340 þúsund króna útgjöld á rúmu ári Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. mars 2016 20:45 Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á Íslandi hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og greiða sjúklingar nú 20 prósent af öllum heilbrigðisútgjöldum. Kona sem nýlega gekk í gegnum krabbameinsmeðferð greiddi þrjúhundruð og fjörtíu þúsund krónur á rúmu ári vegna meðferðarinnar. Í skýrslu ASÍ um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu sem kom út í dag kemur fram að heilbrigðisútgjöld heilmila hafi vaxið mun hraðar en útgjöld hins opinbera undanfarna áratugi. Auknum beinum útgjöldum sjúklinga fylgir sú hætta að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa, en samkvæmt nýjum tölum Eurostat hafa um þrjú prósent Íslendinga ekki sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en innan við 0,5 prósent á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslunni eru tekin raunveruleg dæmi um kostnaðarþátttöku sjúklinga á síðustu árum sem hleypur í mörgum tilfellum á hundruð þúsunda. Það þekkir Ingveldur Geirsdóttir af eigin raun en hún greindist með brjóstakrabbamein síðla árs 2014. „Þegar ég tók saman nú nýverið það sem ég er búin að greiða á tæpu einu og hálfu ári, nánast bara árið 2015, það eru 340 þúsund. Eingöngu sú þjónusta sem ég þurfti að sækja á Landspítalann. Það eru læknisheimsóknir, rannsóknir og sjúkraþjálfun. Þegar maður fór að taka þetta saman þá kom upphæðin á óvart. Maður er alin upp við það að hér sé ókeypis heilbrigðisþjónusta, eða svona nánast, en svo kemur í ljós að svo er ekki,“ segir Ingveldur. Ekkert raunverulegt þak er á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins og því eru fjárhagsáhyggjur oft fylgifiskur alvarlegra veikinda. Ingveldur segir það ekki í lagi. Nauðsynlegt sé að setja þak á kostnað sjúklinga. „Ég er ekki búin. Ég er ennþá í eftirliti og á eftir að fara í brjóstauppbyggingu sem er heljarinnar aðgerð og það er ýmislegt annað sem á eftir að koma inn í. Ég gerði ráð fyrir að þurfa að borga eitthvað, sem er alveg eðlilegt, en ekki svona mikið. Þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein á eftir mér eiga ekki að þurfa að greiða þessa upphæð,“ segir Ingveldur Geirsdóttir. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á Íslandi hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og greiða sjúklingar nú 20 prósent af öllum heilbrigðisútgjöldum. Kona sem nýlega gekk í gegnum krabbameinsmeðferð greiddi þrjúhundruð og fjörtíu þúsund krónur á rúmu ári vegna meðferðarinnar. Í skýrslu ASÍ um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu sem kom út í dag kemur fram að heilbrigðisútgjöld heilmila hafi vaxið mun hraðar en útgjöld hins opinbera undanfarna áratugi. Auknum beinum útgjöldum sjúklinga fylgir sú hætta að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa, en samkvæmt nýjum tölum Eurostat hafa um þrjú prósent Íslendinga ekki sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en innan við 0,5 prósent á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslunni eru tekin raunveruleg dæmi um kostnaðarþátttöku sjúklinga á síðustu árum sem hleypur í mörgum tilfellum á hundruð þúsunda. Það þekkir Ingveldur Geirsdóttir af eigin raun en hún greindist með brjóstakrabbamein síðla árs 2014. „Þegar ég tók saman nú nýverið það sem ég er búin að greiða á tæpu einu og hálfu ári, nánast bara árið 2015, það eru 340 þúsund. Eingöngu sú þjónusta sem ég þurfti að sækja á Landspítalann. Það eru læknisheimsóknir, rannsóknir og sjúkraþjálfun. Þegar maður fór að taka þetta saman þá kom upphæðin á óvart. Maður er alin upp við það að hér sé ókeypis heilbrigðisþjónusta, eða svona nánast, en svo kemur í ljós að svo er ekki,“ segir Ingveldur. Ekkert raunverulegt þak er á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins og því eru fjárhagsáhyggjur oft fylgifiskur alvarlegra veikinda. Ingveldur segir það ekki í lagi. Nauðsynlegt sé að setja þak á kostnað sjúklinga. „Ég er ekki búin. Ég er ennþá í eftirliti og á eftir að fara í brjóstauppbyggingu sem er heljarinnar aðgerð og það er ýmislegt annað sem á eftir að koma inn í. Ég gerði ráð fyrir að þurfa að borga eitthvað, sem er alveg eðlilegt, en ekki svona mikið. Þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein á eftir mér eiga ekki að þurfa að greiða þessa upphæð,“ segir Ingveldur Geirsdóttir.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent