Vill setja 20,5 milljarða arðgreiðslu Landsbankans í velferðarkerfið og viðhald vega Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2016 18:49 Fyrrverandi fjármálaráðherra vill að ríflega tuttugu milljarða viðbótararðgreiðsla Landsbankans í ríkissjóð fari til uppbyggingar heilbrigðiskerfisins og vegakerfisins á þessu ári. Erfitt verði að efla traust á Landsbankanum án þess að stjórn bankans og bankastjóri víki á aðalfundi sem er framundan. Landsbankinn skilar ríkissjóði 21,5 milljarði meira í arð á þessu ári en fjárlög gerðu ráð fyrir. Fjármálaráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að nýta ætti þessar greiðslur til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrir síðasta ár var kynnt í dag og reyndist 13,6 milljörðum betri en gert hafði verið ráð fyrir og var tekjuafgangur ársins 2015 því rúmlega 30 milljarðar króna.Ríkissjóður stendur vel Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra segir ljóst að ríkissjóður standi vel. „En það sama er ekki hægt að segja um heilbrigðiskerfið og vegina svo dæmi séu tekin. Þannig að mér finnst að það eigi að nýta þessa stöðu ríkissjóðs til að bæta velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið sem kallað er sterklega eftir og viðhald á vegum,“En er ekki einnig mjög skynsamlegt að greiða niður skuldir ríkissjóðs? „Ég hef meiri áhyggjur af heilbrigðiskerfinu og umferðarörygginu núna en niðurgreiðslu skulda og skuldastöðunni yfirleitt,“ segir Oddný. Þá telur hún ekkert liggja á að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum eins og heimild er fyrir frá Alþingi. „Núna erum við í algeru dauðafæri Íslendingar að taka fjármálakerfið okkar og ákveða hvernig í rauninni við viljum hafa það. Það eru ýmsar spurningar sem við verðum að svara,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Til að mynda um hversu stórt kerfið á að vera, hvort skilja eigi á milli viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi og hvernig haga eigi eignarhaldinu. „Á það að vera dreift eignarhald? Það eru margar spurningar uppi sem við getum núna svarað þegar við erum nánast með allt bankakerfið í höndum ríkisins. Við eigum fyrst að gera það áður en við tökum ákvörðun um að selja. Við meigum alls ekki selja á meðan staðan er svona,“ segir Oddný. Armslengd sé tryggð með lögum milli stjórnmálamanna og stjórnar ríkisbankanna sem Bankasýslan sjái um, en nauðsynlegt sé að gera breytingar á yfirstjórn Landsbankans sem hafi glatað trausti. „Ég get sagt fyrir mig sjálfa að ég á erfitt með að sjá að bankinn geti aukið traust án þess að gera breytingar í stjórn og hjá stjórnendum bankans.“Þá áttu bæði við stjórn og bankastjóra? „Já, ég get ekki séð að traustið vaxi með sömu stjórn og sömu stjórnendum,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Tengdar fréttir Æskilegt að Landsbankinn njóti trausts áður en hlutur í honum verður seldur Fjármálaráðherra segir að ný eigendastefna ríkisins á fjármálafyrirtækjum verði að liggja fyrir áður en 30% hlutur í honum verði seldur og að bankinn njóti trausts. 3. mars 2016 21:26 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra vill að ríflega tuttugu milljarða viðbótararðgreiðsla Landsbankans í ríkissjóð fari til uppbyggingar heilbrigðiskerfisins og vegakerfisins á þessu ári. Erfitt verði að efla traust á Landsbankanum án þess að stjórn bankans og bankastjóri víki á aðalfundi sem er framundan. Landsbankinn skilar ríkissjóði 21,5 milljarði meira í arð á þessu ári en fjárlög gerðu ráð fyrir. Fjármálaráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að nýta ætti þessar greiðslur til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrir síðasta ár var kynnt í dag og reyndist 13,6 milljörðum betri en gert hafði verið ráð fyrir og var tekjuafgangur ársins 2015 því rúmlega 30 milljarðar króna.Ríkissjóður stendur vel Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra segir ljóst að ríkissjóður standi vel. „En það sama er ekki hægt að segja um heilbrigðiskerfið og vegina svo dæmi séu tekin. Þannig að mér finnst að það eigi að nýta þessa stöðu ríkissjóðs til að bæta velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið sem kallað er sterklega eftir og viðhald á vegum,“En er ekki einnig mjög skynsamlegt að greiða niður skuldir ríkissjóðs? „Ég hef meiri áhyggjur af heilbrigðiskerfinu og umferðarörygginu núna en niðurgreiðslu skulda og skuldastöðunni yfirleitt,“ segir Oddný. Þá telur hún ekkert liggja á að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum eins og heimild er fyrir frá Alþingi. „Núna erum við í algeru dauðafæri Íslendingar að taka fjármálakerfið okkar og ákveða hvernig í rauninni við viljum hafa það. Það eru ýmsar spurningar sem við verðum að svara,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Til að mynda um hversu stórt kerfið á að vera, hvort skilja eigi á milli viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi og hvernig haga eigi eignarhaldinu. „Á það að vera dreift eignarhald? Það eru margar spurningar uppi sem við getum núna svarað þegar við erum nánast með allt bankakerfið í höndum ríkisins. Við eigum fyrst að gera það áður en við tökum ákvörðun um að selja. Við meigum alls ekki selja á meðan staðan er svona,“ segir Oddný. Armslengd sé tryggð með lögum milli stjórnmálamanna og stjórnar ríkisbankanna sem Bankasýslan sjái um, en nauðsynlegt sé að gera breytingar á yfirstjórn Landsbankans sem hafi glatað trausti. „Ég get sagt fyrir mig sjálfa að ég á erfitt með að sjá að bankinn geti aukið traust án þess að gera breytingar í stjórn og hjá stjórnendum bankans.“Þá áttu bæði við stjórn og bankastjóra? „Já, ég get ekki séð að traustið vaxi með sömu stjórn og sömu stjórnendum,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Tengdar fréttir Æskilegt að Landsbankinn njóti trausts áður en hlutur í honum verður seldur Fjármálaráðherra segir að ný eigendastefna ríkisins á fjármálafyrirtækjum verði að liggja fyrir áður en 30% hlutur í honum verði seldur og að bankinn njóti trausts. 3. mars 2016 21:26 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Æskilegt að Landsbankinn njóti trausts áður en hlutur í honum verður seldur Fjármálaráðherra segir að ný eigendastefna ríkisins á fjármálafyrirtækjum verði að liggja fyrir áður en 30% hlutur í honum verði seldur og að bankinn njóti trausts. 3. mars 2016 21:26