Vilja segja sig úr Vogum og ganga til liðs við Hafnarfjörð Bjarki Ármannsson skrifar 25. febrúar 2016 10:00 Tilvonandi Hafnfirðingarnir Virgill Scheving Einarsson og Stefán Árnason. Vísir/GVA Tveir landeigendur á Vatnsleysuströnd hyggjast á næstu dögum kanna hug nágranna sinna varðandi möguleikann á því að segja skilið við sveitarfélagið Voga og ganga þess í stað til liðs við Hafnarfjörð. Þeir eru í meira lagi ósáttir með þjónustuna sem þeir fá frá Vogum og segir annar þeirra að þeir upplifi sig sem utangarðsmenn. „Ég hef talað við fólk og það er mikil óánægja með þjónustuna og það að við skulum vera í þessu bæjarfélagi,“ segir Virgill Scheving Einarsson. „Ég fer í pottana í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og þeir segja að okkur sé miklu betur varið með Hafnarfirði en í þessu plássi, því þeir munu til dæmis senda hingað moksturstæki.“ Virgill og nágranni hans, Stefán Árnason í Austurkoti, hafa þegar haft samband við Hafnarfjarðarbæ og segjast hafa fengið jákvæð viðbrögð þar. Enda þurfi bærinn meira land til að byggja á. Að sögn Virgils eru þeir Stefán meðal annars ósáttir við að ekkert hafi verið mokað við bæina í vetur, bréfum til bæjarstjórnar sé ekki svarað og að aðeins fáeinum íbúum hverfisins sé séð fyrir vatni. „Það er skilti komið þarna upp við Vogana þar sem fólk er hvatt og sagt „Góða ferð,“ þegar það keyrir hingað. Svo þegar maður kemur héðan í Vogana, þá stendur „Velkominn í Voga,““ bendir hann á. „Það er eins og þessi staður hérna sé ekki til.“Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því.Vísir/LoftmyndirRúmlega þúsund manns búa í sveitarfélaginu Vogum, sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur, þar af langflestir í þéttbýliskjarna. Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því. Þeir Virgill og Stefán stefna á að funda fljótlega með bæjarstjórn Hafnarfjarðar þegar búið er að ganga í hús í hverfinu og kanna hug manna til þess að skipta um bæjarfélag. Meirihluti þarf að vera meðal íbúa hverfisins til þess að málið geti farið fyrir innanríkisráðuneytið og Alþingi, að sögn Virgils. Hann segist vongóður um að nágrannarnir taki vel í hugmyndina. „Þegar það er búið að leggja fyrir þau forsendurnar, til dæmis það að land mun hækka í verði,“ segir hann. „Þetta liggur ljóst fyrir, því Vatnsleysuströnd er fáeinum kílómetrum fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þannig að ég er bjartsýnn, ég tal að hag okkar sé miklu betur farið í Hafnarfirði.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Tveir landeigendur á Vatnsleysuströnd hyggjast á næstu dögum kanna hug nágranna sinna varðandi möguleikann á því að segja skilið við sveitarfélagið Voga og ganga þess í stað til liðs við Hafnarfjörð. Þeir eru í meira lagi ósáttir með þjónustuna sem þeir fá frá Vogum og segir annar þeirra að þeir upplifi sig sem utangarðsmenn. „Ég hef talað við fólk og það er mikil óánægja með þjónustuna og það að við skulum vera í þessu bæjarfélagi,“ segir Virgill Scheving Einarsson. „Ég fer í pottana í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og þeir segja að okkur sé miklu betur varið með Hafnarfirði en í þessu plássi, því þeir munu til dæmis senda hingað moksturstæki.“ Virgill og nágranni hans, Stefán Árnason í Austurkoti, hafa þegar haft samband við Hafnarfjarðarbæ og segjast hafa fengið jákvæð viðbrögð þar. Enda þurfi bærinn meira land til að byggja á. Að sögn Virgils eru þeir Stefán meðal annars ósáttir við að ekkert hafi verið mokað við bæina í vetur, bréfum til bæjarstjórnar sé ekki svarað og að aðeins fáeinum íbúum hverfisins sé séð fyrir vatni. „Það er skilti komið þarna upp við Vogana þar sem fólk er hvatt og sagt „Góða ferð,“ þegar það keyrir hingað. Svo þegar maður kemur héðan í Vogana, þá stendur „Velkominn í Voga,““ bendir hann á. „Það er eins og þessi staður hérna sé ekki til.“Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því.Vísir/LoftmyndirRúmlega þúsund manns búa í sveitarfélaginu Vogum, sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur, þar af langflestir í þéttbýliskjarna. Árið 2005 gengu íbúar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna en íbúar Voga höfnuðu því. Þeir Virgill og Stefán stefna á að funda fljótlega með bæjarstjórn Hafnarfjarðar þegar búið er að ganga í hús í hverfinu og kanna hug manna til þess að skipta um bæjarfélag. Meirihluti þarf að vera meðal íbúa hverfisins til þess að málið geti farið fyrir innanríkisráðuneytið og Alþingi, að sögn Virgils. Hann segist vongóður um að nágrannarnir taki vel í hugmyndina. „Þegar það er búið að leggja fyrir þau forsendurnar, til dæmis það að land mun hækka í verði,“ segir hann. „Þetta liggur ljóst fyrir, því Vatnsleysuströnd er fáeinum kílómetrum fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þannig að ég er bjartsýnn, ég tal að hag okkar sé miklu betur farið í Hafnarfirði.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira