Fimm þúsund gestir á heimsmóti skáta á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. júlí 2016 07:00 Búist er við skátum frá meira en 80 löndum á heimsmót eldri skáta á Íslandi næsta sumar. Vísir/Daníel Áætlað er að fimm þúsund gestir og eitt þúsund sjálfboðaliðar taki þátt í alþjóðlegu skátamóti á suðvesturhorni Íslands á næsta ári. Verður það stærsta alþjóðlega mótið sem íslenskir skátar hafa staðið fyrir til þessa. Fram kemur í bréfi þar sem óskað er eftir samstarfi við Hafnarfjarðarbæ að Bandalag Íslenskra skáta haldi heimsmót skáta á aldrinum 18 til 25 ára frá 24. júlí til 2. ágúst næsta sumar. Búist sé við allt að fimm þúsund skátum auk um eitt þúsund sjálfboðaliða sem starfi á mótinu. „Það er trú mótshaldara að eftir miklu sé að slægjast að fá að hýsa tjaldbúðir fyrir mótsgesti þar sem jákvæð upplifun ungmenna hvaðanæva úr heiminum muni vera góð auglýsing fyrir viðkomandi svæði, auk þess sem svo mörgum gestum fylgja að sjálfsögðu töluverð umsvif og verslun,“ segir í bréfi Braga Björnssonar skátahöfðingja og Hrannar Pétursdóttur, mótstjóra World Scout Moot 2017, fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta og mótsstjórnarinnar. „Að auki er hluti af dagskrá mótsins að hver og einn þátttakandi sinni samfélagsþjónustu 4 til 8 klukkustundir á því svæði eða í sveitarfélagi sem tjaldsvæðið er, samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi sveitarfélag eða landeiganda,“ segir áfram í bréfinu. Bragi Björnsson skátahöfðingi. Áætlað er að meira en 80 prósent þátttakenda verði frá um 80 löndum. Fyrstu dagana verði dvalið á tjaldstæðum vítt og breitt um um sunnan- og vestanvert landið. Á hverju tjaldstæði verði um 200 til 400 skátar á litlu móti með fjölbreyttri dagskrá tengdri útiveru, náttúru og menningu viðkomandi svæðis. Allir verði síðan í lokin á hátíð við Úlfljótsvatn. „Undirbúningur mótsins hefur þegar staðið yfir í fimm ár, enda um að ræða viðamesta verkefni sem skátahreyfingin á Íslandi hefur tekið að sér,“ segja skátarnir. „Mótsstjórn óskar því eftir að eiga fund með hlutaðeigandi á komandi vikum til þess að ræða nánar mögulegt samstarf og þjónustuverkefni sem skátarnir gætu innt af hendi.“ Bæjarráð Hafnarfjarðar tók jákvætt í erindið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Skátar Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Áætlað er að fimm þúsund gestir og eitt þúsund sjálfboðaliðar taki þátt í alþjóðlegu skátamóti á suðvesturhorni Íslands á næsta ári. Verður það stærsta alþjóðlega mótið sem íslenskir skátar hafa staðið fyrir til þessa. Fram kemur í bréfi þar sem óskað er eftir samstarfi við Hafnarfjarðarbæ að Bandalag Íslenskra skáta haldi heimsmót skáta á aldrinum 18 til 25 ára frá 24. júlí til 2. ágúst næsta sumar. Búist sé við allt að fimm þúsund skátum auk um eitt þúsund sjálfboðaliða sem starfi á mótinu. „Það er trú mótshaldara að eftir miklu sé að slægjast að fá að hýsa tjaldbúðir fyrir mótsgesti þar sem jákvæð upplifun ungmenna hvaðanæva úr heiminum muni vera góð auglýsing fyrir viðkomandi svæði, auk þess sem svo mörgum gestum fylgja að sjálfsögðu töluverð umsvif og verslun,“ segir í bréfi Braga Björnssonar skátahöfðingja og Hrannar Pétursdóttur, mótstjóra World Scout Moot 2017, fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta og mótsstjórnarinnar. „Að auki er hluti af dagskrá mótsins að hver og einn þátttakandi sinni samfélagsþjónustu 4 til 8 klukkustundir á því svæði eða í sveitarfélagi sem tjaldsvæðið er, samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi sveitarfélag eða landeiganda,“ segir áfram í bréfinu. Bragi Björnsson skátahöfðingi. Áætlað er að meira en 80 prósent þátttakenda verði frá um 80 löndum. Fyrstu dagana verði dvalið á tjaldstæðum vítt og breitt um um sunnan- og vestanvert landið. Á hverju tjaldstæði verði um 200 til 400 skátar á litlu móti með fjölbreyttri dagskrá tengdri útiveru, náttúru og menningu viðkomandi svæðis. Allir verði síðan í lokin á hátíð við Úlfljótsvatn. „Undirbúningur mótsins hefur þegar staðið yfir í fimm ár, enda um að ræða viðamesta verkefni sem skátahreyfingin á Íslandi hefur tekið að sér,“ segja skátarnir. „Mótsstjórn óskar því eftir að eiga fund með hlutaðeigandi á komandi vikum til þess að ræða nánar mögulegt samstarf og þjónustuverkefni sem skátarnir gætu innt af hendi.“ Bæjarráð Hafnarfjarðar tók jákvætt í erindið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skátar Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira