Segir ekki sannfærandi að tala um að allt gangi betur á Íslandi þegar börnum sem líður illa hefur fjölgað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2016 16:59 Svandís Svavarsdóttir Vísir/Daníel Þrír þingmenn Vinstri grænna ræddu nýja skýrslu UNICEF um efnislegan skort barna á Íslandi undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að gera má ráð fyrir að 6100 börn hér á landi líði skort og þar af líði 1586 börn verulegan skort. Þá hefur hlutfall þeirra barna sem búa við skort aukist mjög. Árið 2009 liðu 4 prósent barna á Íslandi skort en árið 2014 var hlutfallið komið upp í 9,1 prósent. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sagði niðurstöður skýrslunnar óásættanlegar. Þá sagði hún margar spurningar vakna við lestur skýrslunnar sem leita þyrfti svara við. Þannig væru börn ungra foreldra líklegri til að líða skort og kanna þyrfti hvers vegna það væri. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessum niðurstöðum því engin börn á Íslandi eiga að líða skort. Það eiga öll börn að hafa sömu tækifæri til lífs og þroska eins og stjórnarskrá og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveða á um,“ sagði Bjarkey meðal annars. Undir orð hennar tók Lilja Rafney Gunnarsdóttir og nefndi meðal annars börn atvinnulausra en þau eru, ásamt börnum sem eiga foreldra sem eru í minna en 50 prósent starfshlutfalli, líklegust til að líða skort. „Börn við þessar aðstæður, þau einangrast, þau geta ekki haft sama aðgengi að tómstundum, eru vannærð jafnvel og hafa lítinn stuðning félagslega. Skortur í æsku getur haft mikil áhrif til framtíðar fyrir þessi sömu börn. Þess vegna segi ég að við sem störfum hér á Alþingi, við getum haft mikil áhrif, hvernig skattastefnan er hverju sinni, sem snýr að jöfnuði, hvernig húsnæðisstefnan er hverju sinni [...]“ Svandís Svavarsdóttir gerði svo skýrsluna einnig að umtalsefni sínu en hún sagði fjölgunina í þeim fjölda barna sem nú búa við efnislegan skort á Íslandi gerast í samhengi við ákvarðanir og vilja stjórnvalda á hverjum tíma. „Meðal annars þær ákvarðanir að lækka barnabætur, að lækka vaxtabætur, að hækka matarskatt og að hækka ekki örorkubætur til jafns við aðra á vinnumarkaði. Allt þetta hefur áhrif á daglegt líf og kjör barna og allt þetta eykur skort í lífi íslenskra barna. Virðulegur forseti. Það er algjörlega óásættanlegt annað en að stjórnvöld skjóti nú á sérstökum fundi og að afurðin verði ekkert minni en það að þar verði lögð fram áætlun um útrýmingu fátæktar barna á Íslandi. Við eigum ekki að líða það að börn líði skort. Það er ekki sannfærandi þegar hæstvirtur forsætisráðherra eða hæstvirtur fjármálaráðherra berja sér á brjóst í áramótaávörpum og í áramótaþáttum hér og tala um að allt gangi betur á Íslandi þegar börnum sem líður illa hefur fjölgað svo um munar,“ sagði Svandís. Tengdar fréttir Fleiri börn sem eiga foreldra fædda á Íslandi búa við skort en áður Hins vegar hefur staða barna sem eiga foreldra sem ekki eru fæddir hér á landi hefur batnað verulega frá árinu 2009 sé litið til efnislegra gæða. 20. janúar 2016 11:59 Sláandi tölur í nýrri skýrslu UNICEF um hversu mörg börn líða skort á Íslandi Gera ráð fyrir að 6100 börn líði skort hér á landi og að af þeim líði 1586 börn verulegan skort. 20. janúar 2016 10:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Þrír þingmenn Vinstri grænna ræddu nýja skýrslu UNICEF um efnislegan skort barna á Íslandi undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að gera má ráð fyrir að 6100 börn hér á landi líði skort og þar af líði 1586 börn verulegan skort. Þá hefur hlutfall þeirra barna sem búa við skort aukist mjög. Árið 2009 liðu 4 prósent barna á Íslandi skort en árið 2014 var hlutfallið komið upp í 9,1 prósent. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sagði niðurstöður skýrslunnar óásættanlegar. Þá sagði hún margar spurningar vakna við lestur skýrslunnar sem leita þyrfti svara við. Þannig væru börn ungra foreldra líklegri til að líða skort og kanna þyrfti hvers vegna það væri. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessum niðurstöðum því engin börn á Íslandi eiga að líða skort. Það eiga öll börn að hafa sömu tækifæri til lífs og þroska eins og stjórnarskrá og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveða á um,“ sagði Bjarkey meðal annars. Undir orð hennar tók Lilja Rafney Gunnarsdóttir og nefndi meðal annars börn atvinnulausra en þau eru, ásamt börnum sem eiga foreldra sem eru í minna en 50 prósent starfshlutfalli, líklegust til að líða skort. „Börn við þessar aðstæður, þau einangrast, þau geta ekki haft sama aðgengi að tómstundum, eru vannærð jafnvel og hafa lítinn stuðning félagslega. Skortur í æsku getur haft mikil áhrif til framtíðar fyrir þessi sömu börn. Þess vegna segi ég að við sem störfum hér á Alþingi, við getum haft mikil áhrif, hvernig skattastefnan er hverju sinni, sem snýr að jöfnuði, hvernig húsnæðisstefnan er hverju sinni [...]“ Svandís Svavarsdóttir gerði svo skýrsluna einnig að umtalsefni sínu en hún sagði fjölgunina í þeim fjölda barna sem nú búa við efnislegan skort á Íslandi gerast í samhengi við ákvarðanir og vilja stjórnvalda á hverjum tíma. „Meðal annars þær ákvarðanir að lækka barnabætur, að lækka vaxtabætur, að hækka matarskatt og að hækka ekki örorkubætur til jafns við aðra á vinnumarkaði. Allt þetta hefur áhrif á daglegt líf og kjör barna og allt þetta eykur skort í lífi íslenskra barna. Virðulegur forseti. Það er algjörlega óásættanlegt annað en að stjórnvöld skjóti nú á sérstökum fundi og að afurðin verði ekkert minni en það að þar verði lögð fram áætlun um útrýmingu fátæktar barna á Íslandi. Við eigum ekki að líða það að börn líði skort. Það er ekki sannfærandi þegar hæstvirtur forsætisráðherra eða hæstvirtur fjármálaráðherra berja sér á brjóst í áramótaávörpum og í áramótaþáttum hér og tala um að allt gangi betur á Íslandi þegar börnum sem líður illa hefur fjölgað svo um munar,“ sagði Svandís.
Tengdar fréttir Fleiri börn sem eiga foreldra fædda á Íslandi búa við skort en áður Hins vegar hefur staða barna sem eiga foreldra sem ekki eru fæddir hér á landi hefur batnað verulega frá árinu 2009 sé litið til efnislegra gæða. 20. janúar 2016 11:59 Sláandi tölur í nýrri skýrslu UNICEF um hversu mörg börn líða skort á Íslandi Gera ráð fyrir að 6100 börn líði skort hér á landi og að af þeim líði 1586 börn verulegan skort. 20. janúar 2016 10:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Fleiri börn sem eiga foreldra fædda á Íslandi búa við skort en áður Hins vegar hefur staða barna sem eiga foreldra sem ekki eru fæddir hér á landi hefur batnað verulega frá árinu 2009 sé litið til efnislegra gæða. 20. janúar 2016 11:59
Sláandi tölur í nýrri skýrslu UNICEF um hversu mörg börn líða skort á Íslandi Gera ráð fyrir að 6100 börn líði skort hér á landi og að af þeim líði 1586 börn verulegan skort. 20. janúar 2016 10:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“