Viðræður við BHM eru nýfarnar af stað Óli Kristján Ármansson skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Hér fær Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins (SLFÍ), sér vöfflur eftir undirritun samninga fyrir tveimur árum. Ekki sér enn fyrir endann á viðræðum sem í gangi eru við sveitarfélögin. Vísir/Vilhelm Enn á eftir að ljúka kjarasamningum við nokkra stóra hópa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambandsins, segir áherslu lagða á að klára samningalotuna sem allra fyrst, en viðræður séu í gangi við alla stærstu hópa sem enn séu án samnings. „Félög háskólafólks eru öll eftir, en við erum að vinna í þeim málum núna, svo að segja nýkomin af stað af einhverri alvöru þannig að þar er mikil vinna eftir,“ segir Inga Rún, en innan BHM eru gerðir samningar við 14 félög. Þá á, af stórum hópum, eftir að ljúka samningum við sjúkraliða, slökkviliðið og tónlistarkennara. „En við erum búin að semja við Félag íslenskra hljómlistarmanna, sem er helmingurinn af tónlistarkennurunum, en svo er hluti af þeim í félagi tónlistarskólakennara og við eigum eftir að semja við þá.“ Þeir samningar sem lokið hefur verið, sem eru nálægt fimmtíu talsins, byggja á grunni rammasamkomulags um kjaramál sem undirritað var í októberlok og hefur verið kennt við vinnu SALEK-hópsins. Hvort einhver önnur mál en snúa beint að launalið samninga tefji þau mál sem enn standa út af segir Inga Rún eiga eftir að koma í ljós. „Þetta gengur misgreiðlega, en við erum í það minnsta í viðræðum við alla og góður gangur í viðræðunum.“ Allir séu orðnir óþreyjufullir að ljúka samningum, bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og viðsemjendur þess. Þegar þessari samningalotu lýkur tekur við næsta lota, en Félag grunnskólakennara er með lausan kjarasamning í maí á þessu ári. „Við erum byrjuð að tala við þá, en þá erum við komin í næstu umferð. Við höfum átt með þeim einn fund og fundur í næstu viku, þannig að það er farið rólega af stað.“Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélagaBeðið eftir nýrri tillöguVíða eru þeir sem enn eru samningslausir orðnir nokkuð óþreyjufullir. Í kjarafréttum Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) undir lok janúar segir að næðust samningar ekki í þeim mánuði mætti ljóst vera að félagið þyrfti að leita í baklandið eftir vilja félagsmanna til vinnustöðvunar. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, segir baklandið standa þétt að baki samninganefndinni. „Síðan málinu var vísað til ríkissáttasemjara er búið að halda fimm fundi, en síðasti fundur var núna á þriðjudaginn,“ segir hún, en á þeim fundum hafi launaliðurinn einn verið til umræðu. Kristín vonast eftir nýrri tillögu frá samninganefnd sveitarfélaganna varðandi hann á fundi sem boðaður hefur verið næsta þriðjudag. „Og ég vona heitt og innilega að þá verði komið fram með eitthvað sem hægt er að vinna með. Síðan þegar það liggur ljóst fyrir á eftir að taka á öðrum þáttum sem vonandi ganga þá vel.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira
Enn á eftir að ljúka kjarasamningum við nokkra stóra hópa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambandsins, segir áherslu lagða á að klára samningalotuna sem allra fyrst, en viðræður séu í gangi við alla stærstu hópa sem enn séu án samnings. „Félög háskólafólks eru öll eftir, en við erum að vinna í þeim málum núna, svo að segja nýkomin af stað af einhverri alvöru þannig að þar er mikil vinna eftir,“ segir Inga Rún, en innan BHM eru gerðir samningar við 14 félög. Þá á, af stórum hópum, eftir að ljúka samningum við sjúkraliða, slökkviliðið og tónlistarkennara. „En við erum búin að semja við Félag íslenskra hljómlistarmanna, sem er helmingurinn af tónlistarkennurunum, en svo er hluti af þeim í félagi tónlistarskólakennara og við eigum eftir að semja við þá.“ Þeir samningar sem lokið hefur verið, sem eru nálægt fimmtíu talsins, byggja á grunni rammasamkomulags um kjaramál sem undirritað var í októberlok og hefur verið kennt við vinnu SALEK-hópsins. Hvort einhver önnur mál en snúa beint að launalið samninga tefji þau mál sem enn standa út af segir Inga Rún eiga eftir að koma í ljós. „Þetta gengur misgreiðlega, en við erum í það minnsta í viðræðum við alla og góður gangur í viðræðunum.“ Allir séu orðnir óþreyjufullir að ljúka samningum, bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og viðsemjendur þess. Þegar þessari samningalotu lýkur tekur við næsta lota, en Félag grunnskólakennara er með lausan kjarasamning í maí á þessu ári. „Við erum byrjuð að tala við þá, en þá erum við komin í næstu umferð. Við höfum átt með þeim einn fund og fundur í næstu viku, þannig að það er farið rólega af stað.“Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélagaBeðið eftir nýrri tillöguVíða eru þeir sem enn eru samningslausir orðnir nokkuð óþreyjufullir. Í kjarafréttum Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) undir lok janúar segir að næðust samningar ekki í þeim mánuði mætti ljóst vera að félagið þyrfti að leita í baklandið eftir vilja félagsmanna til vinnustöðvunar. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, segir baklandið standa þétt að baki samninganefndinni. „Síðan málinu var vísað til ríkissáttasemjara er búið að halda fimm fundi, en síðasti fundur var núna á þriðjudaginn,“ segir hún, en á þeim fundum hafi launaliðurinn einn verið til umræðu. Kristín vonast eftir nýrri tillögu frá samninganefnd sveitarfélaganna varðandi hann á fundi sem boðaður hefur verið næsta þriðjudag. „Og ég vona heitt og innilega að þá verði komið fram með eitthvað sem hægt er að vinna með. Síðan þegar það liggur ljóst fyrir á eftir að taka á öðrum þáttum sem vonandi ganga þá vel.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira