngu sú þjónusta sem ég þurfti að sækja á Landspítalann. Það eru læknisheimsóknir, rannsóknir og sjúkraþjálfun. Þegar maður fór að taka þetta saman þá kom upphæðin á óvart. Maður er alin upp við það að hér sé ókeypis heilbrigðisþjónusta, eða svona nánast, en svo kemur í ljós að svo er ekki,“ segir Ingveldur. Ekkert raunverulegt þak er á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins og því eru fjárhagsáhyggjur oft fylgifiskur alvarlegra veikinda. Ingveldur segir það ekki í lagi. Nauðsynlegt sé að setja þak á kostnað sjúklinga. „Ég er ekki búin. Ég er ennþá í eftirliti og á eftir að fara í brjóstauppbyggingu sem er heljarinnar aðgerð og það er ýmislegt annað sem á eftir að koma inn í. Ég gerði ráð fyrir að þurfa að borga eitthvað, sem er alveg eðlilegt, en ekki svona mikið. Þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein á eftir mér eiga ekki að þurfa að greiða þessa upphæð,“ segir Ingveldur Geirsdóttir.
Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira