Innlent

Aukið leyfi fyrir Norðurál kært

Svavar Hávarðsson skrifar
Norðurál fékk starfsleyfi fyrir 350.000 tonnum.
Norðurál fékk starfsleyfi fyrir 350.000 tonnum. vísir/stefán
Umhverfisvaktin í Hvalfirði hefur kært Umhverfisstofnun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar um að veita Norðuráli nýtt starfsleyfi sem felur í sér framleiðsluaukningu um 50 þúsund tonn af áli á ári – eða í 350 þúsund tonn.

Umhverfisvaktin segir að ein forsenda þess að framleiðsluaukningin fór ekki í umhverfismat sé yfirlýsing Norðuráls um að með bættum mengunarvörnum sé komið í veg fyrir aukna flúorlosun þrátt fyrir framleiðsluaukninguna. Það verði fjarri því raunin. Vilji álverið nýta losunarkvóta sinn á flúori aukist flúorlosun um rúm 52 prósent miðað við þá losun sem iðjuverið gefur upp fyrir árið 2014. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×