Skíðakonan María Guðmundsdóttir byrjar nýja árið í brekkunum vel.
Hún er byrjuð í háskólanum í Anchorage í Alaska og keppir fyrir skíðalið skólans. Liðið er að keppa núna á mótum í Utah-fylki.
María náði ekki að klára tvö fyrstu mótin en í nótt lenti hún í sjötta sæti í svigmóti. Fyrir mótið fékk María 21.56 FIS-punkta sem er hennar besta á ferlinum, en í dag er hún með 25.84 FIS punkta á heimslista.
Mun þetta mót koma Maríu niður fyrir 200.sæti á heimslista í fyrsta skipti og hún því augljóslega á réttri leið.
