Pressa á afgreiðslu húsnæðismála Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. janúar 2016 06:00 Alþingi kemur saman í dag. Alþingi kemur aftur saman í dag eftir jólafrí. Ef þingið nær að halda dagskrá sinni mun það starfa fram til þriðjudagsins 31. maí. Lítill hluti þingmála var afgreiddur á síðasta þingi og því ljóst að mikil vinna er fyrir stafni á Alþingi. Þau mál sem helst hefur borið á góma nú fyrir fyrstu þingviku eru húsnæðisfrumvörp velferðarráðherra og tillögur stjórnarskrárnefndar sem áttu að skila sér fyrir fyrsta þingfund en hafa ekki gert.Ásmundur Einar DaðasonÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að húsnæðisfrumvörpin séu fyrstu stóru málin sem komi til kasta Alþingis eftir jólafrí. Þá hafa efasemdir verið á lofti meðal margra sjálfstæðismanna vegna húsnæðismálanna. Nokkur pressa er á afgreiðslu húsnæðisfrumvarpanna en þau eru hluti af yfirlýsingum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga síðasta árs og meðal forsendu þess að kjarasamningar opnist ekki enn á ný. Endurskoðun þeirra er í gangi fram í febrúar.Ragnheiður Ríkharðsdóttir„Þetta er mál sem er hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar og hluti af yfirlýsingum vegna kjarasamninga. Þetta er komið í gegn um ríkisstjórn og í gegn um stjórnarflokkana þannig að ég hef engar áhyggjur af öðru en að það sigli í höfn,“ segir Ásmundur og bendir á að það sé mikill stuðningur við húsnæðismálin á þingi og að þau séu gríðarmikilvæg fyrir ungt fólk. Þá nefnir Ásmundur vinnu stjórnarskrárnefndar. „Þar leggjum við framsóknarmenn gríðarlega áherslu á beint lýðræði og að koma auðlindaákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum inn í stjórnarskrá,“ segir hann. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokk Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar athugasemdir vegna húsnæðisfrumvarpa velferðarráðherra. „Þetta er kannski ekki beintengt því sem við stöndum fyrir sem er séreignarstefnan og að auðvelda fólki að eignast þak yfir höfuðið,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir sjálfstæðismenn styðja starf stjórnarskrárnefndar. „Við höfum tekið af heilum hug að skoða þau atriði sem eru til skoðunar. Og ég bind miklar vonir við að þessari nefnd takist að ljúka sinni vinnu þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að klára fyrir 18. janúar,“ segir hún.Helgi HjörvarHelgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir flokk sinn leggja áherslu á húsnæðismál ungs fólks. Hann segir margt jákvætt í frumvörpum velferðarráðherra en þau gangi ekki nægilega langt og ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar sé áhyggjuefni. Hvað breytingar á stjórnarskrá varðar segir Helgi þingið vera að falla á tíma. „Stjórnarskrárnefnd hefur ekki komist að neinni niðurstöðu og eftir að stjórnarflokkarnir treystu sér ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum þá dregur það úr líkunum á að eitthvað komi út úr því með hverjum deginum sem líður.“ Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Alþingi kemur aftur saman í dag eftir jólafrí. Ef þingið nær að halda dagskrá sinni mun það starfa fram til þriðjudagsins 31. maí. Lítill hluti þingmála var afgreiddur á síðasta þingi og því ljóst að mikil vinna er fyrir stafni á Alþingi. Þau mál sem helst hefur borið á góma nú fyrir fyrstu þingviku eru húsnæðisfrumvörp velferðarráðherra og tillögur stjórnarskrárnefndar sem áttu að skila sér fyrir fyrsta þingfund en hafa ekki gert.Ásmundur Einar DaðasonÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að húsnæðisfrumvörpin séu fyrstu stóru málin sem komi til kasta Alþingis eftir jólafrí. Þá hafa efasemdir verið á lofti meðal margra sjálfstæðismanna vegna húsnæðismálanna. Nokkur pressa er á afgreiðslu húsnæðisfrumvarpanna en þau eru hluti af yfirlýsingum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga síðasta árs og meðal forsendu þess að kjarasamningar opnist ekki enn á ný. Endurskoðun þeirra er í gangi fram í febrúar.Ragnheiður Ríkharðsdóttir„Þetta er mál sem er hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar og hluti af yfirlýsingum vegna kjarasamninga. Þetta er komið í gegn um ríkisstjórn og í gegn um stjórnarflokkana þannig að ég hef engar áhyggjur af öðru en að það sigli í höfn,“ segir Ásmundur og bendir á að það sé mikill stuðningur við húsnæðismálin á þingi og að þau séu gríðarmikilvæg fyrir ungt fólk. Þá nefnir Ásmundur vinnu stjórnarskrárnefndar. „Þar leggjum við framsóknarmenn gríðarlega áherslu á beint lýðræði og að koma auðlindaákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum inn í stjórnarskrá,“ segir hann. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokk Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar athugasemdir vegna húsnæðisfrumvarpa velferðarráðherra. „Þetta er kannski ekki beintengt því sem við stöndum fyrir sem er séreignarstefnan og að auðvelda fólki að eignast þak yfir höfuðið,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir sjálfstæðismenn styðja starf stjórnarskrárnefndar. „Við höfum tekið af heilum hug að skoða þau atriði sem eru til skoðunar. Og ég bind miklar vonir við að þessari nefnd takist að ljúka sinni vinnu þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að klára fyrir 18. janúar,“ segir hún.Helgi HjörvarHelgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir flokk sinn leggja áherslu á húsnæðismál ungs fólks. Hann segir margt jákvætt í frumvörpum velferðarráðherra en þau gangi ekki nægilega langt og ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar sé áhyggjuefni. Hvað breytingar á stjórnarskrá varðar segir Helgi þingið vera að falla á tíma. „Stjórnarskrárnefnd hefur ekki komist að neinni niðurstöðu og eftir að stjórnarflokkarnir treystu sér ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum þá dregur það úr líkunum á að eitthvað komi út úr því með hverjum deginum sem líður.“
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira