Dagur ókátur með fyrirspurn Sveinbjargar Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2016 11:26 Ekki verður betur séð en Dagur sé svekktur út í Sveinbjörgu fyrir að spyrjast fyrir um launakjör hans og telur að þar liggi fiskur undir steini. „Nú á að gera allt tortryggilegt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og vísar í frétt Vísis þess efnis að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna og flugvallarvina vilji spyrja um launakjör borgarstjóra. „Þetta er merkileg fyrirspurn (sem reyndar er ekki komin fram) - en sem sjálfsagt er að svara. En mikilvægt að halda því til haga að hún á rætur í því að ég steig fram fyrir skjöldu fyrir skömmu eftir úrskurð kjararáðs og hvatti Alþingi til að grípa inn í hækkun kjararáðs á kjörum þingmanna og ráðherra – og þar með mín eigin kjör sem miðast við kjör forsætisráðherra,“ segir Dagur í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur segir það svo að borgarstjóri sé með góð laun og svo hafi verið lengi. Laun borgarstjóra miðast við laun forsætisráðherra og svo hafi verið allt frá því að Geir Hallgrímsson var borgarstjóri í Reykjavík á 6. áratugnum.Tímabundin afleysing í stjórn Faxaflóahafna „Ég tel því hækkun launa minna jafngalna og hækkun launa forsætisráðherra skv. úrskurði kjararáðs. Sveinbjörg Birna kallaði inngrip mitt - að stöðva launahækkun til mín og borgarfulltrúa – valdníðslu í borgarstjórn daginn eftir að umræðan hófst. Einmitt. Nú á að gera allt tortryggilegt, m.a. það að ég er að leysa af stjórnarformann Faxaflóahafna í fæðingarorlofi hennar,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir það tímabundna ráðstöfun eins og allir borgarfulltrúar viti. Og þvert á það sem fram kemur í áðurnefndri frétt vísis hafi það verið regla áratugum saman að borgarstjóri ætti sæti í hafnarstjórn og þægi laun fyrir það.Fær laun fyrir stjórnarformennsku hjá slökkviliðinu Dagur segir að svo mikilvæg hafi hafnarstarfsemin ávallt verið talin að þetta var lagt af fyrir um 10 árum. Borgarstjóri er jafnframt alltaf stjórnarformaður slökkviliðsins og þiggur laun fyrir það. Og á sæti í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en það er ólaunað. „Borgarstjórar áttu hins vegar sæti í stjórnum Landsvirkjunar lengi vel – og hafa tímabundið átt sæti í stjórn Orkuveitunnar. Ég hef þó verið þeirrar skoðunar að farsælla sé að sækja fagstjórnendur inn í stjórn OR og hefur það verið stefna núverandi meirihluta.“ Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna spyr út í launakjör Dags Borgarstjóri er með 1,5 milljón á mánuði auk vænna greiðslna fyrir setu í stjórn Faxaflóahafna. 17. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Nú á að gera allt tortryggilegt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og vísar í frétt Vísis þess efnis að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna og flugvallarvina vilji spyrja um launakjör borgarstjóra. „Þetta er merkileg fyrirspurn (sem reyndar er ekki komin fram) - en sem sjálfsagt er að svara. En mikilvægt að halda því til haga að hún á rætur í því að ég steig fram fyrir skjöldu fyrir skömmu eftir úrskurð kjararáðs og hvatti Alþingi til að grípa inn í hækkun kjararáðs á kjörum þingmanna og ráðherra – og þar með mín eigin kjör sem miðast við kjör forsætisráðherra,“ segir Dagur í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur segir það svo að borgarstjóri sé með góð laun og svo hafi verið lengi. Laun borgarstjóra miðast við laun forsætisráðherra og svo hafi verið allt frá því að Geir Hallgrímsson var borgarstjóri í Reykjavík á 6. áratugnum.Tímabundin afleysing í stjórn Faxaflóahafna „Ég tel því hækkun launa minna jafngalna og hækkun launa forsætisráðherra skv. úrskurði kjararáðs. Sveinbjörg Birna kallaði inngrip mitt - að stöðva launahækkun til mín og borgarfulltrúa – valdníðslu í borgarstjórn daginn eftir að umræðan hófst. Einmitt. Nú á að gera allt tortryggilegt, m.a. það að ég er að leysa af stjórnarformann Faxaflóahafna í fæðingarorlofi hennar,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir það tímabundna ráðstöfun eins og allir borgarfulltrúar viti. Og þvert á það sem fram kemur í áðurnefndri frétt vísis hafi það verið regla áratugum saman að borgarstjóri ætti sæti í hafnarstjórn og þægi laun fyrir það.Fær laun fyrir stjórnarformennsku hjá slökkviliðinu Dagur segir að svo mikilvæg hafi hafnarstarfsemin ávallt verið talin að þetta var lagt af fyrir um 10 árum. Borgarstjóri er jafnframt alltaf stjórnarformaður slökkviliðsins og þiggur laun fyrir það. Og á sæti í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en það er ólaunað. „Borgarstjórar áttu hins vegar sæti í stjórnum Landsvirkjunar lengi vel – og hafa tímabundið átt sæti í stjórn Orkuveitunnar. Ég hef þó verið þeirrar skoðunar að farsælla sé að sækja fagstjórnendur inn í stjórn OR og hefur það verið stefna núverandi meirihluta.“
Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna spyr út í launakjör Dags Borgarstjóri er með 1,5 milljón á mánuði auk vænna greiðslna fyrir setu í stjórn Faxaflóahafna. 17. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sveinbjörg Birna spyr út í launakjör Dags Borgarstjóri er með 1,5 milljón á mánuði auk vænna greiðslna fyrir setu í stjórn Faxaflóahafna. 17. nóvember 2016 09:56