Heilsuskertir ökumenn valda hættu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2016 14:45 Í 45 prósentum tilfella voru ökumenn sem tilkynntir voru í rannsókninni með heilabilun og ættu ekki undir neinum kringumstæðum að vera með gilt ökuleyfi. Vísir/Ernir Ekki er til formleg leið á Íslandi til að tilkynna um ökumenn sem ættu ekki að vera undir stýri vegna heilsubrests. Áhyggjufullir fjölskyldumeðlimir geta til að mynda lítið gert annað til að bæta öryggi ökumannsins eða annarra en talað við hann eða falið bíllykla. Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur segir mikilvægt að skilja betur tengsl heilsuskerðingar og umferðarslysa þar sem hlutfall eldri ökumanna hækkar sífellt. Hann tók þátt í rannsókn á tilkynninga- og matsferli í Missouri í Bandaríkjunum og segir vanta sambærilegt kerfi á Íslandi.Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur.Í Missouri getur heilbrigðisstarfsfólk, nánir fjölskyldumeðlimir, lögregla og starfsfólk ökuleyfastofa tilkynnt um mögulega heilsuskerta ökumenn. Við tekur læknisfræðilegt mat á aksturshæfni og í sumum tilfellum skriflegt eða verklegt próf. Matið getur leitt til takmarkana eða niðurfellingar á ökuleyfi. „Langflestir sem eru tilkynntir missa ökuskírteinið og um helmingur vegna heilabilunar, til dæmis Alzheimer,“ segir Guðmundur. „Það sýnir mikilvægi þess að heimilislæknar á Íslandi fái sérstaka þjálfun til að meta áhrif heilabilana á umferðaröryggi.“ Eldri borgarar á Íslandi þurfa reglulega að fá læknisvottorð til að fá ökuskírteini endurnýjað. „En það er spurning hversu formlegt ferli það er. Þar að auki getur fimmtug manneskja fengið heilabilun og verið hættuleg í umferðinni.“Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, tekur undir orð Guðmundar. „Við höfum rannsakað nokkur banaslys undanfarin ár þar sem ökumenn sem hafa verið að glíma við veikindi koma við sögu. Tildrög slysanna og ástand ökumanna vegna lyfjatöku bendir til að fyrr hefði þurft að grípa inn í. Það þarf að bæta kerfið.“ Ágúst segir ekki nýjar tölur til um hve mörg slys verði vegna heilsulausra ökumanna en það verði banaslys og alvarleg slys á hverju ári vegna þeirra. „Það eru eitt til þrjú banaslys á hverju ári. Svo eru líka tilvik þar sem fólk langt leitt í sínum sjúkdómi deyr undir stýri. Fólk sem hefði ekki átt að vera að keyra.“ Ágúst segir mikilvægt að almenningur viti hvernig eigi að bregðast við, að hægt sé á einfaldan hátt að tilkynna um heilsubrest ökumanns og að óháður aðili taki svo ákvörðun um ökuleyfissviptingu. „Tillögur rannsóknarnefndar ganga út á að komið verði á fót embætti trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem myndi hafa samband við ökumenn og fara fram á heilsufars- og ökupróf. Sá aðili myndi hafa samband við ökumanninn og fara fram á heilsufarspróf og mat á aksturshæfni. Fagleg greining og ökumat er langheiðarlegast og skynsamlegast fyrir ökumanninn sjálfan. Ef hann stenst prófið, þá er það afgreitt mál. Ef hann gerir það ekki, þá er búið að skera úr um það að viðkomandi á alls ekki að keyra.“ Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ekki er til formleg leið á Íslandi til að tilkynna um ökumenn sem ættu ekki að vera undir stýri vegna heilsubrests. Áhyggjufullir fjölskyldumeðlimir geta til að mynda lítið gert annað til að bæta öryggi ökumannsins eða annarra en talað við hann eða falið bíllykla. Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur segir mikilvægt að skilja betur tengsl heilsuskerðingar og umferðarslysa þar sem hlutfall eldri ökumanna hækkar sífellt. Hann tók þátt í rannsókn á tilkynninga- og matsferli í Missouri í Bandaríkjunum og segir vanta sambærilegt kerfi á Íslandi.Guðmundur Freyr Úlfarsson samgönguverkfræðingur.Í Missouri getur heilbrigðisstarfsfólk, nánir fjölskyldumeðlimir, lögregla og starfsfólk ökuleyfastofa tilkynnt um mögulega heilsuskerta ökumenn. Við tekur læknisfræðilegt mat á aksturshæfni og í sumum tilfellum skriflegt eða verklegt próf. Matið getur leitt til takmarkana eða niðurfellingar á ökuleyfi. „Langflestir sem eru tilkynntir missa ökuskírteinið og um helmingur vegna heilabilunar, til dæmis Alzheimer,“ segir Guðmundur. „Það sýnir mikilvægi þess að heimilislæknar á Íslandi fái sérstaka þjálfun til að meta áhrif heilabilana á umferðaröryggi.“ Eldri borgarar á Íslandi þurfa reglulega að fá læknisvottorð til að fá ökuskírteini endurnýjað. „En það er spurning hversu formlegt ferli það er. Þar að auki getur fimmtug manneskja fengið heilabilun og verið hættuleg í umferðinni.“Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, tekur undir orð Guðmundar. „Við höfum rannsakað nokkur banaslys undanfarin ár þar sem ökumenn sem hafa verið að glíma við veikindi koma við sögu. Tildrög slysanna og ástand ökumanna vegna lyfjatöku bendir til að fyrr hefði þurft að grípa inn í. Það þarf að bæta kerfið.“ Ágúst segir ekki nýjar tölur til um hve mörg slys verði vegna heilsulausra ökumanna en það verði banaslys og alvarleg slys á hverju ári vegna þeirra. „Það eru eitt til þrjú banaslys á hverju ári. Svo eru líka tilvik þar sem fólk langt leitt í sínum sjúkdómi deyr undir stýri. Fólk sem hefði ekki átt að vera að keyra.“ Ágúst segir mikilvægt að almenningur viti hvernig eigi að bregðast við, að hægt sé á einfaldan hátt að tilkynna um heilsubrest ökumanns og að óháður aðili taki svo ákvörðun um ökuleyfissviptingu. „Tillögur rannsóknarnefndar ganga út á að komið verði á fót embætti trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem myndi hafa samband við ökumenn og fara fram á heilsufars- og ökupróf. Sá aðili myndi hafa samband við ökumanninn og fara fram á heilsufarspróf og mat á aksturshæfni. Fagleg greining og ökumat er langheiðarlegast og skynsamlegast fyrir ökumanninn sjálfan. Ef hann stenst prófið, þá er það afgreitt mál. Ef hann gerir það ekki, þá er búið að skera úr um það að viðkomandi á alls ekki að keyra.“
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira