Starfsmenn framhaldsskóla fá margir enga jólagjöf frá ríkinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. janúar 2016 07:00 Úr Fréttablaði gærdagsins. „Engar jólagjafir eru gefnar starfsmönnum. Starfsmenn greiða sjálfir fyrir jólahlaðborðið sem er skipulagt af starfsmannafélaginu,“ segir í svari Steins Jóhannssonar, skólastjóra Fjölbrautaskólans við Ármúla, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru engar sérstakar reglur í gildi um jólagjafir og veisluhöld fyrir starfsmenn stofnana og embætta ríkisins. Samkvæmt könnun blaðsins sem byggir á svörum frá þessum aðilum sem í gær voru 150 er afar misjafnt hvort og þá hvað ríkisstarfsmönnum er gefið í jólagjöf frá vinnuveitenda sínum. Sama gildir um jólaveislur. Sérstaklega áberandi er hversu starfsmenn framhaldsskóla bera skarðan hlut frá borði þegar kemur að gjöfum. Tekið er fram að þetta er langt í frá algilt varðandi skólana. „Ég var hálf miður mín að fá þessa spurningu, því við fyrsta lið er svarið ekkert og skólinn greiðir á móti starfsmannafélaginu í jólahlaðborðið og um þessi jól var það samtals 192 þúsund og deilist á 80 starfsmenn,“ svarar Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Starfsmenn Menntaskólans í Kópavogi hafa aldrei fengið jólagjafir frá skólanum. Ekki er boðið í jólahlaðborð utan skólans. Einu sinni á aðventu borða starfsmenn saman hangikjöt í mötuneyti skólans á kostnað skólans, án maka,“ segir Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. „Engar jólagjafir voru færðar starfsmönnum enda hefur það ekki verið gert áður,“ segir í svari Jóns Reynis Sigurvinssonar, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. Hins vegar hafi öllum starfsmönnum verið boðið á jólahlaðborð. „Jólahlaðborðið var í mötuneyti skólans og kostaði 4.500 krónur á mann og samtals var útlagður kostnaður stofnunarinnar 120.000 krónur. Mökum var einnig boðið en þeir þurftu sjálfir að greiða kostnaðinn sem var 4.500 krónur.“ „Nei, starfsmönnum var ekki gefin jólagjöf, það tíðkast ekki við þessa stofnun,“ svarar Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Öllum hafi þó verið boðið í hangikjöt og malt og appelsín í vinnunni. Það hafi kostað 455 krónur á mann. Helgi Ómar Bragason skólameistari segir Menntaskólann á Egilsstöðum ekki hafa gefið starfsmönnum gjöf. Ekkert jólahlaðborð hafi verið að þessu sinni en starfsfólki hafi hins vegar verið boðið í hefðbundna útskriftarveislu fyrir brautskráða nemendur. „Starfsfólk FB fékk enga jólagjöf,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Skólinn hafi hins vegar styrkt starfsmannafélag FB um 4.500 krónur á mann vegna jólakvöldverðar. Starfsmönnum Fjölbrautaskóla Vesturlands var gefin jólagjöf í fyrsta skipta um nýliðin jól að sögn Ágústu Elínar Ingþórsdóttur skólastjóra. Gjöfin hafi verið ostakarfa sem kostaði 3.585 krónur á mann. Þá hafi starfsmönnum verið boðið í hangikjöt í hádeginu. Það hafi kostað skólann samtals 44.592 krónur. Það gera tæpar 700 krónur á mann. „Starfsmenn fengu enga jólagjöf frá Menntaskólanum að Laugarvatni,“ segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni. Starfsmönnum hafi þó verið boðið á jólahlaðborð þar sem makar greiddu fyrir sig sjálfir. Kostnaður á starfsmann hafi verið 7.640 krónur á mann. Fleiri en framhaldsskólamenn sátu eftir í jólagjöfunum. „Starfsmönnum embættisins var hvorki gefin jólagjöf né var þeim boðið í jólahlaðborð,“ svarar Bjarni Stefánsson, sýslumaður á Norðurlandi vestra. „Starfsmönnum stofnunarinnar var ekki gefin jólagjöf og ekki boðið í jólahlaðborð eða sambærilegt samsæti,“ segir Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn. Þá má nefna að Bankasýsla ríkisins færði starfsmönnum hvorki gjafir né blés til veislu. Tengdar fréttir Sátu dýrar jólaveislur í boði ríkisins en aðrir starfsmenn fengu ekkert Mikill munur er á jólagjöfum og veisluhaldi ríkisstofnana og embætta fyrir starfsmenn. Á meðan sumir fengu hvorki vott né þurrt sátu aðrir dýrar veislur með mökum sínum í boði ríkisins. 22. janúar 2016 08:15 Taktu ríkisjólagjafaprófið Dýrustu og veglegustu jólagjafir ríkisstofnana. 22. janúar 2016 10:12 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
„Engar jólagjafir eru gefnar starfsmönnum. Starfsmenn greiða sjálfir fyrir jólahlaðborðið sem er skipulagt af starfsmannafélaginu,“ segir í svari Steins Jóhannssonar, skólastjóra Fjölbrautaskólans við Ármúla, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru engar sérstakar reglur í gildi um jólagjafir og veisluhöld fyrir starfsmenn stofnana og embætta ríkisins. Samkvæmt könnun blaðsins sem byggir á svörum frá þessum aðilum sem í gær voru 150 er afar misjafnt hvort og þá hvað ríkisstarfsmönnum er gefið í jólagjöf frá vinnuveitenda sínum. Sama gildir um jólaveislur. Sérstaklega áberandi er hversu starfsmenn framhaldsskóla bera skarðan hlut frá borði þegar kemur að gjöfum. Tekið er fram að þetta er langt í frá algilt varðandi skólana. „Ég var hálf miður mín að fá þessa spurningu, því við fyrsta lið er svarið ekkert og skólinn greiðir á móti starfsmannafélaginu í jólahlaðborðið og um þessi jól var það samtals 192 þúsund og deilist á 80 starfsmenn,“ svarar Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri. „Starfsmenn Menntaskólans í Kópavogi hafa aldrei fengið jólagjafir frá skólanum. Ekki er boðið í jólahlaðborð utan skólans. Einu sinni á aðventu borða starfsmenn saman hangikjöt í mötuneyti skólans á kostnað skólans, án maka,“ segir Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. „Engar jólagjafir voru færðar starfsmönnum enda hefur það ekki verið gert áður,“ segir í svari Jóns Reynis Sigurvinssonar, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. Hins vegar hafi öllum starfsmönnum verið boðið á jólahlaðborð. „Jólahlaðborðið var í mötuneyti skólans og kostaði 4.500 krónur á mann og samtals var útlagður kostnaður stofnunarinnar 120.000 krónur. Mökum var einnig boðið en þeir þurftu sjálfir að greiða kostnaðinn sem var 4.500 krónur.“ „Nei, starfsmönnum var ekki gefin jólagjöf, það tíðkast ekki við þessa stofnun,“ svarar Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Öllum hafi þó verið boðið í hangikjöt og malt og appelsín í vinnunni. Það hafi kostað 455 krónur á mann. Helgi Ómar Bragason skólameistari segir Menntaskólann á Egilsstöðum ekki hafa gefið starfsmönnum gjöf. Ekkert jólahlaðborð hafi verið að þessu sinni en starfsfólki hafi hins vegar verið boðið í hefðbundna útskriftarveislu fyrir brautskráða nemendur. „Starfsfólk FB fékk enga jólagjöf,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Skólinn hafi hins vegar styrkt starfsmannafélag FB um 4.500 krónur á mann vegna jólakvöldverðar. Starfsmönnum Fjölbrautaskóla Vesturlands var gefin jólagjöf í fyrsta skipta um nýliðin jól að sögn Ágústu Elínar Ingþórsdóttur skólastjóra. Gjöfin hafi verið ostakarfa sem kostaði 3.585 krónur á mann. Þá hafi starfsmönnum verið boðið í hangikjöt í hádeginu. Það hafi kostað skólann samtals 44.592 krónur. Það gera tæpar 700 krónur á mann. „Starfsmenn fengu enga jólagjöf frá Menntaskólanum að Laugarvatni,“ segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni. Starfsmönnum hafi þó verið boðið á jólahlaðborð þar sem makar greiddu fyrir sig sjálfir. Kostnaður á starfsmann hafi verið 7.640 krónur á mann. Fleiri en framhaldsskólamenn sátu eftir í jólagjöfunum. „Starfsmönnum embættisins var hvorki gefin jólagjöf né var þeim boðið í jólahlaðborð,“ svarar Bjarni Stefánsson, sýslumaður á Norðurlandi vestra. „Starfsmönnum stofnunarinnar var ekki gefin jólagjöf og ekki boðið í jólahlaðborð eða sambærilegt samsæti,“ segir Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn. Þá má nefna að Bankasýsla ríkisins færði starfsmönnum hvorki gjafir né blés til veislu.
Tengdar fréttir Sátu dýrar jólaveislur í boði ríkisins en aðrir starfsmenn fengu ekkert Mikill munur er á jólagjöfum og veisluhaldi ríkisstofnana og embætta fyrir starfsmenn. Á meðan sumir fengu hvorki vott né þurrt sátu aðrir dýrar veislur með mökum sínum í boði ríkisins. 22. janúar 2016 08:15 Taktu ríkisjólagjafaprófið Dýrustu og veglegustu jólagjafir ríkisstofnana. 22. janúar 2016 10:12 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Sátu dýrar jólaveislur í boði ríkisins en aðrir starfsmenn fengu ekkert Mikill munur er á jólagjöfum og veisluhaldi ríkisstofnana og embætta fyrir starfsmenn. Á meðan sumir fengu hvorki vott né þurrt sátu aðrir dýrar veislur með mökum sínum í boði ríkisins. 22. janúar 2016 08:15