Segir SALEK-samkomulagið brot á stjórnarskrá sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. janúar 2016 19:16 "Eins og flestir vita undirritaði forseti ASÍ fyrir hönd sambandsins rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins 27. október 2015 og er það mat VLFA að forsetinn hafi ekki haft neitt umboð til að undirrita umrætt samkomulag,“ segir Vilhjálmur. vísir/pjetur Félagsdómur mun á miðvikudag taka fyrir mál Verkalýðsfélags Akraness gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna SALEK-samkomulagsins svokallaða. Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, segist sannfærður um að samkomulagið sé gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem og stjórnarskránni. Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu hinn 27. október síðastliðinn undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur af vinnu SALEK-hópsins og nær til um sjötíu prósent launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi. Alþýðusamband Íslands, ASÍ, var á meðal þeirra sem skrifuðu undir samkomulagið. Vilhjálmur segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, ekki hafa haft umboð til þess.Fengu engin gögn í hendurnar „Samkomulag sem skuldbindur aðildarfélög ASÍ til að ákvarða launabreytingar allt til ársins 2018 sem og afsala sér endurskoðun kjarasamninga svo ekki sé talað um að sett verði á laggirnar nýtt vinnumarkaðslíkan þar sem skipað verði svokallað þjóðhagsráð sem mun ákvarða allar hámarkslaunabreytingar og að stéttarfélögum verði skylt að vera innan þess svigrúms eins og kveðið er á um í samkomulaginu,“ segir Vilhjálmur í pistli á vefsíðu félagsins. Hann segir nær enga umræðu hafa farið fram um samkomulagið og að ekki hafi verið kallað eftir umboði af hálfu VLFA. Þá hafi Starfsgreinasamband Íslands fengið munnlega kynningu nokkrum mínútum áður en samkomulagið hafi verið undirritað. Engin drög eða gögn hafi verið lögð í hendur aðildarfélaganna.Samningsfrelsið hornsteinn samningsbaráttu „Með öðrum orðum, þetta rammasamkomulag var undirritað án nokkurs umboðs enda kom fram á miðstjórnarfundi sem haldinn var 4. nóvember að nú þyrfti að fara að kynna samkomulagið á meðal aðildarfélaga ASÍ og út á hvað það gengi. Semsagt, gengið var frá samkomulaginu og síðan átti að fara að kynna það en rétt er að taka það fram að engin kynning hefur farið fram af hálfu Alþýðusambands Íslands á meðal aðildarfélaga sambandsins, allavega ekki hjá Verkalýðsfélagi Akraness.“ Vilhjálmur gagnrýnir samkomulagið harðlega. Hann segir það ganga að verulegu leyti út á að skerða samningsfrelsi stéttarfélaganna, meðal annars með því að ákveða fyrir fram hverjar launabreytingar megi vera til ársins 2018. „Þetta er eðli málsins samkvæmt gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem og stjórnarskránni enda er samningsfrelsið hornsteinn stéttarfélagsbaráttu á Íslandi,“ segir hann. Vilhjálmur segir að lokum að gríðarlega mikilvægt sé að Félagsdómur kynni sér þetta mál vel og rækilega og verji frjálsan samningsrétt íslenskra stéttarfélaga sem bundinn sé í lögum og stjórnarskrá. Tengdar fréttir Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Nýr kjarasamningur á grunni SALEK samkomulagsins gefur launafólki aukin lífeyrisréttindi og 6,5 prósenta launahækkun umfram það sem samið var um í fyrra. 21. janúar 2016 18:48 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Stefna að gerð fleiri sambærilegra samninga Félag atvinnurekenda undirritaði nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna í dag. 22. janúar 2016 14:58 Búið að skrifa undir SALEK-samkomulagið Laun munu hækka um 6,2 prósent í ár, að lágmarki um 15 þúsund krónur á mánuði. 21. janúar 2016 17:47 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Félagsdómur mun á miðvikudag taka fyrir mál Verkalýðsfélags Akraness gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna SALEK-samkomulagsins svokallaða. Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, segist sannfærður um að samkomulagið sé gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem og stjórnarskránni. Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu hinn 27. október síðastliðinn undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur af vinnu SALEK-hópsins og nær til um sjötíu prósent launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi. Alþýðusamband Íslands, ASÍ, var á meðal þeirra sem skrifuðu undir samkomulagið. Vilhjálmur segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, ekki hafa haft umboð til þess.Fengu engin gögn í hendurnar „Samkomulag sem skuldbindur aðildarfélög ASÍ til að ákvarða launabreytingar allt til ársins 2018 sem og afsala sér endurskoðun kjarasamninga svo ekki sé talað um að sett verði á laggirnar nýtt vinnumarkaðslíkan þar sem skipað verði svokallað þjóðhagsráð sem mun ákvarða allar hámarkslaunabreytingar og að stéttarfélögum verði skylt að vera innan þess svigrúms eins og kveðið er á um í samkomulaginu,“ segir Vilhjálmur í pistli á vefsíðu félagsins. Hann segir nær enga umræðu hafa farið fram um samkomulagið og að ekki hafi verið kallað eftir umboði af hálfu VLFA. Þá hafi Starfsgreinasamband Íslands fengið munnlega kynningu nokkrum mínútum áður en samkomulagið hafi verið undirritað. Engin drög eða gögn hafi verið lögð í hendur aðildarfélaganna.Samningsfrelsið hornsteinn samningsbaráttu „Með öðrum orðum, þetta rammasamkomulag var undirritað án nokkurs umboðs enda kom fram á miðstjórnarfundi sem haldinn var 4. nóvember að nú þyrfti að fara að kynna samkomulagið á meðal aðildarfélaga ASÍ og út á hvað það gengi. Semsagt, gengið var frá samkomulaginu og síðan átti að fara að kynna það en rétt er að taka það fram að engin kynning hefur farið fram af hálfu Alþýðusambands Íslands á meðal aðildarfélaga sambandsins, allavega ekki hjá Verkalýðsfélagi Akraness.“ Vilhjálmur gagnrýnir samkomulagið harðlega. Hann segir það ganga að verulegu leyti út á að skerða samningsfrelsi stéttarfélaganna, meðal annars með því að ákveða fyrir fram hverjar launabreytingar megi vera til ársins 2018. „Þetta er eðli málsins samkvæmt gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem og stjórnarskránni enda er samningsfrelsið hornsteinn stéttarfélagsbaráttu á Íslandi,“ segir hann. Vilhjálmur segir að lokum að gríðarlega mikilvægt sé að Félagsdómur kynni sér þetta mál vel og rækilega og verji frjálsan samningsrétt íslenskra stéttarfélaga sem bundinn sé í lögum og stjórnarskrá.
Tengdar fréttir Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Nýr kjarasamningur á grunni SALEK samkomulagsins gefur launafólki aukin lífeyrisréttindi og 6,5 prósenta launahækkun umfram það sem samið var um í fyrra. 21. janúar 2016 18:48 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Stefna að gerð fleiri sambærilegra samninga Félag atvinnurekenda undirritaði nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna í dag. 22. janúar 2016 14:58 Búið að skrifa undir SALEK-samkomulagið Laun munu hækka um 6,2 prósent í ár, að lágmarki um 15 þúsund krónur á mánuði. 21. janúar 2016 17:47 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Nýr kjarasamningur á grunni SALEK samkomulagsins gefur launafólki aukin lífeyrisréttindi og 6,5 prósenta launahækkun umfram það sem samið var um í fyrra. 21. janúar 2016 18:48
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00
Stefna að gerð fleiri sambærilegra samninga Félag atvinnurekenda undirritaði nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna í dag. 22. janúar 2016 14:58
Búið að skrifa undir SALEK-samkomulagið Laun munu hækka um 6,2 prósent í ár, að lágmarki um 15 þúsund krónur á mánuði. 21. janúar 2016 17:47