Lífið

Svona leit fyrsta brúðkaupið inni í Langjökli út - Myndir

Bjarki Ármannsson skrifar
Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup.
Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup. Mynd/Kristín María Stefánsdóttir
Fyrsta brúðkaupið inni í ísgöngunum í Langjökli fór fram síðastliðinn fimmtudag þegar bresku turtildúfurnar Anthony og Mari létu pússa sig saman. Skipulagning hófst fyrir tæpu ári en brúðhjónin eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup.„Gestirnir gistu allir á Hótel Húsafelli nóttina fyrir brúðkaupið en enginn vissi hvað var í vændum,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, einn eigenda Pink Iceland og skipuleggjandi brúðkaupsins, í tilkynningu frá fyrirtækinu Into the Glacier. „Eftir morgunmat gengum við úr skugga um að allir væru vel klæddir og svo mættu nokkrir „súperjeppar“ á svæðið, sóttu gestina og keyrðu upp á jökul.“Ísland í dag fékk að heimsækja íshellinn fyrir um ári síðan, stuttu áður en hann opnaði. Innslagið má sjá hér að neðan.

Að því er segir í tilkynningunni voru brúðhjón jafnt sem skipuleggjendur í skýjunum með hversu vel tókst til. Brúhjónin höfðu óskað eftir því að heiðra íslenska siði og menningu við athöfnina og var meðal annars boðið upp á flatkökur með hangikjöti og kleinur að athöfn lokinni. Þá ​gaf Inga Auðbjörg frá Siðmennt hjónin saman klædd íslenskum þjóðbúningi.Kristín María Stefánsdóttir ljósmyndari var viðstödd athöfnina og er hér að neðan að finna nokkrar vel valdar myndir frá henni.

Mynd/Kristín María Stefánsdóttir
Mynd/Kristín María Stefánsdóttir
Mynd/Kristín María Stefánsdóttir
Mynd/Kristín María Stefánsdóttir
Mynd/Kristín María Stefánsdóttir
Mynd/Kristín María Stefánsdóttir
Mynd/Kristín María Stefánsdóttir
Mynd/Kristín María Stefánsdóttir
Mynd/Kristín María Stefánsdóttir
Mynd/Kristín María Stefánsdóttir
Mynd/Kristín María Stefánsdóttir
Mynd/Kristín María Stefánsdóttir

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn

Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.