Gatlin þurfti kalda til að slá heimsmet Bolts | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 19:00 Justin Gatlin með silfur og Usain Bolt með gull á HM í Peking í fyrra. vísir/getty Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin, fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi, sló heimsmet Usain Bolt í 100 metrunum í japönskum sjónvarpsþætti á dögunum. Gatlin hljóp 100 metrana á 9,45 sekúndum en met Bolts, sem Jamaíkumaðurinn setti á HM í Berlín 2009, eru 9,58 sekúndur. Metið var þó langt frá því að vera tekið gilt hjá Gatlin því hann hljóp undan vindvél sem hjálpaði honum að slá þetta sjö ára gamla met. Meðvindurinn mældist 8,9 metrar á sekúndu sem gera fimm vindstig samkvæmt gamla kerfinu, en á íslensku kallast það kaldi. Meðvindur má mest vera tveir metrar á sekúndu til að fá met tekin gild í frjálsíþróttum og var hann til samanburðar 0,9 metrar á sekúndu þegar Bolt settið heimsmetið í Berlín. Justin Gatlin er líklega eini maðurinn sem getur komið í veg fyrir að Bolt vinni ekki 100 metra hlaupið þriðju Ólympíuleikana í röð í Ríó í sumar. Bandaríkjamaðurinn, sem hefur tvívegis farið í keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar, hefur verið helsti keppinautur Bolts undanfarin misseri. Hann varð í öðru sæti í 100 metra hlaupi á eftir Bolt á heimsmeistaramótinu í Peking síðasta sumar. Þar var Gatlin aðeins einum hundraðsta á eftir Jamaíkamanninum í mark. Myndband af Gatlin að slá heimsmetið í 100 metra hlaupi á ólöglegan máta má sjá hér að neðan. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin, fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi, sló heimsmet Usain Bolt í 100 metrunum í japönskum sjónvarpsþætti á dögunum. Gatlin hljóp 100 metrana á 9,45 sekúndum en met Bolts, sem Jamaíkumaðurinn setti á HM í Berlín 2009, eru 9,58 sekúndur. Metið var þó langt frá því að vera tekið gilt hjá Gatlin því hann hljóp undan vindvél sem hjálpaði honum að slá þetta sjö ára gamla met. Meðvindurinn mældist 8,9 metrar á sekúndu sem gera fimm vindstig samkvæmt gamla kerfinu, en á íslensku kallast það kaldi. Meðvindur má mest vera tveir metrar á sekúndu til að fá met tekin gild í frjálsíþróttum og var hann til samanburðar 0,9 metrar á sekúndu þegar Bolt settið heimsmetið í Berlín. Justin Gatlin er líklega eini maðurinn sem getur komið í veg fyrir að Bolt vinni ekki 100 metra hlaupið þriðju Ólympíuleikana í röð í Ríó í sumar. Bandaríkjamaðurinn, sem hefur tvívegis farið í keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar, hefur verið helsti keppinautur Bolts undanfarin misseri. Hann varð í öðru sæti í 100 metra hlaupi á eftir Bolt á heimsmeistaramótinu í Peking síðasta sumar. Þar var Gatlin aðeins einum hundraðsta á eftir Jamaíkamanninum í mark. Myndband af Gatlin að slá heimsmetið í 100 metra hlaupi á ólöglegan máta má sjá hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira