Persónuupplýsingar seldar fyrirtækjum Snærós Sindradóttir skrifar 4. mars 2016 07:00 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir von á nýjum lögum varðandi persónuvernd í Evrópu. Réttur einstaklinga verði betur tryggður. Fréttablaðið/Vilhelm „Hversu miklu erum við tilbúin að fórna af friðhelgi okkar og fyrir hvað eða handa hverjum?“ spyr Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Fæstir notendur internetsins átta sig á því umfangi upplýsinga sem samfélagsmiðlar og snjallsímaöpp safna um þá og selja jafnvel til þriðja aðila. Á þriðjudag greindi Fréttablaðið frá því að hægt væri að fylgjast með nákvæmri staðsetningu fólks með einfaldri tækni. Sé fólk með kveikt á staðsetningar-stillingum í símanum sínum eru upplýsingarnar nánast undantekningalaust aðgengilegar, með einhverjum hætti. Helga segir að vandinn sé umfangsmeiri en svo að hægt sé að fylgjast með ferðum fólks. „Snjalltækin opna fyrir þann möguleika að kortleggja fólk alveg frá A til Ö. Margir hugsa sem svo að þeir hafi ekkert að fela en þegar einstaklingar eru kortlagðir yfir langan tíma þá verður til rýni um hvaða einstaklingur þú ert. Ferðu til dæmis alltaf að skokka á morgnana, eltirðu hagstæð tilboð í netverslunum eða endarðu kvöldið ósjaldan á barnum? Fólk er ekki meðvitað um að þessar upplýsingar ganga kaupum og sölum.“ Helga segir að þetta sé ekki ólöglegt því notendur samþykki eftirlitið sjálfir við upphaf notkunar. „Þessi öpp biðja um samþykki fyrir niðurhali, svo fylgir þessi langi texti sem fólk kannski les ekki. Þar koma fram allar þessar upplýsingar að þú sért að leyfa þessum aðilum sem framleiða öppin að fylgjast með ansi mörgu sem þú gerir. Ef þú hakar í „I agree“ þá er komin heimild samkvæmt persónuverndarlögum.“ Hún segir að stundum sé beðið um að geta staðsett símann við notkun appsins, aðrir hafi aðgang að internetsögu, sms-skilaboðum, tengiliðaskrá og símtalaskrá. „Eitt fyrirtæki kemst inn í símtöl og nokkur inn í myndavél. Þetta á allt að vera í þessu smáa letri.“ Vilji fólk ekkert eftirlit sé það nærri nauðbeygt til að sleppa því að nota snjalltæknina. „Segjum sem svo að þú sért ánægð með að deila upplýsingum með framleiðandanum, en oft á tíðum er neytandinn alls ekki viljugur til að deila neinu með þriðja aðila. Þriðji aðili getur verið tryggingafélag eða annar einkaaðili. Persónuupplýsingar eru orðnar mikilvæg söluvara,“ segir Helga. Helga segir að von sá á nýjum persónuverndarlögum í Evrópu sem verði innleidd árið 2018. Vilji sé til þess að taka lögin upp hér á landi samtímis Evrópu. „Nýja löggjöfin er að taka miklu betur á þessu og tryggja rétt einstaklinga. Hér á landi eru allir mjög meðvitaðir um þetta. Það á að styrkja réttindi einstaklinga.“ Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Hversu miklu erum við tilbúin að fórna af friðhelgi okkar og fyrir hvað eða handa hverjum?“ spyr Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Fæstir notendur internetsins átta sig á því umfangi upplýsinga sem samfélagsmiðlar og snjallsímaöpp safna um þá og selja jafnvel til þriðja aðila. Á þriðjudag greindi Fréttablaðið frá því að hægt væri að fylgjast með nákvæmri staðsetningu fólks með einfaldri tækni. Sé fólk með kveikt á staðsetningar-stillingum í símanum sínum eru upplýsingarnar nánast undantekningalaust aðgengilegar, með einhverjum hætti. Helga segir að vandinn sé umfangsmeiri en svo að hægt sé að fylgjast með ferðum fólks. „Snjalltækin opna fyrir þann möguleika að kortleggja fólk alveg frá A til Ö. Margir hugsa sem svo að þeir hafi ekkert að fela en þegar einstaklingar eru kortlagðir yfir langan tíma þá verður til rýni um hvaða einstaklingur þú ert. Ferðu til dæmis alltaf að skokka á morgnana, eltirðu hagstæð tilboð í netverslunum eða endarðu kvöldið ósjaldan á barnum? Fólk er ekki meðvitað um að þessar upplýsingar ganga kaupum og sölum.“ Helga segir að þetta sé ekki ólöglegt því notendur samþykki eftirlitið sjálfir við upphaf notkunar. „Þessi öpp biðja um samþykki fyrir niðurhali, svo fylgir þessi langi texti sem fólk kannski les ekki. Þar koma fram allar þessar upplýsingar að þú sért að leyfa þessum aðilum sem framleiða öppin að fylgjast með ansi mörgu sem þú gerir. Ef þú hakar í „I agree“ þá er komin heimild samkvæmt persónuverndarlögum.“ Hún segir að stundum sé beðið um að geta staðsett símann við notkun appsins, aðrir hafi aðgang að internetsögu, sms-skilaboðum, tengiliðaskrá og símtalaskrá. „Eitt fyrirtæki kemst inn í símtöl og nokkur inn í myndavél. Þetta á allt að vera í þessu smáa letri.“ Vilji fólk ekkert eftirlit sé það nærri nauðbeygt til að sleppa því að nota snjalltæknina. „Segjum sem svo að þú sért ánægð með að deila upplýsingum með framleiðandanum, en oft á tíðum er neytandinn alls ekki viljugur til að deila neinu með þriðja aðila. Þriðji aðili getur verið tryggingafélag eða annar einkaaðili. Persónuupplýsingar eru orðnar mikilvæg söluvara,“ segir Helga. Helga segir að von sá á nýjum persónuverndarlögum í Evrópu sem verði innleidd árið 2018. Vilji sé til þess að taka lögin upp hér á landi samtímis Evrópu. „Nýja löggjöfin er að taka miklu betur á þessu og tryggja rétt einstaklinga. Hér á landi eru allir mjög meðvitaðir um þetta. Það á að styrkja réttindi einstaklinga.“
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent