Missti dóttur sína úr heilahimnubólgu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2016 19:00 Móðir sautján mánaða stúlku sem lést úr heilahimnubólgu segir mikilvægt að íslensk heilbrigðisyfirvöld taki upp bólusetningu gegn heilahimnubólgu B, líkt og bresk yfirvöld gerðu nýlega. Það gæti komið í veg fyrir að önnur börn hljóti sömu örlög og dóttir hennar. Breskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað mikið um mál tveggja ára stúlku, Faye Burdett, sem lést fjórtánda febrúar síðastliðinn af völdum heilahimnubólgu B. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi. Ekki síst vegna þess að þarlend heilbrigðisyfirvöld tóku í september á síðasta ári að bólusetja börn gegn þessari tegund heilahimnubólgu, en Faye litla hafði ekki verið bólusett. Heilahimnubólga B orsakast af bakteríusýkingu sem getur náð inn í heilahimnurnar og leitt til dauða. Á Íslandi eru börn bólusett gegn heilahimnubólgu C, en ekki heilahimnubólgu B. Sóley Sævarsdóttir missti sautján mánaða dóttur sína, Hrafnhildi Líf, árið 2003 eftir að hún veiktist af heilahimnubólgu B. Hún segir fréttirnar af litlu stúlkunni í Bretlandi rífa upp sárin, en læknir sendi Sóley heim með Hrafnhildi daginn áður en hún missti meðvitund vegna veikindanna og vaknaði aldrei aftur. „Svo komum við heim og hún verður ennþá veikari. Ég hringi upp á læknavakt um kvöldið og þá er mér sagt að gefa henni stíl og bíða þrátt fyrir að ég hafi lýst ástandi hennar. Ég hringi líka upp á barnaspítala og fæ sömu svör. Svo förum við að sofa og hún vaknar um nóttina og er mjög veik. Ég hringi upp á Læknavakt til að reyna að fá lækni hingað heim og fæ þau svör að þar sé tveggja tíma bið. Svo ég skelli á og ætla að fara að undirbúa hana til að fara bara upp á spítala þegar hún missir meðvitund í fanginu á mér,“ segir Sóley. Sóley segir heilbrigðisstarfsfólk ekki hafa hlustað á sig þegar hana grunaði að Hrafnhildur litla væri alvarlega veik. Það sé nístandi sárt að hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða hennar hefði fengist rétt greining strax og hún leitaði til læknis. Sóley hvetur foreldra til að vera ákveðna í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk gruni þá að eitthvað alvarlegt sé að. „Og hlusta á móðurhjartað. Við vitum alltaf fyrir bestu hvað er að.“ Hjá Landlækni hefur ekki verið rætt alvarlega að bólusetja íslensk börn fyrir heilahimnubólgu. Sóley hvetur íslensk heilbrigðisyfirvöld til að taka bólusetninguna upp sem fyrst. „Auðvitað. Þetta ætti bara að vera skylda inni í öllum bólusetningum. Svo er líka bara dýrt að missa börn, mannslíf eru meira virði en peningar,“ segir Sóley. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Móðir sautján mánaða stúlku sem lést úr heilahimnubólgu segir mikilvægt að íslensk heilbrigðisyfirvöld taki upp bólusetningu gegn heilahimnubólgu B, líkt og bresk yfirvöld gerðu nýlega. Það gæti komið í veg fyrir að önnur börn hljóti sömu örlög og dóttir hennar. Breskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað mikið um mál tveggja ára stúlku, Faye Burdett, sem lést fjórtánda febrúar síðastliðinn af völdum heilahimnubólgu B. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi. Ekki síst vegna þess að þarlend heilbrigðisyfirvöld tóku í september á síðasta ári að bólusetja börn gegn þessari tegund heilahimnubólgu, en Faye litla hafði ekki verið bólusett. Heilahimnubólga B orsakast af bakteríusýkingu sem getur náð inn í heilahimnurnar og leitt til dauða. Á Íslandi eru börn bólusett gegn heilahimnubólgu C, en ekki heilahimnubólgu B. Sóley Sævarsdóttir missti sautján mánaða dóttur sína, Hrafnhildi Líf, árið 2003 eftir að hún veiktist af heilahimnubólgu B. Hún segir fréttirnar af litlu stúlkunni í Bretlandi rífa upp sárin, en læknir sendi Sóley heim með Hrafnhildi daginn áður en hún missti meðvitund vegna veikindanna og vaknaði aldrei aftur. „Svo komum við heim og hún verður ennþá veikari. Ég hringi upp á læknavakt um kvöldið og þá er mér sagt að gefa henni stíl og bíða þrátt fyrir að ég hafi lýst ástandi hennar. Ég hringi líka upp á barnaspítala og fæ sömu svör. Svo förum við að sofa og hún vaknar um nóttina og er mjög veik. Ég hringi upp á Læknavakt til að reyna að fá lækni hingað heim og fæ þau svör að þar sé tveggja tíma bið. Svo ég skelli á og ætla að fara að undirbúa hana til að fara bara upp á spítala þegar hún missir meðvitund í fanginu á mér,“ segir Sóley. Sóley segir heilbrigðisstarfsfólk ekki hafa hlustað á sig þegar hana grunaði að Hrafnhildur litla væri alvarlega veik. Það sé nístandi sárt að hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða hennar hefði fengist rétt greining strax og hún leitaði til læknis. Sóley hvetur foreldra til að vera ákveðna í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk gruni þá að eitthvað alvarlegt sé að. „Og hlusta á móðurhjartað. Við vitum alltaf fyrir bestu hvað er að.“ Hjá Landlækni hefur ekki verið rætt alvarlega að bólusetja íslensk börn fyrir heilahimnubólgu. Sóley hvetur íslensk heilbrigðisyfirvöld til að taka bólusetninguna upp sem fyrst. „Auðvitað. Þetta ætti bara að vera skylda inni í öllum bólusetningum. Svo er líka bara dýrt að missa börn, mannslíf eru meira virði en peningar,“ segir Sóley.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira