Hæstiréttur ómerkti dóm yfir hrossasala Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2016 23:03 Málinu hefur verið vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar að nýju. VÍSIR/STEFÁN/HARALDUR Hæstiréttur ómerkti í dag dóm yfir hrossasala sem dæmdur var í héraði fyrir að gefa ekki upp 52 milljónir króna til skatts á árunum 2005 til 2010. Maðurinn var dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa í sjálfstæðri atvinnustarfsemi sinni skilað efnislega röngum skattframtölum og virðisaukaskattsskýrslum vegna áranna 2005 til 2009 og ekki staðið skil á gjöldum. Þá var honum gert að greiða 104 milljónir króna til ríkissjóðs innan mánaðar, eða sæta tólf mánaða fangelsi ella. Í dómi Hæstaréttar kom fram að hvað sem liði skýringum sakflytjenda hefði engin niðurstaða fengist á því til hvaða gagna héraðsdómur hefði litið og lagt til grundvallar þegar ætluð heildarvanskil voru metin. Því hafi verið talið að verulegir annmarkar hefðu verið á samningu hins áfrýjaða dóms og hafi hann því verið ómerktur. Málinu hefur því verið vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar að nýju. Maðurinn bar því við fyrir dómi að á fyrri hluta tímabilsins sem til skoðunar er – á árunum 2005 og 2006 – hafi honum ekki borið að gefa tekjur sínar af sölunni upp til skatts þar sem viðskipti með hesta hafi einungis verið áhugamál hjá honum. Viðskiptin hafi hins vegar undið upp á sig og hann stofnað félag um hrossasöluna. Í kjölfar hrunsins sagðist hann hafa lent í fjárhagsvandræðum og reynt að skapa sér tekjur með viðskiptum með keppnishross. Vegna fjárhagsvandræða hans hafi rekstur hrossasölunnar aldrei farið inn í félagið heldur verið á kennitölu hans sjálfs og eiginkonu hans. Hann gekkst við því að hafa ekki talið fram tekjur sínar vegna viðskipta með hross á skattframtölum eða virðisaukaskattskýrslum sem hann skilaði inn. Þá gekkst hann einnig við því að hafa ekki greitt virðisaukaskatt, tekjuskatt eða útsvar vegna viðskipta sinna með hross. Hann vefengdi heldur ekki þær tölulegu upplýsingar sem komu fram í ákærunni, en hélt hins vegar fram að upplýsingar um kostnað við hrossasöluna hafi vantað og hafi numið þegar mest var 100 þúsund krónum á mánuði. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Hæstiréttur ómerkti í dag dóm yfir hrossasala sem dæmdur var í héraði fyrir að gefa ekki upp 52 milljónir króna til skatts á árunum 2005 til 2010. Maðurinn var dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa í sjálfstæðri atvinnustarfsemi sinni skilað efnislega röngum skattframtölum og virðisaukaskattsskýrslum vegna áranna 2005 til 2009 og ekki staðið skil á gjöldum. Þá var honum gert að greiða 104 milljónir króna til ríkissjóðs innan mánaðar, eða sæta tólf mánaða fangelsi ella. Í dómi Hæstaréttar kom fram að hvað sem liði skýringum sakflytjenda hefði engin niðurstaða fengist á því til hvaða gagna héraðsdómur hefði litið og lagt til grundvallar þegar ætluð heildarvanskil voru metin. Því hafi verið talið að verulegir annmarkar hefðu verið á samningu hins áfrýjaða dóms og hafi hann því verið ómerktur. Málinu hefur því verið vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar að nýju. Maðurinn bar því við fyrir dómi að á fyrri hluta tímabilsins sem til skoðunar er – á árunum 2005 og 2006 – hafi honum ekki borið að gefa tekjur sínar af sölunni upp til skatts þar sem viðskipti með hesta hafi einungis verið áhugamál hjá honum. Viðskiptin hafi hins vegar undið upp á sig og hann stofnað félag um hrossasöluna. Í kjölfar hrunsins sagðist hann hafa lent í fjárhagsvandræðum og reynt að skapa sér tekjur með viðskiptum með keppnishross. Vegna fjárhagsvandræða hans hafi rekstur hrossasölunnar aldrei farið inn í félagið heldur verið á kennitölu hans sjálfs og eiginkonu hans. Hann gekkst við því að hafa ekki talið fram tekjur sínar vegna viðskipta með hross á skattframtölum eða virðisaukaskattskýrslum sem hann skilaði inn. Þá gekkst hann einnig við því að hafa ekki greitt virðisaukaskatt, tekjuskatt eða útsvar vegna viðskipta sinna með hross. Hann vefengdi heldur ekki þær tölulegu upplýsingar sem komu fram í ákærunni, en hélt hins vegar fram að upplýsingar um kostnað við hrossasöluna hafi vantað og hafi numið þegar mest var 100 þúsund krónum á mánuði.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira