Líkamsárás á Loftinu: Deilt um hvort Bent hafi nefbrotið Friðrik Bjarki Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 14:00 Bent játað að hafa slegið Friðrik ítrekað í andlitið á Loftinu. Vísir Aðalmeðferð í sakamáli gegn tónlistarmanninum og leikstjóranum Ágústi Bent Sigbertssyni fyrir líkamsárás gegn Friðriki Larsen, stjórnarformanni ÍMARK, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bent hefur játað brotið en í dag var tekist á um alvarleika áverkanna sem Friðrik hlaut. Árásin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 14. mars í fyrra á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti. Margir voru vitni að árásinni, líkt og Vísir greindi frá. Bent er gefið að sök að hafa slegið Friðrik ítrekað í andlitið þannig að hann brotnaði á vinstra nefbeini, hlaut bólgur og mar og sprungna vör. Friðrik hefur sagt árásina „fólskulega.“ Fyrir dómi benti verjandi Bents á að hann hefur játað brotið og sýnt iðrun. Rottweiler-hundurinn fyrrverandi kom meðal annars fram í útvarpsþættinum FM95BLÖ stuttu eftir árásina og sagðist þar hafa komið afsökunarbeiðni til Friðriks. Hann sagðist búast við því að hljóta dóm vegna árásarinnar.Viðtalið við Bent má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Það hefst þegar ein klukkustund og 38 mínútur eru liðnar af þættinum.Verjandi telur nefbrot ekki fullsannað Meint brot Bents varðar við 1. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga og getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Þá gerir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Friðriks, kröfu um rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd umbjóðanda síns. Árni Helgason, verjandi Bents, færði þó rök fyrir því fyrir dómi að heimfæra ætti brot Bents undir 217. grein sömu laga þar sem ekki væri fullsannað að Friðrik hefði nefbrotnað við árásina. Minniháttar líkamsárásir heyra undir 217. grein en í dómaframkvæmd hefur munurinn á 217. og 218. grein verið afmarkaður við beinbrot brotaþola.Í héraðsdómi Reykjavíkur í dag var tekist á um alvarleika áverkanna sem Friðrik hlaut.Vísir/ValliÍ héraðsdómi í dag var rætt símleiðis við tvo lækna sem skrifuðu upp á vottorð vegna áverka Friðriks í fyrra. Sögðu þeir báðir að áverkarnir samræmdust frásögn hans vel. Læknir á bráðamóttöku gat ekki fullyrt að Friðrik hefði nefbrotnað en röntgenlæknir á Domus Medica, þangað sem Friðrik leitaði nokkru síðar, sagði að „ótilfært nefbrot“ hefði komið í ljós, þ.e. sprunga í nefbeini sem ekki er hægt að fullyrða að nái í gegnum allt beinið þar sem nefið er ekki skakkt. Sem fyrr segir, fer lögmaður Friðriks Larsens fram á rúmlega fjögurra milljóna króna skaðabætur. Segir hann Friðrik enn ekki hafa náð sér, hann sé enn að hitta sálfræðing vegna hennar og hafi sýnt einkenni áfallastreituröskunar við læknisskoðun. Þá hafi hann farið til Lundúna beint í kjölfar árásarinnar þar sem hann vildi ekki sýna illa útleikið andlit sitt vinum og samstarfsfélögum. Bent var ákærður fyrir líkamsárás árið 2010 fyrir árás sem átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Prikið árið 2008. Honum var ekki gerð refsing fyrir verknaðinn í Hæstarétti vegna þess að brotið var talið fyrnt. Tengdar fréttir Bent játar líkamsárás en neitar afleiðingunum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært leikstjórann og tónlistarmanninn Ágúst Bent Sigbertsson fyrir líkamsárás á Loftinu í mars fyrra. 20. janúar 2016 13:19 Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28 Bent um líkamsárásina: Ég skeit á mig og missti mig í fimm sekúndur Ágúst Bent Sigbertsson sér eftir atvikinu á Loftinu og segist ætlar læra af því. 10. apríl 2015 19:29 Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Aðalmeðferð í sakamáli gegn tónlistarmanninum og leikstjóranum Ágústi Bent Sigbertssyni fyrir líkamsárás gegn Friðriki Larsen, stjórnarformanni ÍMARK, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bent hefur játað brotið en í dag var tekist á um alvarleika áverkanna sem Friðrik hlaut. Árásin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 14. mars í fyrra á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti. Margir voru vitni að árásinni, líkt og Vísir greindi frá. Bent er gefið að sök að hafa slegið Friðrik ítrekað í andlitið þannig að hann brotnaði á vinstra nefbeini, hlaut bólgur og mar og sprungna vör. Friðrik hefur sagt árásina „fólskulega.“ Fyrir dómi benti verjandi Bents á að hann hefur játað brotið og sýnt iðrun. Rottweiler-hundurinn fyrrverandi kom meðal annars fram í útvarpsþættinum FM95BLÖ stuttu eftir árásina og sagðist þar hafa komið afsökunarbeiðni til Friðriks. Hann sagðist búast við því að hljóta dóm vegna árásarinnar.Viðtalið við Bent má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Það hefst þegar ein klukkustund og 38 mínútur eru liðnar af þættinum.Verjandi telur nefbrot ekki fullsannað Meint brot Bents varðar við 1. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga og getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Þá gerir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Friðriks, kröfu um rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd umbjóðanda síns. Árni Helgason, verjandi Bents, færði þó rök fyrir því fyrir dómi að heimfæra ætti brot Bents undir 217. grein sömu laga þar sem ekki væri fullsannað að Friðrik hefði nefbrotnað við árásina. Minniháttar líkamsárásir heyra undir 217. grein en í dómaframkvæmd hefur munurinn á 217. og 218. grein verið afmarkaður við beinbrot brotaþola.Í héraðsdómi Reykjavíkur í dag var tekist á um alvarleika áverkanna sem Friðrik hlaut.Vísir/ValliÍ héraðsdómi í dag var rætt símleiðis við tvo lækna sem skrifuðu upp á vottorð vegna áverka Friðriks í fyrra. Sögðu þeir báðir að áverkarnir samræmdust frásögn hans vel. Læknir á bráðamóttöku gat ekki fullyrt að Friðrik hefði nefbrotnað en röntgenlæknir á Domus Medica, þangað sem Friðrik leitaði nokkru síðar, sagði að „ótilfært nefbrot“ hefði komið í ljós, þ.e. sprunga í nefbeini sem ekki er hægt að fullyrða að nái í gegnum allt beinið þar sem nefið er ekki skakkt. Sem fyrr segir, fer lögmaður Friðriks Larsens fram á rúmlega fjögurra milljóna króna skaðabætur. Segir hann Friðrik enn ekki hafa náð sér, hann sé enn að hitta sálfræðing vegna hennar og hafi sýnt einkenni áfallastreituröskunar við læknisskoðun. Þá hafi hann farið til Lundúna beint í kjölfar árásarinnar þar sem hann vildi ekki sýna illa útleikið andlit sitt vinum og samstarfsfélögum. Bent var ákærður fyrir líkamsárás árið 2010 fyrir árás sem átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Prikið árið 2008. Honum var ekki gerð refsing fyrir verknaðinn í Hæstarétti vegna þess að brotið var talið fyrnt.
Tengdar fréttir Bent játar líkamsárás en neitar afleiðingunum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært leikstjórann og tónlistarmanninn Ágúst Bent Sigbertsson fyrir líkamsárás á Loftinu í mars fyrra. 20. janúar 2016 13:19 Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28 Bent um líkamsárásina: Ég skeit á mig og missti mig í fimm sekúndur Ágúst Bent Sigbertsson sér eftir atvikinu á Loftinu og segist ætlar læra af því. 10. apríl 2015 19:29 Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Bent játar líkamsárás en neitar afleiðingunum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært leikstjórann og tónlistarmanninn Ágúst Bent Sigbertsson fyrir líkamsárás á Loftinu í mars fyrra. 20. janúar 2016 13:19
Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28
Bent um líkamsárásina: Ég skeit á mig og missti mig í fimm sekúndur Ágúst Bent Sigbertsson sér eftir atvikinu á Loftinu og segist ætlar læra af því. 10. apríl 2015 19:29
Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24