Persónuupplýsingar seldar fyrirtækjum Snærós Sindradóttir skrifar 4. mars 2016 07:00 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir von á nýjum lögum varðandi persónuvernd í Evrópu. Réttur einstaklinga verði betur tryggður. Fréttablaðið/Vilhelm „Hversu miklu erum við tilbúin að fórna af friðhelgi okkar og fyrir hvað eða handa hverjum?“ spyr Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Fæstir notendur internetsins átta sig á því umfangi upplýsinga sem samfélagsmiðlar og snjallsímaöpp safna um þá og selja jafnvel til þriðja aðila. Á þriðjudag greindi Fréttablaðið frá því að hægt væri að fylgjast með nákvæmri staðsetningu fólks með einfaldri tækni. Sé fólk með kveikt á staðsetningar-stillingum í símanum sínum eru upplýsingarnar nánast undantekningalaust aðgengilegar, með einhverjum hætti. Helga segir að vandinn sé umfangsmeiri en svo að hægt sé að fylgjast með ferðum fólks. „Snjalltækin opna fyrir þann möguleika að kortleggja fólk alveg frá A til Ö. Margir hugsa sem svo að þeir hafi ekkert að fela en þegar einstaklingar eru kortlagðir yfir langan tíma þá verður til rýni um hvaða einstaklingur þú ert. Ferðu til dæmis alltaf að skokka á morgnana, eltirðu hagstæð tilboð í netverslunum eða endarðu kvöldið ósjaldan á barnum? Fólk er ekki meðvitað um að þessar upplýsingar ganga kaupum og sölum.“ Helga segir að þetta sé ekki ólöglegt því notendur samþykki eftirlitið sjálfir við upphaf notkunar. „Þessi öpp biðja um samþykki fyrir niðurhali, svo fylgir þessi langi texti sem fólk kannski les ekki. Þar koma fram allar þessar upplýsingar að þú sért að leyfa þessum aðilum sem framleiða öppin að fylgjast með ansi mörgu sem þú gerir. Ef þú hakar í „I agree“ þá er komin heimild samkvæmt persónuverndarlögum.“ Hún segir að stundum sé beðið um að geta staðsett símann við notkun appsins, aðrir hafi aðgang að internetsögu, sms-skilaboðum, tengiliðaskrá og símtalaskrá. „Eitt fyrirtæki kemst inn í símtöl og nokkur inn í myndavél. Þetta á allt að vera í þessu smáa letri.“ Vilji fólk ekkert eftirlit sé það nærri nauðbeygt til að sleppa því að nota snjalltæknina. „Segjum sem svo að þú sért ánægð með að deila upplýsingum með framleiðandanum, en oft á tíðum er neytandinn alls ekki viljugur til að deila neinu með þriðja aðila. Þriðji aðili getur verið tryggingafélag eða annar einkaaðili. Persónuupplýsingar eru orðnar mikilvæg söluvara,“ segir Helga. Helga segir að von sá á nýjum persónuverndarlögum í Evrópu sem verði innleidd árið 2018. Vilji sé til þess að taka lögin upp hér á landi samtímis Evrópu. „Nýja löggjöfin er að taka miklu betur á þessu og tryggja rétt einstaklinga. Hér á landi eru allir mjög meðvitaðir um þetta. Það á að styrkja réttindi einstaklinga.“ Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
„Hversu miklu erum við tilbúin að fórna af friðhelgi okkar og fyrir hvað eða handa hverjum?“ spyr Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Fæstir notendur internetsins átta sig á því umfangi upplýsinga sem samfélagsmiðlar og snjallsímaöpp safna um þá og selja jafnvel til þriðja aðila. Á þriðjudag greindi Fréttablaðið frá því að hægt væri að fylgjast með nákvæmri staðsetningu fólks með einfaldri tækni. Sé fólk með kveikt á staðsetningar-stillingum í símanum sínum eru upplýsingarnar nánast undantekningalaust aðgengilegar, með einhverjum hætti. Helga segir að vandinn sé umfangsmeiri en svo að hægt sé að fylgjast með ferðum fólks. „Snjalltækin opna fyrir þann möguleika að kortleggja fólk alveg frá A til Ö. Margir hugsa sem svo að þeir hafi ekkert að fela en þegar einstaklingar eru kortlagðir yfir langan tíma þá verður til rýni um hvaða einstaklingur þú ert. Ferðu til dæmis alltaf að skokka á morgnana, eltirðu hagstæð tilboð í netverslunum eða endarðu kvöldið ósjaldan á barnum? Fólk er ekki meðvitað um að þessar upplýsingar ganga kaupum og sölum.“ Helga segir að þetta sé ekki ólöglegt því notendur samþykki eftirlitið sjálfir við upphaf notkunar. „Þessi öpp biðja um samþykki fyrir niðurhali, svo fylgir þessi langi texti sem fólk kannski les ekki. Þar koma fram allar þessar upplýsingar að þú sért að leyfa þessum aðilum sem framleiða öppin að fylgjast með ansi mörgu sem þú gerir. Ef þú hakar í „I agree“ þá er komin heimild samkvæmt persónuverndarlögum.“ Hún segir að stundum sé beðið um að geta staðsett símann við notkun appsins, aðrir hafi aðgang að internetsögu, sms-skilaboðum, tengiliðaskrá og símtalaskrá. „Eitt fyrirtæki kemst inn í símtöl og nokkur inn í myndavél. Þetta á allt að vera í þessu smáa letri.“ Vilji fólk ekkert eftirlit sé það nærri nauðbeygt til að sleppa því að nota snjalltæknina. „Segjum sem svo að þú sért ánægð með að deila upplýsingum með framleiðandanum, en oft á tíðum er neytandinn alls ekki viljugur til að deila neinu með þriðja aðila. Þriðji aðili getur verið tryggingafélag eða annar einkaaðili. Persónuupplýsingar eru orðnar mikilvæg söluvara,“ segir Helga. Helga segir að von sá á nýjum persónuverndarlögum í Evrópu sem verði innleidd árið 2018. Vilji sé til þess að taka lögin upp hér á landi samtímis Evrópu. „Nýja löggjöfin er að taka miklu betur á þessu og tryggja rétt einstaklinga. Hér á landi eru allir mjög meðvitaðir um þetta. Það á að styrkja réttindi einstaklinga.“
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira