Áhyggjuefni ef rétt reynist Svavar Hávarðsson skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Sterkar vísbendingar eru um að gamalt, veikt fólk sé oft vannært – bæði heima hjá sér og á sjúkrastofnunum, samkvæmt rannsóknum. vísir/gva Það er einfaldlega rangt að viðmið Sjúkratrygginga Íslands um líkamsþyngdarstuðla eða þyngdartap aldraðra, sem nýttir eru til að ákvarða hvort einstaklingur á rétt á niðurgreiðslu á næringardrykkjum eða næringarefnum, grundvallist ekki á alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Þetta fullyrðir Steingrímur Ari Arason, forstjóri SÍ, en Ólöf G. Geirsdóttir, dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands, sagði í frétt blaðsins í gær, að skilyrði SÍ væru þannig í dag að þeir sem fullnægja þeim séu orðnir svo vannærðir að það sé í raun erfitt eða of seint að hjálpa þeim.Steingrímur Ari Arason, forstjóri SÍvísir/gvaÞessu hafnar Steingrímur Ari alfarið en hins vegar sé það annað mál hvort ástæða sé til að taka nefnd viðmið stofnunarinnar til endurskoðunar. Hvort þau séu sambærileg við það sem gerist annars staðar, til dæmis á Norðurlöndunum segist Steingrímur ekki vita. „En það getur vel verið að það megi endurskoða greiðsluþátttökuna.“ Steingrímur Ari telur, þegar heilsa aldraðra er til umræðu í þessu samhengi, að ekki megi missa sjónar á því sem skiptir mestu máli – að fyrst og síðast þurfi að hafa hugfast að heilsa og vellíðan sjúklinga eru á ábyrgð sjúkrastofnana þegar þeir dvelja þar. „Sjúkratryggingar koma inn með aðstoð, og þá greiðsluþátttöku, þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt,“ segir Steingrímur og bætir við að sé það raunverulega svo, að stór hluti skjólstæðinga stofnana ríkisins sé vannærður, sé það mikið áhyggjuefni. Rannsókn sem gerð var 2015 og 2016 sýndi að tveir af hverjum þremur inniliggjandi öldruðum á Landakotsspítala eru vannærðir eða sýna þess sterk merki að svo sé.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gamalt veikt fólk sveltur Sterkar vísbendingar eru um að vannæring gamals fólks sé alvarlegt vandamál hér á landi. Rannsókn á Landakoti sýndi að svo átti við um tvo af hverjum þrem. Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki mat fyrr en það er í raun of seint. 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Það er einfaldlega rangt að viðmið Sjúkratrygginga Íslands um líkamsþyngdarstuðla eða þyngdartap aldraðra, sem nýttir eru til að ákvarða hvort einstaklingur á rétt á niðurgreiðslu á næringardrykkjum eða næringarefnum, grundvallist ekki á alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Þetta fullyrðir Steingrímur Ari Arason, forstjóri SÍ, en Ólöf G. Geirsdóttir, dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands, sagði í frétt blaðsins í gær, að skilyrði SÍ væru þannig í dag að þeir sem fullnægja þeim séu orðnir svo vannærðir að það sé í raun erfitt eða of seint að hjálpa þeim.Steingrímur Ari Arason, forstjóri SÍvísir/gvaÞessu hafnar Steingrímur Ari alfarið en hins vegar sé það annað mál hvort ástæða sé til að taka nefnd viðmið stofnunarinnar til endurskoðunar. Hvort þau séu sambærileg við það sem gerist annars staðar, til dæmis á Norðurlöndunum segist Steingrímur ekki vita. „En það getur vel verið að það megi endurskoða greiðsluþátttökuna.“ Steingrímur Ari telur, þegar heilsa aldraðra er til umræðu í þessu samhengi, að ekki megi missa sjónar á því sem skiptir mestu máli – að fyrst og síðast þurfi að hafa hugfast að heilsa og vellíðan sjúklinga eru á ábyrgð sjúkrastofnana þegar þeir dvelja þar. „Sjúkratryggingar koma inn með aðstoð, og þá greiðsluþátttöku, þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt,“ segir Steingrímur og bætir við að sé það raunverulega svo, að stór hluti skjólstæðinga stofnana ríkisins sé vannærður, sé það mikið áhyggjuefni. Rannsókn sem gerð var 2015 og 2016 sýndi að tveir af hverjum þremur inniliggjandi öldruðum á Landakotsspítala eru vannærðir eða sýna þess sterk merki að svo sé.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gamalt veikt fólk sveltur Sterkar vísbendingar eru um að vannæring gamals fólks sé alvarlegt vandamál hér á landi. Rannsókn á Landakoti sýndi að svo átti við um tvo af hverjum þrem. Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki mat fyrr en það er í raun of seint. 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Gamalt veikt fólk sveltur Sterkar vísbendingar eru um að vannæring gamals fólks sé alvarlegt vandamál hér á landi. Rannsókn á Landakoti sýndi að svo átti við um tvo af hverjum þrem. Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki mat fyrr en það er í raun of seint. 11. nóvember 2016 07:00