Halda í vonina en búa sig undir verkfall Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Hjúkrunar- og öldrunarheimilið Hlíð á Akureyri er einn þriggja stærstu vinnustaða sem yfirvofandi verkfall sjúkraliða myndi ná til. Að óbreyttu hefst verkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum næsta mánudag. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands kvaðst ekki bjartsýnn eftir fund í gær. Næsti fundur er fyrirhugaður á morgun. Undirbúningur hafinn á hjúkrunarheimilum. Visir/Heiða Kjaramál Hægur gangur eru í viðræðum samninganefnda Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara. „Ég er ekki bjartsýn,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, um stöðu viðræðnanna, eftir samningafund hjá ríkissáttasemjara í gær. „En við verðum bara að vona það besta.“ Næsti fundur í deilu sjúkraliða og sveitarfélaga er boðaður í fyrramálið. Sjúkraliðar hafa samþykkt verkfall frá og með næsta mánudegi, 4. apríl, takist samningar ekki. Verkfallið nær til sjúkraliða um allt land, utan Reykjavíkur, þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu staðirnir eru Hlíð á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði og Ísafold í Garðabæ.Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags ÍslandsHalldór Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, segir að þar á bæ, líkt og annars staðar, sé gert ráð fyrir að fólki auðnist að leysa þessi mál áður en komi til verkfalla. „Og það komi ekki til þess að þetta þurfi að bitna á þeim sem síst skyldi.“ Til vara segir Halldór svo að til reiðu séu undanþágulistar og vinnuáætlanir sem gripið verði til ef svo illa fari að til verkfalla þurfi að koma. „Síðan, eins og í öðrum tilfellum þar sem kemur til einhver skerðing á starfsemi í heilbrigðis- eða félagslegri þjónustu, er varaaflið fjölskyldur fólks. Og það kann auðvitað að koma til þess að við verðum að reiða okkur á stuðning aðstandenda.“ Gangur virðist betri í viðræðum samninganefnda hjúkrunarfræðinga og sveitarfélaga, en hjá sjúkraliðum. Í frétt af viðræðunum á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kemur fram að síðast hafi verið fundað á þriðjudag. „Góður gangur er í viðræðunum og munu samninganefndirnar hittast aftur í byrjun næstu viku,“ segir þar. Á þriðjudag liggur svo fyrir hvort félagar í níu félögum Bandalags háskólamanna (BHM) samþykkja eða hafna kjarasamningi sem gerður var við sveitarfélögin 21. mars síðastliðinn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Kjaramál Hægur gangur eru í viðræðum samninganefnda Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara. „Ég er ekki bjartsýn,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, um stöðu viðræðnanna, eftir samningafund hjá ríkissáttasemjara í gær. „En við verðum bara að vona það besta.“ Næsti fundur í deilu sjúkraliða og sveitarfélaga er boðaður í fyrramálið. Sjúkraliðar hafa samþykkt verkfall frá og með næsta mánudegi, 4. apríl, takist samningar ekki. Verkfallið nær til sjúkraliða um allt land, utan Reykjavíkur, þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu staðirnir eru Hlíð á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði og Ísafold í Garðabæ.Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags ÍslandsHalldór Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, segir að þar á bæ, líkt og annars staðar, sé gert ráð fyrir að fólki auðnist að leysa þessi mál áður en komi til verkfalla. „Og það komi ekki til þess að þetta þurfi að bitna á þeim sem síst skyldi.“ Til vara segir Halldór svo að til reiðu séu undanþágulistar og vinnuáætlanir sem gripið verði til ef svo illa fari að til verkfalla þurfi að koma. „Síðan, eins og í öðrum tilfellum þar sem kemur til einhver skerðing á starfsemi í heilbrigðis- eða félagslegri þjónustu, er varaaflið fjölskyldur fólks. Og það kann auðvitað að koma til þess að við verðum að reiða okkur á stuðning aðstandenda.“ Gangur virðist betri í viðræðum samninganefnda hjúkrunarfræðinga og sveitarfélaga, en hjá sjúkraliðum. Í frétt af viðræðunum á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kemur fram að síðast hafi verið fundað á þriðjudag. „Góður gangur er í viðræðunum og munu samninganefndirnar hittast aftur í byrjun næstu viku,“ segir þar. Á þriðjudag liggur svo fyrir hvort félagar í níu félögum Bandalags háskólamanna (BHM) samþykkja eða hafna kjarasamningi sem gerður var við sveitarfélögin 21. mars síðastliðinn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira