Innlent

Handtóku hælisleitanda sem hótaði að kveikja í sér

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hælisleitandinn var handtekinn og færður á lögreglustöð.
Hælisleitandinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Vísir/GVA
Rétt fyrir klukkan 15 í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hafði hellt yfir sig bensíni og hótað að kveikja í sér. Þá hafði hann einnig hellt bensíni yfir útidyrahurð að gistiheimili og hótaði að kveikja í henni.

Að því er fram kemur í dagbók lögreglu mun maðurinn vera hælisleitandi sem hafði verið vísa út af gistiheimilinu. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×