Þverpólitísk samstaða um að lengja fæðingarorlof vegna andvana fæðinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2016 14:25 Í dag eiga foreldrar rétt á þremur mánuðum sameiginlega vegna andvana fæðinga eftir 22 vikna meðgöngu og tveimur mánuðum einnig sameiginlega ef fósturlát verður eftir 18 vikna meðgöngu. vísir/vilhelm Þverpólitísk samstaða er um það innan velferðarnefndar Alþingis að lengja fæðingarorlof foreldra vegna andvana fæðinga þannig að hvort foreldri fái þriggja mánaða fæðingarorlof ef andvanafæðing verður eftir 22 vikna meðgöngu. Í dag eiga foreldrar rétt á þremur mánuðum sameiginlega vegna andvana fæðinga eftir 22 vikna meðgöngu og tveimur mánuðum einnig sameiginlega ef fósturlát verður eftir 18 vikna meðgöngu. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um foreldra-og fæðingarorlof hvað þetta varðar en fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. Aðrir flutningsmenn frumvarpsins eru þau Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé og Róbert Marshall, samflokksmenn Páls Vals, auk Katrínar Jakobsdóttur, Vinstri grænum, Helga Hrafn Gunnarssonar, Pírötum, og Össurs Skarphéðinssonar, Samfylkingu. Í greinargerð með frumvarpinu, sem er nú lagt fram í annað sinn, segir að það sé lagt fram í því skyni að „leggja rétt foreldra sem eiga andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu að jöfnu við rétt foreldra sem missa barn stuttu eftir fæðingu á meðan á fæðingarorlofi stendur. Gildandi lög gera greinarmun á rétti til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks í slíkum tilvikum sem nemur sex mánuðum. Engin sanngirnisrök liggja því til grundvallar.“ Velferðarnefnd fellst á það að ekki sé ekki heppilegt að svo mikill munur sé á rétti foreldra til fæðingarorlofs-eða styrks eftir því hvort barn deyr fyrir eða eftir fæðingu. Þá segir í nefndaráliti við breytingartillöguna: „Fyrir nefndinni kom jafnframt fram að reynslan sýndi að núgildandi réttur til fæðingarorlofs eða -styrks í kjölfar andvanafæðingar veitti foreldrum ekki nægt svigrúm til að jafna sig. Nefndin telur í ljósi þessa rétt að rýmka rétt til fæðingarorlofs eða -styrks í kjölfar andvanafæðingar þannig að hvort foreldri eigi sjálfstæðan rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs eða -styrks í kjölfar andvanafæðingar og leggur til breytingar á frumvarpinu því til samræmis.“ Nefndarálitið má nálgast hér og frumvarpið hér. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Þverpólitísk samstaða er um það innan velferðarnefndar Alþingis að lengja fæðingarorlof foreldra vegna andvana fæðinga þannig að hvort foreldri fái þriggja mánaða fæðingarorlof ef andvanafæðing verður eftir 22 vikna meðgöngu. Í dag eiga foreldrar rétt á þremur mánuðum sameiginlega vegna andvana fæðinga eftir 22 vikna meðgöngu og tveimur mánuðum einnig sameiginlega ef fósturlát verður eftir 18 vikna meðgöngu. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um foreldra-og fæðingarorlof hvað þetta varðar en fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. Aðrir flutningsmenn frumvarpsins eru þau Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé og Róbert Marshall, samflokksmenn Páls Vals, auk Katrínar Jakobsdóttur, Vinstri grænum, Helga Hrafn Gunnarssonar, Pírötum, og Össurs Skarphéðinssonar, Samfylkingu. Í greinargerð með frumvarpinu, sem er nú lagt fram í annað sinn, segir að það sé lagt fram í því skyni að „leggja rétt foreldra sem eiga andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu að jöfnu við rétt foreldra sem missa barn stuttu eftir fæðingu á meðan á fæðingarorlofi stendur. Gildandi lög gera greinarmun á rétti til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks í slíkum tilvikum sem nemur sex mánuðum. Engin sanngirnisrök liggja því til grundvallar.“ Velferðarnefnd fellst á það að ekki sé ekki heppilegt að svo mikill munur sé á rétti foreldra til fæðingarorlofs-eða styrks eftir því hvort barn deyr fyrir eða eftir fæðingu. Þá segir í nefndaráliti við breytingartillöguna: „Fyrir nefndinni kom jafnframt fram að reynslan sýndi að núgildandi réttur til fæðingarorlofs eða -styrks í kjölfar andvanafæðingar veitti foreldrum ekki nægt svigrúm til að jafna sig. Nefndin telur í ljósi þessa rétt að rýmka rétt til fæðingarorlofs eða -styrks í kjölfar andvanafæðingar þannig að hvort foreldri eigi sjálfstæðan rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs eða -styrks í kjölfar andvanafæðingar og leggur til breytingar á frumvarpinu því til samræmis.“ Nefndarálitið má nálgast hér og frumvarpið hér.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira