Fjöldi barna sem líða skort hefur tvöfaldast Sæunn Gísladóttir skrifar 21. janúar 2016 06:00 Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna. Fjöldi barna sem líða skort á Íslandi hefur rúmlega tvöfaldast á fimm árum, 9,1 prósent allra barna á Íslandi leið skort árið 2014, samanborið við fjögur prósent barna árið 2009. Samtals líða 6.107 börn skort hér á landi, þar af 1.586 verulegan skort. Þetta kemur fram í skýrslu UNICEF, Réttindi barna á Íslandi: Börn sem líða efnislegan skort, sem kom út í gær. Börn teljast líða skort ef þau skortir tvennt eða fleira af því sem spurt er um í lífskjararannsókn Evrópusambandsins en svör við spurningum úr þeirri rannsókn eru flokkuð með skortgreiningu UNICEF eftir sjö sviðum: næringu, menntun, klæðnaði, upplýsingum, húsnæði, afþreyingu og félagslífi. Aldursbil greiningar UNICEF nær yfir börn á aldrinum 1 árs til 15 ára. Sjá má hluta af spurningunum hér í töflu.Eygló HarðardóttirHelst liðu börn á Íslandi skort árið 2014 hvað varðar húsnæði og félagslíf. Mesta aukningin í prósentustigum er á þeim sviðum, auk afþreyingar. Einungis á sviði upplýsinga og næringar hefur skorturinn minnkað. Skortur meðal barna mælist meiri en hjá fullorðnum. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segist mjög þakklát frumkvæði UNICEF. „Þarna eru að koma mjög skýrt fram áhrif kreppunnar. Manni finnst mjög erfitt að sjá þessar tölur, en þær staðfesta mjög skýrt áherslur okkar í velferðarráðuneytinu á húsnæðimálin. Við sjáum það að þau börn sem eru í fjölskyldum sem eru á leigumarkaðnum eru líklegust til að búa við skort og er það stærsti áhrifaþátturinn," segir Eygló. „Við þurftum þessa greiningu til að sjá áhrif af stuðningskerfi hins opinbera. Við höfum verið með stuðning fyrir einstæða foreldra sem hefur skilað árangri. En börn sem eru með tvo foreldra á heimili sem eru atvinnulausir eða standa höllum fæti á vinnumarkaði, fá kannski ekki nægan stuðning, það eru þá þau börn sem búa við mestan skort," segir Eygló. Talað er um að börn búi við verulegan skort ef þau skortir þrennt eða fleira af listanum. Alls líða 2,4 prósent barna verulegan skort, þrefalt fleiri en 2009. Auk þess hefur fjölda atriða sem börn skortir fjölgað. Árið 2009 skorti ekkert barn meira en fjögur atriði af lista lífskjararannsóknarinnar en árið 2014 skorti börn allt að sjö þætti af listanum. Um 0,2 prósent barna, eða um 147 börn. Erfiður húsnæðismarkaður hefur mikil áhrif á skort barna, en sem fyrr segir var ein mesta aukningin í prósentustigum á sviði húsnæðis. Árið 2009 bjuggu 6,6 prósent barna á leigumarkaði við skort en árið 2014 hafði þetta hlutfall tæplega þrefaldast og var komið upp í 19 prósent. Samkvæmt rannsókninni eru mestar líkur á að barn líði skort á Íslandi ef það er drengur sem á foreldra sem eru einungis með grunnmenntun, yngri en 30 ára, í lægsta tekjubili, á leigumarkaði, fæddir á Íslandi, í stærri bæjum, tveir á heimili með eitt barn, í minna en 50 prósenta starfshlutfalli. Börn yngstu foreldranna eru rúmlega þrisvar sinnum líklegri til að búa við skort en önnur börn. Árið 2009 bjuggu 12,5 prósent barna sem áttu foreldri eða foreldra sem fæddir voru erlendis við skort en aðeins 2,9 prósent barna sem áttu foreldra sem fæddir voru á Íslandi. Árið 2015 bjuggu hins vegar 9,4 prósent þeirra barna sem eiga foreldra fædda á Íslandi við skort, samanborið við 6,8 prósent sem áttu foreldra sem fæddir eru erlendis. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Fjöldi barna sem líða skort á Íslandi hefur rúmlega tvöfaldast á fimm árum, 9,1 prósent allra barna á Íslandi leið skort árið 2014, samanborið við fjögur prósent barna árið 2009. Samtals líða 6.107 börn skort hér á landi, þar af 1.586 verulegan skort. Þetta kemur fram í skýrslu UNICEF, Réttindi barna á Íslandi: Börn sem líða efnislegan skort, sem kom út í gær. Börn teljast líða skort ef þau skortir tvennt eða fleira af því sem spurt er um í lífskjararannsókn Evrópusambandsins en svör við spurningum úr þeirri rannsókn eru flokkuð með skortgreiningu UNICEF eftir sjö sviðum: næringu, menntun, klæðnaði, upplýsingum, húsnæði, afþreyingu og félagslífi. Aldursbil greiningar UNICEF nær yfir börn á aldrinum 1 árs til 15 ára. Sjá má hluta af spurningunum hér í töflu.Eygló HarðardóttirHelst liðu börn á Íslandi skort árið 2014 hvað varðar húsnæði og félagslíf. Mesta aukningin í prósentustigum er á þeim sviðum, auk afþreyingar. Einungis á sviði upplýsinga og næringar hefur skorturinn minnkað. Skortur meðal barna mælist meiri en hjá fullorðnum. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segist mjög þakklát frumkvæði UNICEF. „Þarna eru að koma mjög skýrt fram áhrif kreppunnar. Manni finnst mjög erfitt að sjá þessar tölur, en þær staðfesta mjög skýrt áherslur okkar í velferðarráðuneytinu á húsnæðimálin. Við sjáum það að þau börn sem eru í fjölskyldum sem eru á leigumarkaðnum eru líklegust til að búa við skort og er það stærsti áhrifaþátturinn," segir Eygló. „Við þurftum þessa greiningu til að sjá áhrif af stuðningskerfi hins opinbera. Við höfum verið með stuðning fyrir einstæða foreldra sem hefur skilað árangri. En börn sem eru með tvo foreldra á heimili sem eru atvinnulausir eða standa höllum fæti á vinnumarkaði, fá kannski ekki nægan stuðning, það eru þá þau börn sem búa við mestan skort," segir Eygló. Talað er um að börn búi við verulegan skort ef þau skortir þrennt eða fleira af listanum. Alls líða 2,4 prósent barna verulegan skort, þrefalt fleiri en 2009. Auk þess hefur fjölda atriða sem börn skortir fjölgað. Árið 2009 skorti ekkert barn meira en fjögur atriði af lista lífskjararannsóknarinnar en árið 2014 skorti börn allt að sjö þætti af listanum. Um 0,2 prósent barna, eða um 147 börn. Erfiður húsnæðismarkaður hefur mikil áhrif á skort barna, en sem fyrr segir var ein mesta aukningin í prósentustigum á sviði húsnæðis. Árið 2009 bjuggu 6,6 prósent barna á leigumarkaði við skort en árið 2014 hafði þetta hlutfall tæplega þrefaldast og var komið upp í 19 prósent. Samkvæmt rannsókninni eru mestar líkur á að barn líði skort á Íslandi ef það er drengur sem á foreldra sem eru einungis með grunnmenntun, yngri en 30 ára, í lægsta tekjubili, á leigumarkaði, fæddir á Íslandi, í stærri bæjum, tveir á heimili með eitt barn, í minna en 50 prósenta starfshlutfalli. Börn yngstu foreldranna eru rúmlega þrisvar sinnum líklegri til að búa við skort en önnur börn. Árið 2009 bjuggu 12,5 prósent barna sem áttu foreldri eða foreldra sem fæddir voru erlendis við skort en aðeins 2,9 prósent barna sem áttu foreldra sem fæddir voru á Íslandi. Árið 2015 bjuggu hins vegar 9,4 prósent þeirra barna sem eiga foreldra fædda á Íslandi við skort, samanborið við 6,8 prósent sem áttu foreldra sem fæddir eru erlendis.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira