Seðlabankinn þrisvar brotið jafnréttislög á skömmum tíma Sæunn Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Karlkyns sérfræðingur fékk hærri byrjunarlaun en tveir kvenkyns sérfræðingar hjá seðlabankanum við ráðningu árið 2015 VÍSIR/Getty Kærunefnd jafnréttismála hefur í þrígang á þremur árum komist að þeirri niðurstöðu að Seðlabanki Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Sami starfsmannastjóri hefur starfað hjá bankanum yfir tímabilið sem um ræðir. Kvenumsækjandi kærði til jafnréttisnefndar í lok árs 2012 að karl hefði verið ráðinn í starf sem hún sótti um, en hún taldi sig vera hæfari. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði verið að minnsta kosti jafn hæf til að gegna starfinu. Konur í starfi sérfræðings hjá kærða voru umtalsvert færri og bar því Seðlabankanum að leitast við að jafna stöðu kynjanna hvað þau störf varðaði. Úrskurðað var um tvö mál í lok október 2015. Tvær konur kærðu að byrjunarlaun þeirra væru ákvörðuð lægri en karlmanns. Öll þrjú voru ráðin í jafnverðmætt starf en konurnar greindu frá því að þær hefðu fengið 17 prósent álag á laun sín en karlmaðurinn 32,4 prósent. Konurnar voru ráðnar í stöðu sérfræðings í undanþágudeild gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands en karlinn var ráðinn í stöðu sérfræðings í rannsóknardeild gjaldeyriseftirlitsins á sama tíma. Samkvæmt úrskurðinum greindi Seðlabankinn frá því að ákvörðun um álag á laun þeirra hafi verið byggð á hlutlægum viðmiðum á grundvelli upplýsinga úr umsókn og starfsviðtali. Niðurstaða kærunefndar var að Seðlabankanum hefði ekki tekist að sýna fram á að launamunurinn væri byggður á öðru en kynferði. Ein kvennanna sem kærði til kærunefndar jafnréttismála segir að hún viti fyrir víst að brotið hafi verið á fleirum. Í upphafi hafi þær verið fleiri í kæruferlinu sem töldu að hefði verið brotið á sér. Hún segist jafnframt vita að kynbundinn launamismunur viðgangist enn þá innan Seðlabankans. Heimildarmaður segir að málið hafi ekki verið rætt innanhúss við starfsmenn. Bankinn hafi ekki upplýst starfsmenn um til hvaða ráðstafana hann hyggst grípa ef önnur sambærileg mál koma upp og ekkert rætt um niðurstöðu úrskurðanna við starfsmenn. Sérfræðingarnir tóku allir til starfa þann 1. maí 2014. Karlmaðurinn fékk launahækkun við fastráðningu 1. nóvember 2014. Önnur konan fékk ekki fastráðningu og hætti störfum, en hin konan fékk launahækkun við fastráðningu þann 1. febrúar 2015. Óskað var eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna málsins. Þau svör fengust að málin hefðu verið yfirfarin innan bankans og viðeigandi lærdómar dregnir. Þá hafi þeim verið lokið í sátt við viðkomandi aðila. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Kærunefnd jafnréttismála hefur í þrígang á þremur árum komist að þeirri niðurstöðu að Seðlabanki Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Sami starfsmannastjóri hefur starfað hjá bankanum yfir tímabilið sem um ræðir. Kvenumsækjandi kærði til jafnréttisnefndar í lok árs 2012 að karl hefði verið ráðinn í starf sem hún sótti um, en hún taldi sig vera hæfari. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði verið að minnsta kosti jafn hæf til að gegna starfinu. Konur í starfi sérfræðings hjá kærða voru umtalsvert færri og bar því Seðlabankanum að leitast við að jafna stöðu kynjanna hvað þau störf varðaði. Úrskurðað var um tvö mál í lok október 2015. Tvær konur kærðu að byrjunarlaun þeirra væru ákvörðuð lægri en karlmanns. Öll þrjú voru ráðin í jafnverðmætt starf en konurnar greindu frá því að þær hefðu fengið 17 prósent álag á laun sín en karlmaðurinn 32,4 prósent. Konurnar voru ráðnar í stöðu sérfræðings í undanþágudeild gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands en karlinn var ráðinn í stöðu sérfræðings í rannsóknardeild gjaldeyriseftirlitsins á sama tíma. Samkvæmt úrskurðinum greindi Seðlabankinn frá því að ákvörðun um álag á laun þeirra hafi verið byggð á hlutlægum viðmiðum á grundvelli upplýsinga úr umsókn og starfsviðtali. Niðurstaða kærunefndar var að Seðlabankanum hefði ekki tekist að sýna fram á að launamunurinn væri byggður á öðru en kynferði. Ein kvennanna sem kærði til kærunefndar jafnréttismála segir að hún viti fyrir víst að brotið hafi verið á fleirum. Í upphafi hafi þær verið fleiri í kæruferlinu sem töldu að hefði verið brotið á sér. Hún segist jafnframt vita að kynbundinn launamismunur viðgangist enn þá innan Seðlabankans. Heimildarmaður segir að málið hafi ekki verið rætt innanhúss við starfsmenn. Bankinn hafi ekki upplýst starfsmenn um til hvaða ráðstafana hann hyggst grípa ef önnur sambærileg mál koma upp og ekkert rætt um niðurstöðu úrskurðanna við starfsmenn. Sérfræðingarnir tóku allir til starfa þann 1. maí 2014. Karlmaðurinn fékk launahækkun við fastráðningu 1. nóvember 2014. Önnur konan fékk ekki fastráðningu og hætti störfum, en hin konan fékk launahækkun við fastráðningu þann 1. febrúar 2015. Óskað var eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna málsins. Þau svör fengust að málin hefðu verið yfirfarin innan bankans og viðeigandi lærdómar dregnir. Þá hafi þeim verið lokið í sátt við viðkomandi aðila.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira