Rannsaka morðhótun í garð Salmanns Tamimi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. janúar 2016 07:00 Salmann Tamimi gleðst yfir því að loks standi til að rannsaka alvarlegar morðhótanir í hans garð einu og hálfu ári eftir að þær bárust, eftir ítrekun frá ríkissaksóknara. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég mun fylgja því eftir að þessi mál fari í rannsókn, segir Eyrún Eyþórsdóttir um meinta hatursglæpi en hún er nýtekin við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur yfirumsjón með rannsókn þeirra. Tvö mál verða fyrst til meðhöndlunar hjá Eyrúnu. Þau varða kærð ummæli sem Samtökin 78 telja hatursummæli og morðhótanir í garð Salmanns Tamimi sem honum bárust fyrir um tveimur árum eða í júnímánuði 2014. Í báðum þessum tilfellum lét lögregla málin niður falla, ákvarðanirnar voru hins vegar kærðar og ríkissaksóknari felldi úr gildi ákvörðun lögreglu. „Lögreglustjóri er að bregðast við þessu með þessu fyrirkomulagi. Mál er varða hatursglæpi munu hér eftir fara í gegnum mig, ég mun vakta þau, gefa ráð og fylgja þeim eftir. Ég mun ekki sjálf sjá um rannsókn málanna en hafa vissa umsjón með þeim,“ segir Eyrún.Eyrún Eyþórsdóttir hefur yfirumsjón með hatursglæpum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eyrún segir hlutverk sitt einnig felast í því að mynda samband við félagasamtök og aðra sem hafa látið sig þessi mál varða. „Þetta snýst líka um fræðslu og forvarnir sem er líka hlutverk lögreglu að sinna. Fólk verður að taka höndum saman til að vinna gegn umburðarleysi og fordómum.“ Hún getur líka tekið við kærum fólks sem telur sig hafa orðið fyrir hatursglæp. „Fólk getur sett sig í samband við mig, eða sent mér póst á netfangið hatur@lrh.is og ég hvet fólk til þess, hafi það orðið fyrir hatursglæp eða vilji ræða þessi mál við mig.“ Salmann Tamimi gleðst yfir þeim fregnum að það eigi loks að taka upp rannsókn á morðhótun í hans garð. Salmann kærði hótunina til lögreglu. Hann segir hana hafa vakið mikinn ugg með honum og fjölskyldu hans. Hótunin var sett fram á netinu, beint sérstaklega til hans og honum tjáð að hann yrði fláður og drepinn. Hótunin var sett fram í samhengi við trú hans. „Ég var búinn að missa alla von, þetta eru góðar fréttir. við erum öll jöfn fyrir lögunum og við verðum að virða lög og reglur samfélagsins,“ segir Salmann. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
„Ég mun fylgja því eftir að þessi mál fari í rannsókn, segir Eyrún Eyþórsdóttir um meinta hatursglæpi en hún er nýtekin við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur yfirumsjón með rannsókn þeirra. Tvö mál verða fyrst til meðhöndlunar hjá Eyrúnu. Þau varða kærð ummæli sem Samtökin 78 telja hatursummæli og morðhótanir í garð Salmanns Tamimi sem honum bárust fyrir um tveimur árum eða í júnímánuði 2014. Í báðum þessum tilfellum lét lögregla málin niður falla, ákvarðanirnar voru hins vegar kærðar og ríkissaksóknari felldi úr gildi ákvörðun lögreglu. „Lögreglustjóri er að bregðast við þessu með þessu fyrirkomulagi. Mál er varða hatursglæpi munu hér eftir fara í gegnum mig, ég mun vakta þau, gefa ráð og fylgja þeim eftir. Ég mun ekki sjálf sjá um rannsókn málanna en hafa vissa umsjón með þeim,“ segir Eyrún.Eyrún Eyþórsdóttir hefur yfirumsjón með hatursglæpum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eyrún segir hlutverk sitt einnig felast í því að mynda samband við félagasamtök og aðra sem hafa látið sig þessi mál varða. „Þetta snýst líka um fræðslu og forvarnir sem er líka hlutverk lögreglu að sinna. Fólk verður að taka höndum saman til að vinna gegn umburðarleysi og fordómum.“ Hún getur líka tekið við kærum fólks sem telur sig hafa orðið fyrir hatursglæp. „Fólk getur sett sig í samband við mig, eða sent mér póst á netfangið hatur@lrh.is og ég hvet fólk til þess, hafi það orðið fyrir hatursglæp eða vilji ræða þessi mál við mig.“ Salmann Tamimi gleðst yfir þeim fregnum að það eigi loks að taka upp rannsókn á morðhótun í hans garð. Salmann kærði hótunina til lögreglu. Hann segir hana hafa vakið mikinn ugg með honum og fjölskyldu hans. Hótunin var sett fram á netinu, beint sérstaklega til hans og honum tjáð að hann yrði fláður og drepinn. Hótunin var sett fram í samhengi við trú hans. „Ég var búinn að missa alla von, þetta eru góðar fréttir. við erum öll jöfn fyrir lögunum og við verðum að virða lög og reglur samfélagsins,“ segir Salmann.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira