Erlent

Johnson styður útgöngu Bretlands úr ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Boris Johnson hefur oft verið nefndur sem líklegur arftaki Cameron í embætti leiðtoga breska Íhaldsflokksins.
Boris Johnson hefur oft verið nefndur sem líklegur arftaki Cameron í embætti leiðtoga breska Íhaldsflokksins. Vísir/AFP
Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, segist ætla að berjast fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

BBC greinir frá þessu, en David Cameron forsætisráðherra greindi frá því í gær þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands að sambandinu fari fram þann 23. júní næstkomandi.

Samkomulag náðist um breytta aðildarskilmála Bretlands að ESB við lok tveggja daga leiðtogafundar ESB á föstudagskvöldið.

Búist er við að Johnson muni innan skamms skýra afstöðu sína því að senda út yfirlýsingu og í grein sem birtist í breska blaðinu Telegraph.

Cameron hyggst berjast fyrir áframhaldandi veru Bretlands innan sambandsins.

Fréttir um hvaða afstöðu Johnson muni taka í málinu hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda hefur hann oft verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Cameron í embætti leiðtoga Íhaldsflokksins þegar fram í sækir.

Mayor of London Boris Johnson explains why he will campaign for Britain to leave the EU

Posted by Sky News on Sunday, 21 February 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×