Persónuupplýsingar seldar fyrirtækjum Snærós Sindradóttir skrifar 4. mars 2016 07:00 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir von á nýjum lögum varðandi persónuvernd í Evrópu. Réttur einstaklinga verði betur tryggður. Fréttablaðið/Vilhelm „Hversu miklu erum við tilbúin að fórna af friðhelgi okkar og fyrir hvað eða handa hverjum?“ spyr Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Fæstir notendur internetsins átta sig á því umfangi upplýsinga sem samfélagsmiðlar og snjallsímaöpp safna um þá og selja jafnvel til þriðja aðila. Á þriðjudag greindi Fréttablaðið frá því að hægt væri að fylgjast með nákvæmri staðsetningu fólks með einfaldri tækni. Sé fólk með kveikt á staðsetningar-stillingum í símanum sínum eru upplýsingarnar nánast undantekningalaust aðgengilegar, með einhverjum hætti. Helga segir að vandinn sé umfangsmeiri en svo að hægt sé að fylgjast með ferðum fólks. „Snjalltækin opna fyrir þann möguleika að kortleggja fólk alveg frá A til Ö. Margir hugsa sem svo að þeir hafi ekkert að fela en þegar einstaklingar eru kortlagðir yfir langan tíma þá verður til rýni um hvaða einstaklingur þú ert. Ferðu til dæmis alltaf að skokka á morgnana, eltirðu hagstæð tilboð í netverslunum eða endarðu kvöldið ósjaldan á barnum? Fólk er ekki meðvitað um að þessar upplýsingar ganga kaupum og sölum.“ Helga segir að þetta sé ekki ólöglegt því notendur samþykki eftirlitið sjálfir við upphaf notkunar. „Þessi öpp biðja um samþykki fyrir niðurhali, svo fylgir þessi langi texti sem fólk kannski les ekki. Þar koma fram allar þessar upplýsingar að þú sért að leyfa þessum aðilum sem framleiða öppin að fylgjast með ansi mörgu sem þú gerir. Ef þú hakar í „I agree“ þá er komin heimild samkvæmt persónuverndarlögum.“ Hún segir að stundum sé beðið um að geta staðsett símann við notkun appsins, aðrir hafi aðgang að internetsögu, sms-skilaboðum, tengiliðaskrá og símtalaskrá. „Eitt fyrirtæki kemst inn í símtöl og nokkur inn í myndavél. Þetta á allt að vera í þessu smáa letri.“ Vilji fólk ekkert eftirlit sé það nærri nauðbeygt til að sleppa því að nota snjalltæknina. „Segjum sem svo að þú sért ánægð með að deila upplýsingum með framleiðandanum, en oft á tíðum er neytandinn alls ekki viljugur til að deila neinu með þriðja aðila. Þriðji aðili getur verið tryggingafélag eða annar einkaaðili. Persónuupplýsingar eru orðnar mikilvæg söluvara,“ segir Helga. Helga segir að von sá á nýjum persónuverndarlögum í Evrópu sem verði innleidd árið 2018. Vilji sé til þess að taka lögin upp hér á landi samtímis Evrópu. „Nýja löggjöfin er að taka miklu betur á þessu og tryggja rétt einstaklinga. Hér á landi eru allir mjög meðvitaðir um þetta. Það á að styrkja réttindi einstaklinga.“ Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Hversu miklu erum við tilbúin að fórna af friðhelgi okkar og fyrir hvað eða handa hverjum?“ spyr Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Fæstir notendur internetsins átta sig á því umfangi upplýsinga sem samfélagsmiðlar og snjallsímaöpp safna um þá og selja jafnvel til þriðja aðila. Á þriðjudag greindi Fréttablaðið frá því að hægt væri að fylgjast með nákvæmri staðsetningu fólks með einfaldri tækni. Sé fólk með kveikt á staðsetningar-stillingum í símanum sínum eru upplýsingarnar nánast undantekningalaust aðgengilegar, með einhverjum hætti. Helga segir að vandinn sé umfangsmeiri en svo að hægt sé að fylgjast með ferðum fólks. „Snjalltækin opna fyrir þann möguleika að kortleggja fólk alveg frá A til Ö. Margir hugsa sem svo að þeir hafi ekkert að fela en þegar einstaklingar eru kortlagðir yfir langan tíma þá verður til rýni um hvaða einstaklingur þú ert. Ferðu til dæmis alltaf að skokka á morgnana, eltirðu hagstæð tilboð í netverslunum eða endarðu kvöldið ósjaldan á barnum? Fólk er ekki meðvitað um að þessar upplýsingar ganga kaupum og sölum.“ Helga segir að þetta sé ekki ólöglegt því notendur samþykki eftirlitið sjálfir við upphaf notkunar. „Þessi öpp biðja um samþykki fyrir niðurhali, svo fylgir þessi langi texti sem fólk kannski les ekki. Þar koma fram allar þessar upplýsingar að þú sért að leyfa þessum aðilum sem framleiða öppin að fylgjast með ansi mörgu sem þú gerir. Ef þú hakar í „I agree“ þá er komin heimild samkvæmt persónuverndarlögum.“ Hún segir að stundum sé beðið um að geta staðsett símann við notkun appsins, aðrir hafi aðgang að internetsögu, sms-skilaboðum, tengiliðaskrá og símtalaskrá. „Eitt fyrirtæki kemst inn í símtöl og nokkur inn í myndavél. Þetta á allt að vera í þessu smáa letri.“ Vilji fólk ekkert eftirlit sé það nærri nauðbeygt til að sleppa því að nota snjalltæknina. „Segjum sem svo að þú sért ánægð með að deila upplýsingum með framleiðandanum, en oft á tíðum er neytandinn alls ekki viljugur til að deila neinu með þriðja aðila. Þriðji aðili getur verið tryggingafélag eða annar einkaaðili. Persónuupplýsingar eru orðnar mikilvæg söluvara,“ segir Helga. Helga segir að von sá á nýjum persónuverndarlögum í Evrópu sem verði innleidd árið 2018. Vilji sé til þess að taka lögin upp hér á landi samtímis Evrópu. „Nýja löggjöfin er að taka miklu betur á þessu og tryggja rétt einstaklinga. Hér á landi eru allir mjög meðvitaðir um þetta. Það á að styrkja réttindi einstaklinga.“
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira