Innlent

Kynna hugmyndir um kirkjugarð í vestanverðu Úlfarsfelli

Atli Ísleifsson skrifar
Kynningarfundur um tillögu að nýjum kirkjugarði í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar.
Kynningarfundur um tillögu að nýjum kirkjugarði í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar. Mynd/Reykjavíkurborg
Kynningarfundur um tillögu að nýjum kirkjugarði í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar. 

Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar standi að opnum kynningarfundi um tillögu að nýjum kirkjugarði í vestanverðu Úlfarsfelli. Hann verður haldinn í Dalskóla á þriðjudaginn og hefst klukkan 17.

„Drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfismati verða kynnt á fundinum ásamt staðarvali nýs kirkjugarðs í Reykjavík, skipulag svæðis, undirbúningi framkvæmda og umhverfisáhrif.

Þá verða frumdrög að nýju deiliskipulagi kirkjugarðs í vestanverðu Úlfarsfelli kynnt,“ segir í fréttinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×