Innlent

Aurskriða í Berufirði: Ökumaður vörubílsins fluttur á sjúkrahús

Sunna Kristín Hilmardóttir skrifar
Aurskriðan féll í norðanverðum Berufirði nærri eyðibýlinu Núpi.
Aurskriðan féll í norðanverðum Berufirði nærri eyðibýlinu Núpi. vísir/loftmyndir.is
Vörubifreið sem varð fyrir aurskriðu í Berufirði nærri býlinu Núpi á áttunda tímanum í kvöld er óökufær. Ökumaðurinn slasaðist og var fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Neskaupsstað en Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir ekki vitað hversu mikið maðurinn er slasaður.

Bíllinn valt ekki að sögn Jónasar heldur keyrði ökumaðurinn inn í skriðuna á fullri ferð en mjög mikil rigning er á svæðinu og niðamyrkur og því skyggni afar takmarkað.

Jónas segir að vegurinn sé enn lokaður og er gert fyrir því að svo verði áfram þar sem lítið sé hægt að gera til að opna hann í svona miklu vatnsveðri og myrkri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×