Hrunið gerbreytti pólitísku landslagi Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2016 07:00 Frambjóðendur stærstu flokkanna í Reykjavík ræddu stefnumál þeirra í útsendingu á Stöð 2 í fyrrakvöld. vísir/ernir „Að öllu óbreyttu erum við að sjá ríkisstjórn með sömu flokkum og eru að stjórna borginni, ef þetta verður niðurstaða kosninga. Ég hvet fólk til að velta því fyrir sér hvort það vilji sjá það stjórnarform,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, um skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 24. og 25. október. Fjórðungur þeirra sem afstöðu taka segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 20 prósent nefna Pírata. VG er þriðji stærsti flokkurinn með ríflega 16 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn er með rúm 11 prósent og Viðreisn með tæp 11 prósent. Samfylkingin er með 6 prósenta fylgi og Björt framtíð er með 5,1 prósent. Yrðu þetta niðurstöður kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 17 þingmenn kjörna, Píratar 14, VG 11 og Framsóknarflokkurinn og Viðreisn sjö menn hvor flokkur. Samfylkingin fengi svo fjóra menn og Björt framtíð þrjá. Það væri því ekki möguleiki á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi afgerandi forskot á aðra flokka í könnuninni yrði þetta samt ein versta niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í sögulegu samhengi. Kosningarnar 2009 skiluðu flokknum þó enn verri niðurstöðu þegar hann fékk 23,7 prósent atkvæða og 16 þingmenn kjörna.Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir þó að fái Sjálfstæðisflokkurinn um fjórðung greiddra atkvæða í kosningunum geti hann vel við unað. „Ef hann endar einhvers staðar í kringum 25 prósent þrátt fyrir klofningsframboð og að hafa setið í ríkisstjórn, þá er spurning hvort það sé ekki viðunandi niðurstaða, þrátt fyrir allt.“ Grétar bendir á að bankahrunið hafi gerbreytt stöðu Sjálfstæðisflokksins í sögulegu samhengi og rifjar upp að árið 2003 hafi flokkurinn fengið 33,7 prósent og hafi það þá þótt slæm niðurstaða. Uppgangur Pírata í skoðanakönnunum er annað dæmi um það hvernig pólitískt landslag hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég held að við verðum bara að túlka fylgi Pírata sem ákall á einhverjar meiri breytingar eftir hrunið en hafa farið fram,“ segir Grétar. Þrátt fyrir betri efnahag og bætta stöðu heimilanna sé kallað eftir enn frekari breytingum. Í kosningunum 2009 fékk Samfylkingin 29,8 prósent atkvæða og varð stærsti þingflokkurinn með 20 menn á þingi. Eftir fjögur erfið ár í ríkisstjórn, strax í aðdraganda bankahrunsins, fékk Samfylkingin svo 12,9 prósenta fylgi og níu þingmenn. Nú er flokkurinn með 6 prósenta fylgi og yrði næstminnsti þingflokkurinn. Samtöl hafa staðið yfir milli stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi en Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að með þetta fylgi myndi Samfylkingin ekki geta tekið þátt í ríkisstjórn. „Ekki við þessar aðstæður en við þurfum að styrkja stöðu okkar til að geta farið í slíkt samstarf.“ Niðurstaðan er því sú að það verður ekki einungis spennandi að sjá hvort niðurstöður kosninga verða í takt við það sem skoðanakannanir benda til heldur virðist allt opið varðandi stjórnarmyndunarviðræður í framhaldinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
„Að öllu óbreyttu erum við að sjá ríkisstjórn með sömu flokkum og eru að stjórna borginni, ef þetta verður niðurstaða kosninga. Ég hvet fólk til að velta því fyrir sér hvort það vilji sjá það stjórnarform,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, um skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 24. og 25. október. Fjórðungur þeirra sem afstöðu taka segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 20 prósent nefna Pírata. VG er þriðji stærsti flokkurinn með ríflega 16 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn er með rúm 11 prósent og Viðreisn með tæp 11 prósent. Samfylkingin er með 6 prósenta fylgi og Björt framtíð er með 5,1 prósent. Yrðu þetta niðurstöður kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 17 þingmenn kjörna, Píratar 14, VG 11 og Framsóknarflokkurinn og Viðreisn sjö menn hvor flokkur. Samfylkingin fengi svo fjóra menn og Björt framtíð þrjá. Það væri því ekki möguleiki á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi afgerandi forskot á aðra flokka í könnuninni yrði þetta samt ein versta niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í sögulegu samhengi. Kosningarnar 2009 skiluðu flokknum þó enn verri niðurstöðu þegar hann fékk 23,7 prósent atkvæða og 16 þingmenn kjörna.Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir þó að fái Sjálfstæðisflokkurinn um fjórðung greiddra atkvæða í kosningunum geti hann vel við unað. „Ef hann endar einhvers staðar í kringum 25 prósent þrátt fyrir klofningsframboð og að hafa setið í ríkisstjórn, þá er spurning hvort það sé ekki viðunandi niðurstaða, þrátt fyrir allt.“ Grétar bendir á að bankahrunið hafi gerbreytt stöðu Sjálfstæðisflokksins í sögulegu samhengi og rifjar upp að árið 2003 hafi flokkurinn fengið 33,7 prósent og hafi það þá þótt slæm niðurstaða. Uppgangur Pírata í skoðanakönnunum er annað dæmi um það hvernig pólitískt landslag hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég held að við verðum bara að túlka fylgi Pírata sem ákall á einhverjar meiri breytingar eftir hrunið en hafa farið fram,“ segir Grétar. Þrátt fyrir betri efnahag og bætta stöðu heimilanna sé kallað eftir enn frekari breytingum. Í kosningunum 2009 fékk Samfylkingin 29,8 prósent atkvæða og varð stærsti þingflokkurinn með 20 menn á þingi. Eftir fjögur erfið ár í ríkisstjórn, strax í aðdraganda bankahrunsins, fékk Samfylkingin svo 12,9 prósenta fylgi og níu þingmenn. Nú er flokkurinn með 6 prósenta fylgi og yrði næstminnsti þingflokkurinn. Samtöl hafa staðið yfir milli stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi en Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að með þetta fylgi myndi Samfylkingin ekki geta tekið þátt í ríkisstjórn. „Ekki við þessar aðstæður en við þurfum að styrkja stöðu okkar til að geta farið í slíkt samstarf.“ Niðurstaðan er því sú að það verður ekki einungis spennandi að sjá hvort niðurstöður kosninga verða í takt við það sem skoðanakannanir benda til heldur virðist allt opið varðandi stjórnarmyndunarviðræður í framhaldinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira