Innlent

Starfsfólk og gestur komu ungri konu til bjargar á American Bar

Birgir Olgeirsson skrifar
Starfsfólk American Bar í Austurstræti kallaði til lögreglu vegna málsins.
Starfsfólk American Bar í Austurstræti kallaði til lögreglu vegna málsins. Vísir
„Henni var náttúrlega bara hjálpað af mínum vaktstjóra og dyravörðum,“ segir Ingvar Svendsen, annar af eigendum American Bar í Austurstræti, um unga konu sem var komið til bjargar á staðnum aðfaranótt sunnudags.

Vilberg Sigurjónsson vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í dag en þar sagðist hann hafa komið að konunni á inni á karlaklósetti staðarins, séð að hún væri greinilega á röngum stað og ákveðið að tala við hana. „Fimm mínútum síðar lyppast hún niður og virðist undir áhrifum sterkra lyfja,“ segir Vilberg á Facebook en hann segist hafa tekið hana undir arminn og kallað eftir aðstoð dyravarða.

Ingvar segir dyraverði og vaktstjóra á American Bar hafa farið með konuna á bak við barinn hlúð að henni þar þangað til lögreglan kom á vettvang.

Segir Ingvar starfsfólk sitt hafa einnig athugað með líðan konunnar í gær en hann segir það vera skýra stefnu á staðnum að tryggja öryggi gesta og koma þeim til hjálpar ef grunur leikur á að ekki sé allt með felldu. 

Sorgarsaga úr miðbænum!Aðfaranótt sunnudags fór ég út á lífið með félögum mínum á American Bar í Austurstræti. Síðar...

Posted by Vilberg Sigurjonsson on Sunday, March 20, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×