Innlent

Háskólanemar borga þúsundir króna fyrir glósur

Sæunn Gísladóttir skrifar
Formaður Stúdentsráðs segir sölu af glósum hafa verið viðloðandi í Háskóla Íslands eins og öðrum menntastofnunum.
Formaður Stúdentsráðs segir sölu af glósum hafa verið viðloðandi í Háskóla Íslands eins og öðrum menntastofnunum. Vísir/Anton
Dæmi eru um að leshópar í Háskóla Íslands greiði allt að fimm þúsund krónur á mann fyrir góðar glósur frá öðrum nemendum fyrir próf í skólanum þessa dagana. Formaður Stúdentaráðs segir þetta einstök tilvik þegar glósur eru seldar, en að Stúdentaráð geri ekki athugasemd við fyrirkomulagið.

Aron Ólafsson er formaður Stúdentaráðs.
„Ég hef ekki heyrt að það sé vandamál að fólk sé að selja glósur sínar. Ég hef heyrt af þessu en ekki í miklum mæli. Þetta hefur verið viðloðandi bæði í þessari menntastofnun eins og öðrum. Glósur hafa oft gengið manna á milli, en það eru einstök tilvik þar sem þær eru seldar,“ segir Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs.

Hann segir Stúdentaráð ekki gera athugasemdir við það að nemendur selji glósur sínar. „Það er um að gera að fólk nýti sína getu og geri góðar glósur og geti selt þær ef einhverjir vilja kaupa þær. Þetta hjálpar nemendum að fá aukinn skilning á efninu,“ segir Aron Ólafsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×