Halda í vonina en búa sig undir verkfall Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Hjúkrunar- og öldrunarheimilið Hlíð á Akureyri er einn þriggja stærstu vinnustaða sem yfirvofandi verkfall sjúkraliða myndi ná til. Að óbreyttu hefst verkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum næsta mánudag. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands kvaðst ekki bjartsýnn eftir fund í gær. Næsti fundur er fyrirhugaður á morgun. Undirbúningur hafinn á hjúkrunarheimilum. Visir/Heiða Kjaramál Hægur gangur eru í viðræðum samninganefnda Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara. „Ég er ekki bjartsýn,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, um stöðu viðræðnanna, eftir samningafund hjá ríkissáttasemjara í gær. „En við verðum bara að vona það besta.“ Næsti fundur í deilu sjúkraliða og sveitarfélaga er boðaður í fyrramálið. Sjúkraliðar hafa samþykkt verkfall frá og með næsta mánudegi, 4. apríl, takist samningar ekki. Verkfallið nær til sjúkraliða um allt land, utan Reykjavíkur, þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu staðirnir eru Hlíð á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði og Ísafold í Garðabæ.Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags ÍslandsHalldór Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, segir að þar á bæ, líkt og annars staðar, sé gert ráð fyrir að fólki auðnist að leysa þessi mál áður en komi til verkfalla. „Og það komi ekki til þess að þetta þurfi að bitna á þeim sem síst skyldi.“ Til vara segir Halldór svo að til reiðu séu undanþágulistar og vinnuáætlanir sem gripið verði til ef svo illa fari að til verkfalla þurfi að koma. „Síðan, eins og í öðrum tilfellum þar sem kemur til einhver skerðing á starfsemi í heilbrigðis- eða félagslegri þjónustu, er varaaflið fjölskyldur fólks. Og það kann auðvitað að koma til þess að við verðum að reiða okkur á stuðning aðstandenda.“ Gangur virðist betri í viðræðum samninganefnda hjúkrunarfræðinga og sveitarfélaga, en hjá sjúkraliðum. Í frétt af viðræðunum á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kemur fram að síðast hafi verið fundað á þriðjudag. „Góður gangur er í viðræðunum og munu samninganefndirnar hittast aftur í byrjun næstu viku,“ segir þar. Á þriðjudag liggur svo fyrir hvort félagar í níu félögum Bandalags háskólamanna (BHM) samþykkja eða hafna kjarasamningi sem gerður var við sveitarfélögin 21. mars síðastliðinn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Kjaramál Hægur gangur eru í viðræðum samninganefnda Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara. „Ég er ekki bjartsýn,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, um stöðu viðræðnanna, eftir samningafund hjá ríkissáttasemjara í gær. „En við verðum bara að vona það besta.“ Næsti fundur í deilu sjúkraliða og sveitarfélaga er boðaður í fyrramálið. Sjúkraliðar hafa samþykkt verkfall frá og með næsta mánudegi, 4. apríl, takist samningar ekki. Verkfallið nær til sjúkraliða um allt land, utan Reykjavíkur, þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu staðirnir eru Hlíð á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði og Ísafold í Garðabæ.Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags ÍslandsHalldór Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, segir að þar á bæ, líkt og annars staðar, sé gert ráð fyrir að fólki auðnist að leysa þessi mál áður en komi til verkfalla. „Og það komi ekki til þess að þetta þurfi að bitna á þeim sem síst skyldi.“ Til vara segir Halldór svo að til reiðu séu undanþágulistar og vinnuáætlanir sem gripið verði til ef svo illa fari að til verkfalla þurfi að koma. „Síðan, eins og í öðrum tilfellum þar sem kemur til einhver skerðing á starfsemi í heilbrigðis- eða félagslegri þjónustu, er varaaflið fjölskyldur fólks. Og það kann auðvitað að koma til þess að við verðum að reiða okkur á stuðning aðstandenda.“ Gangur virðist betri í viðræðum samninganefnda hjúkrunarfræðinga og sveitarfélaga, en hjá sjúkraliðum. Í frétt af viðræðunum á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kemur fram að síðast hafi verið fundað á þriðjudag. „Góður gangur er í viðræðunum og munu samninganefndirnar hittast aftur í byrjun næstu viku,“ segir þar. Á þriðjudag liggur svo fyrir hvort félagar í níu félögum Bandalags háskólamanna (BHM) samþykkja eða hafna kjarasamningi sem gerður var við sveitarfélögin 21. mars síðastliðinn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira