Missti dóttur sína úr heilahimnubólgu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2016 19:00 Móðir sautján mánaða stúlku sem lést úr heilahimnubólgu segir mikilvægt að íslensk heilbrigðisyfirvöld taki upp bólusetningu gegn heilahimnubólgu B, líkt og bresk yfirvöld gerðu nýlega. Það gæti komið í veg fyrir að önnur börn hljóti sömu örlög og dóttir hennar. Breskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað mikið um mál tveggja ára stúlku, Faye Burdett, sem lést fjórtánda febrúar síðastliðinn af völdum heilahimnubólgu B. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi. Ekki síst vegna þess að þarlend heilbrigðisyfirvöld tóku í september á síðasta ári að bólusetja börn gegn þessari tegund heilahimnubólgu, en Faye litla hafði ekki verið bólusett. Heilahimnubólga B orsakast af bakteríusýkingu sem getur náð inn í heilahimnurnar og leitt til dauða. Á Íslandi eru börn bólusett gegn heilahimnubólgu C, en ekki heilahimnubólgu B. Sóley Sævarsdóttir missti sautján mánaða dóttur sína, Hrafnhildi Líf, árið 2003 eftir að hún veiktist af heilahimnubólgu B. Hún segir fréttirnar af litlu stúlkunni í Bretlandi rífa upp sárin, en læknir sendi Sóley heim með Hrafnhildi daginn áður en hún missti meðvitund vegna veikindanna og vaknaði aldrei aftur. „Svo komum við heim og hún verður ennþá veikari. Ég hringi upp á læknavakt um kvöldið og þá er mér sagt að gefa henni stíl og bíða þrátt fyrir að ég hafi lýst ástandi hennar. Ég hringi líka upp á barnaspítala og fæ sömu svör. Svo förum við að sofa og hún vaknar um nóttina og er mjög veik. Ég hringi upp á Læknavakt til að reyna að fá lækni hingað heim og fæ þau svör að þar sé tveggja tíma bið. Svo ég skelli á og ætla að fara að undirbúa hana til að fara bara upp á spítala þegar hún missir meðvitund í fanginu á mér,“ segir Sóley. Sóley segir heilbrigðisstarfsfólk ekki hafa hlustað á sig þegar hana grunaði að Hrafnhildur litla væri alvarlega veik. Það sé nístandi sárt að hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða hennar hefði fengist rétt greining strax og hún leitaði til læknis. Sóley hvetur foreldra til að vera ákveðna í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk gruni þá að eitthvað alvarlegt sé að. „Og hlusta á móðurhjartað. Við vitum alltaf fyrir bestu hvað er að.“ Hjá Landlækni hefur ekki verið rætt alvarlega að bólusetja íslensk börn fyrir heilahimnubólgu. Sóley hvetur íslensk heilbrigðisyfirvöld til að taka bólusetninguna upp sem fyrst. „Auðvitað. Þetta ætti bara að vera skylda inni í öllum bólusetningum. Svo er líka bara dýrt að missa börn, mannslíf eru meira virði en peningar,“ segir Sóley. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Móðir sautján mánaða stúlku sem lést úr heilahimnubólgu segir mikilvægt að íslensk heilbrigðisyfirvöld taki upp bólusetningu gegn heilahimnubólgu B, líkt og bresk yfirvöld gerðu nýlega. Það gæti komið í veg fyrir að önnur börn hljóti sömu örlög og dóttir hennar. Breskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað mikið um mál tveggja ára stúlku, Faye Burdett, sem lést fjórtánda febrúar síðastliðinn af völdum heilahimnubólgu B. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi. Ekki síst vegna þess að þarlend heilbrigðisyfirvöld tóku í september á síðasta ári að bólusetja börn gegn þessari tegund heilahimnubólgu, en Faye litla hafði ekki verið bólusett. Heilahimnubólga B orsakast af bakteríusýkingu sem getur náð inn í heilahimnurnar og leitt til dauða. Á Íslandi eru börn bólusett gegn heilahimnubólgu C, en ekki heilahimnubólgu B. Sóley Sævarsdóttir missti sautján mánaða dóttur sína, Hrafnhildi Líf, árið 2003 eftir að hún veiktist af heilahimnubólgu B. Hún segir fréttirnar af litlu stúlkunni í Bretlandi rífa upp sárin, en læknir sendi Sóley heim með Hrafnhildi daginn áður en hún missti meðvitund vegna veikindanna og vaknaði aldrei aftur. „Svo komum við heim og hún verður ennþá veikari. Ég hringi upp á læknavakt um kvöldið og þá er mér sagt að gefa henni stíl og bíða þrátt fyrir að ég hafi lýst ástandi hennar. Ég hringi líka upp á barnaspítala og fæ sömu svör. Svo förum við að sofa og hún vaknar um nóttina og er mjög veik. Ég hringi upp á Læknavakt til að reyna að fá lækni hingað heim og fæ þau svör að þar sé tveggja tíma bið. Svo ég skelli á og ætla að fara að undirbúa hana til að fara bara upp á spítala þegar hún missir meðvitund í fanginu á mér,“ segir Sóley. Sóley segir heilbrigðisstarfsfólk ekki hafa hlustað á sig þegar hana grunaði að Hrafnhildur litla væri alvarlega veik. Það sé nístandi sárt að hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða hennar hefði fengist rétt greining strax og hún leitaði til læknis. Sóley hvetur foreldra til að vera ákveðna í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk gruni þá að eitthvað alvarlegt sé að. „Og hlusta á móðurhjartað. Við vitum alltaf fyrir bestu hvað er að.“ Hjá Landlækni hefur ekki verið rætt alvarlega að bólusetja íslensk börn fyrir heilahimnubólgu. Sóley hvetur íslensk heilbrigðisyfirvöld til að taka bólusetninguna upp sem fyrst. „Auðvitað. Þetta ætti bara að vera skylda inni í öllum bólusetningum. Svo er líka bara dýrt að missa börn, mannslíf eru meira virði en peningar,“ segir Sóley.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira