Auglýsti eftir kærasta á Brask og brall: Hrúguðust inn ábendingar á nokkrum mínútum Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2016 12:45 Inga Vala veit hvað hún vill. vísir „Ég auglýsti eftir kærasta, ekki maka, höfum það alveg á hreinu,“ segir Inga Vala Birgisdóttir, í samtali við Brennsluna á FM957 í morgun. Hún fór nýjar leiðir í leit sinni og auglýsti eftir kærasta á hinni vinsælu Facebook-grúppu Brask og brall. „Mér fannst þetta bara góður tími til að auglýsa eftir kærasta. Það vantaði bara svona smá stemningu í laugardagskvöldið mitt. Ég hefði auðvitað getað farið út að skemmta mér, fengið með eitthvað að drekka og verið með rosalegan móral daginn eftir. Ég hugsaði frekar að vera bara heiðarleg og skrifa um mig eins og ég er.“ Inga segir að færslunni hafi verið eytt af síðunni. „Það var bara rétt byrjað að hrúgast inn ábendingar um tilvonandi kærasta og svo bara þagnaði allt eftir tvær mínútur,“ segir Inga sem fékk samt sem áður nokkur skilaboð frá karlmönnum eftir þann stutta tíma sem auglýsingin var í loftinu. „Ég svaraði þeim ekki, þetta var ekki nægilega spennandi. Ég verð 46 ára á morgun og ég er ekkert endalaust úti á lífinu lengur. Ég er heldur ekkert ræktarfrík svo ég kynnist ekki karlmönnum í ræktinni. Ég sá því fyrir mér að ég myndi vaka aðeins lengur en til hálf eitt á laugardagskvöldið, því þetta byrjaði spennandi eftir að auglýsingin kom inn. Svo var bara slökkt á auglýsingunni og því fór ég bara að sofa snemma.“ Inga hefur áhuga á manni sem hefur svipuð áhugamál og hún. „Hann verður að fara með mér út að labba með hundana. Hann má ekki vera eitthvað íþróttafrík sem fer upp fimm fjöll á dag. Það væri kostur ef hann gæti eldað.“ Hér að neðan má heyra viðtalið sem þeir Kjartan og Hjörvar tóku við hana Ingu í morgun. Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
„Ég auglýsti eftir kærasta, ekki maka, höfum það alveg á hreinu,“ segir Inga Vala Birgisdóttir, í samtali við Brennsluna á FM957 í morgun. Hún fór nýjar leiðir í leit sinni og auglýsti eftir kærasta á hinni vinsælu Facebook-grúppu Brask og brall. „Mér fannst þetta bara góður tími til að auglýsa eftir kærasta. Það vantaði bara svona smá stemningu í laugardagskvöldið mitt. Ég hefði auðvitað getað farið út að skemmta mér, fengið með eitthvað að drekka og verið með rosalegan móral daginn eftir. Ég hugsaði frekar að vera bara heiðarleg og skrifa um mig eins og ég er.“ Inga segir að færslunni hafi verið eytt af síðunni. „Það var bara rétt byrjað að hrúgast inn ábendingar um tilvonandi kærasta og svo bara þagnaði allt eftir tvær mínútur,“ segir Inga sem fékk samt sem áður nokkur skilaboð frá karlmönnum eftir þann stutta tíma sem auglýsingin var í loftinu. „Ég svaraði þeim ekki, þetta var ekki nægilega spennandi. Ég verð 46 ára á morgun og ég er ekkert endalaust úti á lífinu lengur. Ég er heldur ekkert ræktarfrík svo ég kynnist ekki karlmönnum í ræktinni. Ég sá því fyrir mér að ég myndi vaka aðeins lengur en til hálf eitt á laugardagskvöldið, því þetta byrjaði spennandi eftir að auglýsingin kom inn. Svo var bara slökkt á auglýsingunni og því fór ég bara að sofa snemma.“ Inga hefur áhuga á manni sem hefur svipuð áhugamál og hún. „Hann verður að fara með mér út að labba með hundana. Hann má ekki vera eitthvað íþróttafrík sem fer upp fimm fjöll á dag. Það væri kostur ef hann gæti eldað.“ Hér að neðan má heyra viðtalið sem þeir Kjartan og Hjörvar tóku við hana Ingu í morgun.
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira