Innlent

52 prósent hlynnt staðgöngumæðrun

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Tæplega 52 prósent Íslendinga eru hlynnt því að leyfa staðgöngumæðrun hér á landi. 23 til 24 prósent eru andvíg. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Þá kemur fram að karlar eru hlynntari því en konur.

Rúmlega 56 prósent karla vilja leyfa staðgöngumæðrun en 47 til 48 prósent kvenna. Þá fækkar þeim sem hlynntir eru staðgöngumæðrun með hækkandi aldri.

Alls svöruðu 857 manns könnunninn, en hópurinn er úr Þjóðgátt Maskínu. Samkvæmt tilkynningu er það panelhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu.

Um 69 prósent fólks sem er yngra en 25 ára er hlynnt staðgöngumæðrun. Meðal 55 ára og eldri er hlutfallið 39 prósent. Þar að auki kemur fram í niðurstöðum Maskínu að fólk með háskólapróf sé síður hlynnt því að leyfa staðgöngumæðrun en fólk sem styttri skólagöngu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.