Lífið

Tók upp einstakt myndband á nýstárlegan máta

Samúel Karl Ólason skrifar
Skíðakappi frá Sviss birti á dögunum nýstárlegt myndband. Í stað þess að eyða fúlgum fjár í búnað til að taka upp flott myndbönd þurfti Nicolas Vuignier einungis spotta og iPhone. Miðflóttaafl sá um restina.Með því að sveifla snjallsímanum í kringum sig á ferð niður brekkur tókst Vuignier að taka upp einstakt myndband, en hann segist hafa þróað þessa upptökuaðferð á tveimur árum.Útkomuna má sjá hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.