Innlent

Sleginn með flösku á skemmtistað

Atli Ísleifsson skrifar
Menn voru teknir fyrir að stela bjór af svölum í heimahúsi í Vesturbæ Reykjavíkur.
Menn voru teknir fyrir að stela bjór af svölum í heimahúsi í Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/GVA
Einn var fluttur á slysadeild eftir að hann var sleginn með flösku á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt.

Að sögn lögreglu var maðurinn með áverka á hálsi en árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Annar maður fluttur handleggsbrotinn á slysadeild en sá hafði verið í sjómanni á skemmtistað sem endaði með fyrrgreindum afleiðingum.

Þá voru þjófar á ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Einn var tekinn fyrir þjófnað í verslun og var að sögn lögreglu í annarlegu ástandi. Þá voru aðrir teknir fyrir að stela bjór af svölum í heimahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×