Sjö slys af völdum handblysa: Læknir telur líklegt að blysin hafi verið gölluð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. janúar 2016 18:30 Langflest af þeim flugeldaslysum sem urðu í nótt voru af völdum handblysa eða sjö af tíu slysum. Eitt barn sem hélt á blysi brann á höndum. Bráðalæknir telur líklegt að um galla hafi að ræða í blysunum. Starfsfólk bráðadeildar Landspítalans hafði í nógu að snúast þessa nýársnótt líkt og fyrri nýársnætur. Færri leituðu þó á deildina eftir flugeldaslys en áður. „Við höfum séð mikið af pústrum og slysum í tengslum við áfengi. Við höfum séð tíu flugeldaslys í nótt, þar af eitt augnslys, en mest hafa þetta verið brunar á höndum í tengslum við handblys og skotelda sem menn hafa verið að halda á,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans. Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans.Svo virðist sem flugeldaslysum haldi því áfram að fækka en um síðustu áramót voru þau um tuttugu og þrjátíu árin þar á undan. Af þeim tíu slysum sem urðu í nótt urðu sjö af völdum handblysa. Jón segir mikilvægt að þeir sem að noti handblys séu í vettlingum eða hönskum. Á meðal þeirra sem slösuðust í nótt var eitt barn sem brann á höndum eftir að hafa verið með blys. Það barn var með vettlinga og segir Jón ljóst að verr hefði farið ef svo hefði ekki verið. Jón telur að um einhvers konar galla hafi verið að ræða í blysunum. „Það sem okkur hefur sýnst vera að gerast er að þegar kveikt er á blysinu, þá á eldurinn að skjótast út úr toppi blyssins. En svo virðist sem eldurinn hafi getað borist niður í botninn á blysinu og þar hafi það sprungið. Þess vegna komist eldur á hendina á þeim sem er að stjórna því,“ segir Jón. „Ég man ekki til þess að hafa séð þessi slys í svona miklum mæli. Það er líklegt að einhver galli hafi verið í blysunum.“ Hann segir að um fleiri en eina tegund af blysum hafi verið að ræða. Þá sé erfitt að fullyrða hvort þau hafi verið öll verið frá sama söluaðila en svo virðist sem þau hafi verið frá fleiri en einum. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Langflest af þeim flugeldaslysum sem urðu í nótt voru af völdum handblysa eða sjö af tíu slysum. Eitt barn sem hélt á blysi brann á höndum. Bráðalæknir telur líklegt að um galla hafi að ræða í blysunum. Starfsfólk bráðadeildar Landspítalans hafði í nógu að snúast þessa nýársnótt líkt og fyrri nýársnætur. Færri leituðu þó á deildina eftir flugeldaslys en áður. „Við höfum séð mikið af pústrum og slysum í tengslum við áfengi. Við höfum séð tíu flugeldaslys í nótt, þar af eitt augnslys, en mest hafa þetta verið brunar á höndum í tengslum við handblys og skotelda sem menn hafa verið að halda á,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans. Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans.Svo virðist sem flugeldaslysum haldi því áfram að fækka en um síðustu áramót voru þau um tuttugu og þrjátíu árin þar á undan. Af þeim tíu slysum sem urðu í nótt urðu sjö af völdum handblysa. Jón segir mikilvægt að þeir sem að noti handblys séu í vettlingum eða hönskum. Á meðal þeirra sem slösuðust í nótt var eitt barn sem brann á höndum eftir að hafa verið með blys. Það barn var með vettlinga og segir Jón ljóst að verr hefði farið ef svo hefði ekki verið. Jón telur að um einhvers konar galla hafi verið að ræða í blysunum. „Það sem okkur hefur sýnst vera að gerast er að þegar kveikt er á blysinu, þá á eldurinn að skjótast út úr toppi blyssins. En svo virðist sem eldurinn hafi getað borist niður í botninn á blysinu og þar hafi það sprungið. Þess vegna komist eldur á hendina á þeim sem er að stjórna því,“ segir Jón. „Ég man ekki til þess að hafa séð þessi slys í svona miklum mæli. Það er líklegt að einhver galli hafi verið í blysunum.“ Hann segir að um fleiri en eina tegund af blysum hafi verið að ræða. Þá sé erfitt að fullyrða hvort þau hafi verið öll verið frá sama söluaðila en svo virðist sem þau hafi verið frá fleiri en einum.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira