Jafnréttisstýra biður um skýringar ráðherra Svavar Hávarðsson skrifar 23. mars 2016 07:00 Málið varðar rétt umgengnisforeldra beint - sem eru 90% karlar. vísir/heiða Jafnréttisstofa mun kalla eftir skýringum frá stjórnvöldum á skipan Ólafar Nordal innanríkisráðherra í verkefnisstjórn þriggja ráðuneyta sem fjallar um hvaða laga- og reglugerðarbreytingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að lögfesta ákvæði í barnalög um skipta búsetu barns. Fjórir skipa nefndina; þrjár konur og einn karl sem er ekki í anda jafnréttislaga. Málið varðar ekki síst réttindi umgengnisforeldra þar sem tæp 90 prósent eru karlar. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir það skýrt markmið jafnréttislaga að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. „Opinberir aðilar eiga að sjálfsögðu að ganga á undan með góðu fordæmi. Samkvæmt 15. grein jafnréttislaga ber að tilnefna bæði karl og konu. Það er svo þess sem endanlega skipar viðkomandi nefnd að sjá til þess að hún sé rétt skipuð nema að hlutlægar ástæður liggi fyrir skipaninni, til dæmis sérstök sérfræðiþekking. Það er þó erfitt að sjá að það gildi í þessu tilviki en Jafnréttisstofa mun að sjálfsögðu kalla eftir skýringum á þessari skipan mála,“ segir Kristín.Kristín ÁstgeirsdóttirSpurð hvort skýringin á skipan nefndarinnar með ójöfnum kynjahlutföllum eigi mögulega rætur að rekja í hugsanlegan mun á skipan stjórnar, nefndar eða verkefnisstjórnar í lögum, svarar Kristín að hún fái ekki séð mun þar á. „Það eru auðvitað vonbrigði að sjá skipan eins og þessa sem virðist ónauðsynleg. Ráðuneytin þurfa að vera betur vakandi en það er sem betur fer undantekning að sjá svona dæmi,“ segir Kristín. Verkefnisstjórnin hefur hafið störf. Forsagan er sú að 1. september kom út skýrsla innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Skýrslan var unnin í kjölfar ályktunar Alþingis um að fela innanríkisráðherra að kanna með hvaða leiðum megi jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns. Niðurstaða starfshópsins var að í ýmsum gildandi lögum, reglugerðum og reglum sé bersýnilega aðstöðumunur milli foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna og ala þau upp á tveimur heimilum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Jafnréttisstofa mun kalla eftir skýringum frá stjórnvöldum á skipan Ólafar Nordal innanríkisráðherra í verkefnisstjórn þriggja ráðuneyta sem fjallar um hvaða laga- og reglugerðarbreytingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að lögfesta ákvæði í barnalög um skipta búsetu barns. Fjórir skipa nefndina; þrjár konur og einn karl sem er ekki í anda jafnréttislaga. Málið varðar ekki síst réttindi umgengnisforeldra þar sem tæp 90 prósent eru karlar. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir það skýrt markmið jafnréttislaga að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. „Opinberir aðilar eiga að sjálfsögðu að ganga á undan með góðu fordæmi. Samkvæmt 15. grein jafnréttislaga ber að tilnefna bæði karl og konu. Það er svo þess sem endanlega skipar viðkomandi nefnd að sjá til þess að hún sé rétt skipuð nema að hlutlægar ástæður liggi fyrir skipaninni, til dæmis sérstök sérfræðiþekking. Það er þó erfitt að sjá að það gildi í þessu tilviki en Jafnréttisstofa mun að sjálfsögðu kalla eftir skýringum á þessari skipan mála,“ segir Kristín.Kristín ÁstgeirsdóttirSpurð hvort skýringin á skipan nefndarinnar með ójöfnum kynjahlutföllum eigi mögulega rætur að rekja í hugsanlegan mun á skipan stjórnar, nefndar eða verkefnisstjórnar í lögum, svarar Kristín að hún fái ekki séð mun þar á. „Það eru auðvitað vonbrigði að sjá skipan eins og þessa sem virðist ónauðsynleg. Ráðuneytin þurfa að vera betur vakandi en það er sem betur fer undantekning að sjá svona dæmi,“ segir Kristín. Verkefnisstjórnin hefur hafið störf. Forsagan er sú að 1. september kom út skýrsla innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Skýrslan var unnin í kjölfar ályktunar Alþingis um að fela innanríkisráðherra að kanna með hvaða leiðum megi jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns. Niðurstaða starfshópsins var að í ýmsum gildandi lögum, reglugerðum og reglum sé bersýnilega aðstöðumunur milli foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna og ala þau upp á tveimur heimilum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira